Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 01.04.2011, Qupperneq 62
50 tíska Helgin 1.-3. apríl 2011 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Aukið kven - hormón í strákum? Fatakaupum karlkynsins er hægt að líkja við flóknustu geimvísindi. Þetta er ekki innbyggt í þá eins og okkur stelpurnar. Að sjálfsögðu vil ég ekki að alhæfa og segja allir strákar, því til eru ansi góðar undan- tekningar, en almennt finnst strákum ekki gaman að versla. Það er staðreynd. Þeir hafa lítið sem ekkert vit á tískunni og gera sér yfirleitt enga grein fyrir því hvar best er að fjárfesta í fatnaði. Í vikunni rakst ég á óformlega könnun þar sem meirihluti stelpna sagðist taka fyrst eftir fatnaði karlmanna. Karlmenn í flottum fötum bæru höfuðið hæst. En er það þá bara tilviljun hverjir hljóta í vöggu- gjöf að kunna að klæða sig? Eða spila áhugamálin þar inn í? Er jafnvel örlítið meira af kvenhormóni í þeim sem nenna að pæla í fötum? Í okkar samfélagi er mikið rætt um mis- munun kynjanna. Jafnt hlutfall þarf að ríkja á hinum og þessum sviðum, áhersla er lögð á jöfn kjör og svo framvegis. Í flestum tilvikum er hægt að segja að bæði kynin virki ágætlega hvar sem er, en að sjálfsögðu er það gefið mál að til eru undantekningar. Líklega eru skilaboðin sem við fáum frá umhverfinu aðalástæðan fyrir því hvað okkur stelpunum finnst gaman að versla. Við eigum að skemmta okkur við að velja föt, máta föt, kaupa föt og strauja kreditkortið grimmt. Við eigum að hafa vit á tísku, mála okkur og klippa hárið samkvæmt nýjustu tísku. Þannig er bara samfélagið. Nude Magazine flottur netmiðill Sigríður Dagbjört, sem nýlega var kjörin Ungfrú Reykjavík, er tuttugu ára og klárar Verslunarskóla Íslands í vor. Hún hefur mikinn áhuga á að dansa, vera með vinum og er mikil félagsvera að eðlisfari. „Stíllinn minn er pínulítið sætur með samblandi af rokki. Blanda því mikið saman án meðvitundar. Síðast­ liðin ár hef ég verið að vinna í Top­ shop, með pásum, og kaupi fötin mín meira og minna þar. Svo eru H&M og American Apperal mikið í uppáhaldi þegar ég fer til útlanda. Primark, sem er í Englandi, er þó uppáhalds­ búðin mín. Væri til í að eiga allt þar. Það fæst allt í Primark og ekki kosta vörurnar mikið. Það sem mér dettur helst í hug þegar talað er um tískuinnblástur, er Nude Magazine; ótrúlega flottur netmiðill, hnitmiðað efni og getur fylgst með nýjustu tísku. Söngkonan Rihanna kemur einnig upp í hugann, óendanleg flott týpa, sérstök og glæsileg.“ 5 dagar dress Fyrir rúmum áratug, þegar Spicegirls-æðið stóð sem hæst, áttu allir kvenmenn skó með vel þykkum botni. Buffaló-skórnir voru allra vinsælastir og voru þeir til á hverju Jeffrey Campbell eykur úrvalið Stelpur úti um allan heim sem telja sig hafa eitthvert vit á tísku hafa án efa fjárfest í einu eða fleiri pörum af Jeffrey Campbell-skóm. Þetta eru himinháir hælar sem skutust á toppinn í fyrra- sumar og hafa verið gríðarlega vinsæl- ir síðan þá, ekki síst hér á Íslandi. Nú hefur fyrirtækið aukið vöruúrvalið og nýjasta línan þeirra inniheldur bæði skófatnað og töskur. Töskurnar eru nýkomnar á heimsmarkað og eru ekki síður eftirsóttar. Miðvikudagur Skór: Topshop Leggings: H&M Bolur: American Apperal Peysa: H&M Hálsmen: Topshop Mánudagur Skór: Fókus Buxur: Bikbok Bolur: Topshop Jakki: Topshop Hálsmen: Bikbok Þriðjudagur Skór: Gyllti kötturinn Sokkabuxur: H&M Buxur: Topshop Skyrta: Topshop Hálsmen: Bikbok Fimmtudagur Skór: Topshop Sokkabuxur: Topshop Bolur: Topshop Jakki: Topshop Klútur: H&M Föstudagur Skór: Topshop Sokkabuxur: H&M Stuttbuxur: American Apparel Kjóll: H&M Jakki: H&M Hálsmen: Topshop Buffalóskórnir að koma aftur heimili. Þeir duttu þó fljótlega úr tísku þegar hljómsveitin lagði upp laupana og voru flest pörin afskrifuð vegna meints ljótleika. Nú, rúmum áratug síðar, eru þykkir botnar hins vegar að koma gríðarlega sterkt inn, með innblæstri frá buffalóskónum frægu. Kannski ekki alveg eins þykkir en þó nokkrum sentimetrum hærri en við höfum átt að venjast. Hægt er að nálgast slíka skó í helstu tískubúðum landsins, flottari en aldrei fyrr. ­kp Innblástur frá Rambo og Rocky Nú hefur leikarinn Sylvester Stallone tilkynnt að á næstu mánuðum muni ný karl- mannafatalína koma frá honum, byggð á sögupersón- unum Rocky og Rambo. Hann hefur fengið í lið með sér viðskiptafræðinginn Michael Henry en fatamerkið mun þó bera nafn leikarans sjálfs. Hann segir að vöruúrvalið verði skemmtilegt og fjölbreytt; nærföt, útivistarfatnaður, spariklæðnaður, sundfatnaður og fleira. Í nýlegu viðtali sagði hann frá því að þessar hugmyndir hans hefðu verið lengi í bígerð. ­kp Kaupfélagið 16.990 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.