Fréttatíminn - 01.04.2011, Qupperneq 68
56 tíska Helgin 1.-3. apríl 2011
www.myndlistaskolinn.is
KORPÚLFSSTÖÐUM - Laugardaginn 2.apríl - kl.13-17
• Sýning á verkum nemenda í útibúi skólans og
opnar vinnustofur listamanna.
HRINGBRAUT 121 - Sunnudaginn 3. apríl - kl.12-18.
• Sýning á verkum nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík.
• Kynning kl.14-16 á fullu námi: Mótun, Teikningu og Textíl
og Myndlista- og hönnunarsviði.
• Köku- og keramik-tombóla - söfnun í ferðasjóð nemenda.
• Útgáfa 4.tölublaðs myndasögublaðsins AAA!!!
• BÍÓ - hreyfimyndir og stuttmyndir eftir börn og fullorðna.
VORSÝNING
S tevie Ward og kjóllinn sem hún skartaði á EVE Fanfest fór ekki fram hjá neinum sem sótti þessa litskrúðugu
og fjölþjóðlegu árshátíð þeirra sem eru á bólakafi í sýndar-
heimi EVE Online-tölvuleiksins.
Ward er einhvers konar andlit hátíðarinnar út á við og
hún lét þau boð út ganga til
Tækniskólans að hana vantaði
sérhannaðan kjól til að spóka sig
í á hátíðinni. Nemendur í skól-
anum stukku margir hverjir til
en eftir að Dagný Lára Guð-
mundsdóttir, sem notar lista-
mannsnafnið Daggalá, sendi
Ward litla möppu og eina skissu
að kjól, varð ekki aftur snúið og
Ward vildi fyrir alla muni að hún
hannaði á sig kjólinn.
„Þá fór undirbúningsvinnan
af stað og ég skoðaði leikinn til
þess að kjóllinn yrði í réttum
anda,“ segir Daggalá sem segist
fráleitt geta talist leikjanörd.
„Vinur minn spilar hins vegar
leikinn þannig að ég þekkti
þennan heim pínulítið. En mann
hefði aldrei geta grunað að tölvu-
leikir gætu tengst fatnaði svona
mikið.“
Daggalá segir EVE ekki síst áhugaverðan fyrir þær sakir
að mikill meirihluti persónanna í leiknum er kvenkyns þótt
spilararnir séu, eins og við er að búast, langflestir karlar.
„Það eru líka fatahönnuðir í því að skapa þessar persónur
og hanna fötin á þær.“
Daggalá er tvítug og leggur stund á nám í kjólasaumi
og klæðskurði við Tækniskólann en er síður en svo einhöm
þar sem hún er á öðru ári í ensku við Háskóla Íslands með
viðskiptafræði sem aukagrein. „Ég get bara ekki verið
með eitt járn í eldinum í einu,“ segir hún og bætir við að
val hennar á fögum í Háskólanum sé engum tilviljunum
háð þar sem allt styðji þetta hvað annað. „Maður verður
náttúrlega að kunna ensku, og ekki bara venjulega ensku
heldur alls konar fagtengd orð, og kunna að setja upp
almennilegan texta, og viðskiptafræðin kemur sterk inn í
þetta,“ segir Daggalá sem vill alls ekki útiloka að hún muni
hanna fleiri flíkur tengdar tölvuheimum. -þþ
É g held að fatahönnun verði næsta útrásarverkefni Ís-lendinga og mig langar að
leggja hönd á plóginn og styðja
við þessa grein,“ segir Jón sem
hefur í nógu að snúast þessa
dagana. Tískuhátíðin Reykjavík
Daggalá SÉrhannaði EVE OnlinE-kjól
Er enginn
tölvunörd
Stevie Ward í
EVE-kjólnum
ásamt Döggulá
sem mætti
að sjálfsögðu
á Fanfest
og fylgdist
með kjólnum
standa sig
innan um
nördana.
Jón Ólafsson og Ingibjörg Finnbogadóttir standa að Reykjavík Fashion Festival og bjóða öllum helstu tískufjölmiðlum heims til
Íslands um helgina.
Notar samböndin til að
kynna íslenska tísku
Jón Ólafsson stendur að baki Reykjavík Fashion Festival og býður 76 erlendum fjölmiðlum til
landsins til að sjá nýja íslenska fatahönnun.
www.lifEprOjEct.iS tEkur Við mynDum frá rff
Sjálfskipaðir fréttaritarar með farsíma
Tískuveislan Reykjavik Fashion Festival verður haldin með
pomp og prakt í höfuðborginni
um helgina og að vonum verður
mikið um dýrðir; svo mikið að þeir
áhugasömustu geta varla komist
yfir allt sem í boði er. Vefsíðan
liveproject.is getur reynst haukur
í horni við þessar aðstæður en
þar gefst fólki kostur á að hlaða
inn myndböndum og myndum
frá viðburðum tískuhátíðarinnar í
rauntíma.
„Þetta á í raun að virka þannig
að allir geti séð stemninguna á
einhverjum ákveðnum viðburði
í beinni útsendingu á síðunni,“
segir Hörður Kristbjörnsson hjá
liveproject.is. „Allir sem eru með
rétt búna síma geta þannig orðið
eins konar fréttaritarar með því að
hlaða inn því sem fyrir auga þeirra
ber í gegnum símann. Þetta er
öllum opið og allir geta verið með.
Það er engin ritskoðun í gangi hjá
okkur, fyrir utan það að við gætum
þess að ósæmilegt efni fari ekki
inn.“
Hörður segir hugmyndina
vera þá að síðan taki við efni
frá ákveðnum viðburðum og nú
er röðin komin að RFF. Síðan
var opnuð fyrir innsendingum á
fimmtudag og verður ekki lokað
fyrr en á mánudag. Hún verður svo
opnuð aftur um næstu helgi og þá
verður horft til Akureyrar þar sem
mikið verður um að vera.
„Þá verðum við á AK Extreme,
sem er snjóbrettamót og
tónlistarhátíð. Auk þess sem
Söngvakeppni framhaldsskólanna
fer fram í bænum og við ætlum að
leyfa fólki að deila því sem er að
gerast með okkur,“ segir Hörður
og bendir á að síðan sé þannig
tilvalin fyrir þá sem ekki komast á
staðinn til þess að fá stemninguna
beint í æð.
Tilraun var gerð með liveproject.
is á Iceland Airwaves í október og
það efni sem er á síðunni nú þegar
er þaðan. Hörður segir að þá hafi
í raun verið um tilraun að ræða.
Innsendingarferlið hefur verið
einfaldað síðan þá með forriti eða
svokölluðu „appi“ í símann sem
hægt er að nálgast á lifeproject.is.
Hörður Kristbjörnsson ásamt félögum sínum,
Daníel Frey Atlasyni og Benedikt Frey Jónssyni, en
á myndina vantar fjórða manninn sem stendur að
síðunni, Arnar Yngvason.
Fashion Festival brestur á um
helgina og hefur öllum stærstu
tískumiðlum heims verið boðið
að koma og sjá þegar nýjar haust-
og vetrarlínur íslenskra hönnuða
verða kynntar. Meðal þeirra eru
Dazed and Confused, þýska Vogue
og W Magazine.
Jón hefur unnið mikið í út-
löndum að undanförnu við að
koma vatninu Icelandic Glacial á
framfæri. Vatnið er nú áberandi
í mörgum þekktum sjónvarps-
þáttaröðum á borð við Desperate
Housewifes og House. „Ég hef
einnig unnið mikið með Christian
Dior og Elite í París og hef mynd-
að tengsl þar úti sem mig langar
að nýta til að styðja við íslenska
hönnuði. Vonandi náum við að
breiða fagnaðarerindið út um víða
veröld.“
Ingibjörg Finnbogadóttir,
framkvæmdastjóri RFF, segir
helstu breytingu hátíðarinnar
vera þá hve mikla athygli hún
veki meðal erlendra fjölmiðla í
ár. „Til viðbótar við þá tískumiðla
sem mæta á staðinn hefur fjöld-
inn allur óskað eftir umfjöllun
og myndum að hátíðinni liðinni.
Við búumst við gríðarlega öflugri
kynningu.“
Virtustu tískuvikurnar eru
flestar yfirstaðnar á þessum árs-
tíma og því sáu aðstandendur
hátíðarinnar sóknarfæri í að vera
síðastir í almanakinu. „Nú hafa
tískublaðamenn tíma til að koma
og fylgjast með því sem hér er að
gerast og við erum ekki að keppa
við háannatíma tískuviknanna,“
segir Ingibjörg.
Jón segir tímasetningu há-
tíðarinnar einnig heppilegan
fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Við
bjóðum fólki hingað utan helsta
ferðatímans og það skiptir máli.
Vonandi nær hátíðin að stækka
og vaxa og hver veit nema hún
verði jafn stór og Airwaves í fram-
tíðinni.“
22 íslenskir hönnuðir sýna verk
sín á hátíðinni í ár.
Ég held að
fatahönnun
verði næsta
útrásar-
verkefni Ís-
lendinga.