Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 14
S upport“-klúbbarnir hafa þann tilgang að vinna verk sem full- gildir meðlimir Hells Angels þurfa ekki að gera sjálfir, svo sem að sjá um handrukkanir og fleira,“ segir sérfræðingur norsku rannsóknarlögreglunnar, Kripos, í mál- efnum Hells Angels. Hann vill ekki láta nafns síns getið. Lögreglumaðurinn segir það vera eitt af frumskilyrðunum til að fá inngöngu í samtökin að hafa fjöl- margt lið á valdi sínu sem sé tilbúið að vinna skítverk. Einar Marteinsson, forseti íslensku Vítisenglanna, er hissa á orðum norsku lögreglunnar. „Ég gef ekkert fyrir svona vitleysu. Þessi maður þekkir okkur ekki neitt og það er undarlegt að fullyrða svona. Það er af og frá að þeir vinni fyrir okkur.“ Samskipti við norska Vítisengla Mikil samskipti hafa verið milli íslensku Vítisenglanna og þeirra norsku. Í fréttaskýringarþættinum Brenn- punkt, sem sýndur er í norska ríkissjón- varpinu, hefur mikið verið fjallað um starfsemi Hells Angels í Noregi. Brenn- punkt segist hafa aðgang að fundargerð- um frá allnokkrum Hells Angels-klúbbum í landinu. Gögnin sýni að Vítisenglarnir hafi í heilt ár unnið skipulega í að koma á samvinnu við vélhjólaklúbba í landinu. Alls hafi 28 vélhjólasamtök í 25 sveitarfé- lögum gerst formlegir „support“ -klúbbar Hells Angels. Fjölskyldudagur Hells Angels fram undan Að sögn Einars Marteinssonar er sam- band samtakanna Hells Angels og S.O.D. eftirfarandi: „Við hjólum saman og skemmtum okkur saman. Það er ekkert ólöglegt. Við erum allir góðir strákar.“ Spurður hvers vegna Hells Angels á Ís- landi þurfi „stuðnings“-klúbb segir Einar: „Það stækkar fjölskylduna og þéttir hópinn.“ Hann nefnir sem dæmi að á næstu vikum standi Hells Angels og S.O.D. fyrir fjölskyldudegi fyrir ættingja sína og börn. Ætlunin sé að meðlimir klúbbanna hittist í Reykjavík og fari þaðan á mótor- hjólum að klúbbhúsi S.O.D. á Suðurnesj- um. Þar verði hoppkastalar og stuð. Á fimmtudag í síðustu viku stöðvaði lögreglan á þriðja tug vélhjólamanna sem keyrðu saman í hóp um miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan kannaði ástand ökumannanna, ökuréttindi og skráningu vélhjólanna. „Þetta er ekki normalt. Það er ekki ólöglegt að keyra mótorhjól á Ís- landi. Við gerðum ekkert,“ segir Einar Marteinsson. Í hópnum voru að minnsta kosti fjórir íslenskir Vítisenglar. Auk þeirra báru nokkrir mannanna vesti merkt MC Ice- land og „Prospects“ sem þýðir að þeir eru langt komnir í ferlinu að verða fullgildir meðlimir íslenska Hells Angels-klúbbs- ins. Samkvæmt venju tekur eitt ár að komast úr þeirri stöðu og inn í klúbbinn. Augljóst er því að Vítisenglum mun fjölga hér á næstunni. Bræðralagið ofar öllu Sérfræðingur Kripos segir að reglur og hefðir Hells Angels séu mjög stífar og íslenskir meðlimir hinna alþjóðlegu sam- taka þurfi að lúta þeim. Skilyrði fyrir inngöngu í klúbbinn séu mörg. Líklegt sé að menn þurfi að sanna trygglyndi sitt með því að koma með fjármagn inn í samtökin og að íslenskir Vítisenglar hafi líklega yfirráð yfir „auðlindum“ sem séu eftirsóknarverðar fyrir hina alþjóð- legu starfsemi. Þá sé bræðralagið ofar öllu. Gerist einhver sekur um að brjóta Nokkrir vélhjólamenn bíða eftir að verða formlega teknir inn í íslensku Hells Angels-samtökin. Lögreglan hefur áhyggjur af því að samtökin séu að færa út kvíarnar með aðstoð „support„-klúbbsins S.O.D. Þóra Tómasdóttir skoðaði málið. reglur Hells Angels, verði hann gerður útlægur úr samtökunum. Algengt sé að útlagar láti sig hverfa eða gangi til liðs við önnur vélhjólasamtök sem veiti þeim vernd. Að mati norska lögreglumannsins kom atburðarásin ekki á óvart þegar Jón Trausti Lúthersson, fyrrum forsvars- maður vélhjólaklúbbsins Fáfnis, gekk til liðs við annan félagsskap á svipuðum tíma og félagar hans úr Fáfni fengu inn- göngu í Hells Angels. Jón Trausti varð fullgildur meðlimur norska vélhjóla- klúbbsins Outlaws í ársbyrjun. Einar Marteinsson segir að taka verði með fyrirvara skoðunum Kripos á Hells Angels. Það sé pólitískur angi norsku lögreglunnar, líkt og embætti Ríkis- lögreglustjóra á Íslandi. Að baki liggi annarleg sjónarmið. Íslenskir Vítisenglar séu nú að skoða réttarstöðu sína vegna vinnubragða lögreglunnar. Þeir íhugi að kæra lögregluna fyrir ólögmæta upp- lýsingaöflun, þar á meðal símhleranir og óviðeigandi myndatökur úr launsátri. Einar nefnir sem dæmi að lögreglan hafi fylgst með jarðarför eins „bræðr- anna“. „Þá hékk löggan út um glugga á bíl og tók myndir. Það er lítið heilagt hjá þeim.“ Norska löggan í herferð gegn vél- hjólaklúbbum Í febrúar lögðu norsku lögregluembætt- in og Kripos fram aðgerðaáætlun gegn vélhjólasamtökum sem stunda glæpi. Í áætluninni eru sum vélhjólasamtök sögð skipulögð glæpatengslanet. Fyrrum forseti Hells Angels í Ósló er kallaður „Supern“. Í samtali við Frétta- tímann segir hann að fyrir rúmu ári hafi norska lögreglan fullyrt að engin ástæða væri til að óttast vélhjólaklúbbana í land- inu. „Nú kemur lögreglan allt í einu fram með aðgerðaáætlun gegn glæpsamleg- um vélhjólaklúbbum og stimplar okkur sem samfélagsóvin númer eitt. Þetta var algjört sjokk fyrir okkur og gjörsamlega óskiljanlegt.“ Hells Angels í Noregi hafa áhyggjur af þeirri mynd sem dregin er upp af sam- tökunum í fjölmiðlum og segjast ein- göngu vera samtök vélhjólamanna sem eigi það sameiginlegt að vilja keyra um á stórum mótorhjólum. Eins og áður sagði hefur fréttaskýringarþátturinn Brenn- punkt fjallað ítrekað um Hells Angels. Í einum af þremur þáttum um samtökin er fjallað um hlutverk „support“-klúbba Hells Angels. Rætt er við Vítisengil sem ekki vill koma fram undir nafni en full- yrðir að í ákveðnum „support“ -klúbbum í Noregi séu unnin ofbeldisverk fyrir Vítisenglana. Supern segir þessa fullyrðingu al- ranga. „„Support“ -klúbbar vinna engin verk fyrir okkur. Þeir eru bara vinir okkar og við höfum ákveðið að sæma þá merkjum til að vernda þá fyrir þrýstingi útlendra vélhjólaklúbba sem vilja sölsa undir sig þá norsku. Þrýstingur á litlu vélhjólaklúbbana úti á landi hefur aukist mjög. Þeir eru vinir okkar og hafa verið í áraraðir.“ Supern segir að nú sé meðlimum Hells Angels-samtakanna nóg boðið. „Eftir að þessi aðgerðaáætlun var lögð fram og eftir rógsferð Brennpunkt gegn okkur getum við ekki annað en brugðist við. Við erum að undirbúa kæru á hendur ritstjóra Brennpunkt. Málið verður fyrst tekið fyrir hjá fjölmiðlanefnd og síðan förum við væntanlega með það lengra.“ Ríkislögreglustjóri segir ekki orð um Hells Angels Fréttatíminn hefur leitað upplýsinga hjá embætti Ríkislögreglustjóra um tengsl Hells Angels á Íslandi við aðra vélhjóla- klúbba. Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri vill ekki tala við blaða- menn í síma, ekki fæst uppgefið hjá honum netfang og ekki tekur hann við skilaboðum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Vítisenglum fjölgar Vítisenglarnir Guðmundur, Einar Marteinsson og Árni þegar lögreglan stoppaði þá við Skúlagötu á dög- unum. „Support“-klúbbarnir hafa þann tilgang að vinna verk sem fullgildir meðlimir Hells Angels þurfa ekki að gera sjálfir, svo sem að sjá um handrukkanir. Supern Fyrrum forseti Hells Angels í Ósló segir í samtali við Fréttatímann að fullyrðingar um að „support“- klúbbar stundi glæpi fyrir samtökin séu rangar. 14 fréttaskýring Helgin 10.-12. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.