Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 48
40 bíó Helgin 10.-12. júní 2011 Z erkalo-kvikmyndahátíð-in var haldin í fimmta sinn í maí en nafn há- tíðarinnar vísar til Spegils- ins, myndar Tarkovskís frá árinu 1975 sem fór illa í yfir- völd í Sovétríkjunum sálugu. „Hátíðin er haldin í borginni Ivanovo, hans heimahéraði, þar sem Spegillinn gerist, þar sem hann fæddist og fjöl- skyldan leitaði skjóls í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Guð- rún. „Við vorum þarna fimm manna alþjóðleg dómnefnd og áttum að velja eina mynd af tíu sem kepptu til verðlauna og einn leikara og eina leikkonu. Myndin Dagbækur Músan frá Kóreu var valin besta mynd- in en hún fjallar um Norður- Kóreumann sem flýr til Suð- ur-Kóreu en lífið reynist síst auðveldara þar.Þetta var heil- mikið ævintýri og mikið við okkur haft og við fórum víða. Við heimsóttum heimabæ Tar- kovskís þar sem allur bærinn og lúðrasveitin tók á móti okk- ur. Þar var opnað menningar- hús og svo plöntuðum við trjám fyrir utan hjá honum.“ Mikið var um dýrðir á há- tíðinni þar sem sýndar voru nýjar rússneskar myndir, stuttmyndir, heimildarmyndir og teiknimyndir. „Ég sá bara þessar tíu myndir í keppn- inni og þorði varla að vera að ergja mig á að skoða dag- skrána vegna þess að þar var ótrúlegur fjöldi mynda sem ég hefði viljað sjá en hafði ekki tök á. Síðan voru allar mynd- irnar hans Tarkovskís sýndar og líka uppáhaldsmyndirnar hans. Þetta er nú svokallaður heimsfrægur maður þótt hann sé ekki frumsýndur hér.“ Tarkovskí er, ásamt Ser- gei Eisenstein, þekktasti kvikmyndaleikstjóri Sovét- ríkjanna. Hann vakti heims- athygli árið 1962 með sinni fyrstu mynd, Barnæsku Ívans, sem vann til verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. Næsta mynd hans, Andrei Ru- blyov, hlaut ekki náð fyrir aug- um yfirvalda í Sovétríkjunum, þar sem hún var bönnuð til ársins 1971, en vann engu að síður til verðlauna í Cannes. Eftir að Tarkovskí gerði Nostalghia á Ítalíu árið 1983 flúði hann Sovétríkin og gerði Fórnina í Svíþjóð en myndin náði þeim ótrúlega árangri að vinna til fjögurra verðlauna í Cannes. Myndin var frum- sýnd 1986 en krabbamein dró leikstjórann til dauða í des- ember það ár. Ralph Fiennes, sem hefur farið mikinn sem Voldemort í Harry Potter-myndunum, var formaður dómnefndarinnar á Zerkalo-hátíðinni. Sænski Pólverjinn Michal Leszczy- lowski var einnig í nefndinni en hann klippti Fórnina á sín- um tíma og þau Guðrún voru einu meðlimirnir sem höfðu persónuleg kynni af Tar- kovskí. „Það eru ekki marg- ir eftirlifandi,“ segir Guðrún sem þótti vænt um að fá að hitta systur Tarkovskís og son hans sem varð eftir í Sov- étríkjunum þegar Tarkovskí yfirgaf landið. Guðrún segir Fiennes vera hinn viðkunnanlegasta og prýðilegasta mann í alla staði. „Hann hefur einhverjar blóð- taugar til Rússlands og langar til að leika Fávita Dostojef- skís. Hann lék í Onegin fyrir nokkrum árum og hefur verið í landinu við tökur og er mjög dáður í Rússlandi. Allar kerl- ingarnar sem leiddu okkur um söfnin vildu fá myndir af sér með honum og sama er að segja um krakkana sem fengu í hnén enda er Harry Potter þekktur alls staðar.“ Zerkalo-hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 2007 og þá var Ólafur Darri Ólafsson var valinn besti karlleikarinn fyrir leik sinn í Börnum.  guðrún gísladóttir sat í dómnefnd Zerkalo film festival  bíódómur kung fu Panda 2  frumsýnd  Í Rússlandi með Voldemort Árið 1986 lék Guðrún Gísladóttir í Fórninni, síðustu mynd rússneska leikstjórans Andreis Tarkovskí en leikstjórinn lést þetta sama ár. Rússar, rétt eins og kvikmyndaunnendur úti um víða veröld, hafa minningu Tarkovskís í hávegum og halda árlega alþjóðlega kvikmyndahátíð á heima- slóðum leikstjórans. Guðrún er nýkomin heim frá Rússlandi þar sem hún átti sæti í dómnefnd sem breski leikarinn Ralph Fiennes fór fyrir. t eiknimyndin um pönduna og lánlausa núðlukokkinn Po, sem komst loks í snertingu við sinn innri slagsmálahund og varð mikil hetja, var bráðskemmtileg. Ekta ævintýri sem skemmti börnum jafnt sem full- orðnum og ekki svíkur framhalds- myndin sem er í raun betri í alla staði. Po er nú orðinn fullgildur með- limur í hinu frækna Kúng Fú-gengi þeirra Tigress, Monkeys, Mantis, Vi- pers og Cranes. En það er lítill tími til að slaka á þar sem nýr og snar- óður andstæðingur, Shen, skýtur upp kollinum og ætlar sér að leggja gervalt Kína undir sig. Inn í söguna er svo fléttað forsögu Pos enda er það aldrei tilviljun þeg- ar óttalegir aular finna hjá sér innri styrk til að láta hetjudrauma sína rætast. Fyrir því eru alla jafna góðar og gildar ástæður þótt þær hafi ekki farið hátt. Spyrjið bara Loga Geim- gengil. Öllum ómissandi þráðum er vafið smekklega saman þannig að nóg er af gríni, spennu, hasar og tilfinn- ingum í réttum hlutföllum. Þá spillir ekki fyrir að myndin er afskaplega áferðarfögur og á köflum tilkomu- mikil. Síðan kemur það vitaskuld í hlut frábærra leikara að negla myndina saman í þá góðu skemmtun sem hún er. Hér er valin manneskja í hverju rúmi. Jack Black endur- tekur leikinn sem Po og Dustin Hoffman talar áfram fyrir núðlu- kokkinn, fóstra Pos. Angelina Jolie, Jackie Chan, Seth Rogen, Lucy Liu og David Cross fylla svo flokk verndara Friðardalsins. Vænn slatti af nýjum persónum mætir til leiks en þar fer mest fyrir illfyglinu Shen sem Gary Oldman túlkar af sinni stöku snilld en fáir standa þeim leikara jafnfætis þegar kemur að skuggalegum skúrkum. Kung Fu Panda 2 er því skotheld skemmtun. Mátulega spennandi og krúttleg og þeir sem hafa þeirri skyldu að gegna að fylgja smáfólk- inu í bíó þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þessi bíóferð sé sóun á dýrmætum tíma fullorðna fólksins. Þórarinn Þórarinsson Gamanmyndin Bridesmaids greinir frá vandræðum Annie sem krefst þess að fá að sjá um allt er viðkemur væntanlegu brúðkaupi bestu vinkonu hennar, Lillian. Annie tekur ekki annað í mál en að vera aðal brúðarmærin en því hlutverki fylgja meiri og þyngri skyldur en hún hafði gert sér í hugarlund. Sjálf er hún með allt sitt í klessu, ástlaus og einmana, en lætur það samt ekki stoppa sig. Hún þarf að smala saman nokkrum vinkonum Lillian sem eiga að vera brúðarmeyjar með henni en hópurinn er vægast sagt litskrúðugur og ósamstæður. Það kostar blóð, svita og tár að halda hópnum saman um leið og það þarf að skipuleggja brúðkaupsveisluna, velja kjólinn og síðast en ekki síst skipuleggja gæsapartíið sem á að halda í Las Vegas þar sem allt getur gerst og gerir það iðulega. Bridesmaids kemur úr smiðju sömu aðila og gerðu gamanmyndirnar Knocked Up og The 40 Year Old Virgin sem ætti að gefa einhverja vísbendingu um á hvaða slóðum húmorinn er. Aðrir miðlar: Imdb: 7,7, Rotten Tomatoes: 88%, Metacritic: 75. Mary&Max Mary Daisy Dinkle er ung stúlka sem býr við bágar aðstæður í Ástralíu. Foreldrarnir eru til skammar og hún er lögð í einelti í skólanum. Hún gerist pennavinur manns í New York, Max Jerry Horowitz að nafni. Max þjáist af offitu og geðrænum kvillum en þau tengjast vegna sameiginlegrar ástar á súkkulaði og skilja ein- manaleika hvort annars. Myndin fylgist með sambandi þeirra þróast í áratug en þegar slettist upp á vinskapinn heldur Mary til New York til að reyna að ná sáttum við þennan besta vin sinn. Aðrir miðlar: Imdb: 8,2, Rotten Tomatoes: 94%, Metacritic: - Þetta er nú svokallaður heimsfræg- ur maður þótt hann sé ekki frumsýndur hér. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Guðrún með Ralph Fiennes sem var hvers manns hugljúfi á Zerkalo-kvikmyndahátíðinni. Allir eru í Kúng Fú-fætingi 18 myndir á Stutt- myndadögum Stuttmyndadagar í Reykjavík verða haldnir í Bíó Paradís á miðviku- og fimmtudag í næstu viku. Uppskeran á stuttmyndaakrinum þykir óvenjugóð að þessu sinni en 65 myndir bárust og 18 þeirra voru valdar til að keppa á hátíð- inni. Verðlaunin fyrir bestu stuttmyndina eru 100.000 krónur, 75.000 fyrir annað sætið og 50.000 fyrir það þriðja. Venju samkvæmt verða veitt sérstök áhorfendaverðlaun og Sjónvarpið mun sýna verðlaunamyndirnar. Þá verður leikstjóra myndarinnar sem hafnar í fyrsta sæti boðið á kvikmyndahátíðina í Cannes á næsta ári þar sem hann tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner. Prom Unglinga- gamanmynd sem segir frá hópi krakka sem eru að undirbúa sig fyrir lokadans- leikinn í skólanum. Það er vitaskuld að mörgu að hyggja í flóknu lífi táninga sem reyna að hegða sér í samræmi við amerískar hefðir þegar að þessari stóru stund kemur. Aðrir miðlar: Imdb: 3,6, Rotten Tomatoes: 34%, Metacritic: 50. Po og félagar mæta nýjum ógnvaldi í Kung Fu Panda 2. Skrautlegar brúðarmeyjar Brúðar- meyjarnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Guðrún og Mar- ina Tarkovskæja, systir Tarkovskís heitins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.