Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.07.2011, Side 8

Fréttatíminn - 15.07.2011, Side 8
Jónas Haraldsson jonas @frettatiminn.is Nýtt kortatímabi l Allt í ferðAlAgið fyrst og fremst ódýrt * gildir út júlí 2011 Nítjánda Disney herbergið þar sem börnin una sér vel eftir matinn Nítjánda fjölskyldustaður .. þar sem börnin borða frítt í fylgd með foreldrum * Nítjánda fjölskyldustaður lunch. brunch & kvöldverðarhlaðborð Meira í leiðinni WWW.N1.IS Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud. - föstud. kl. 11:00 - 18:00 lokað á laugardögum ÚTSALA MIKIÐ ÚRVAL AF FLOTTUM FATNAÐI ENN MEIRI VERÐLÆKKUN KÍKTU ÞAÐ BORGAR SIG D iplómatarnir hér segja það erfiðast við að búa hér hversu kúgunin er skipulögð og kerfis- bundin,“ segir lögfræðingurinn Anna Pála Sverrisdóttir sem komst inn á Gaza-svæðið í Palestínu í vikunni. „Ég var búin að bíða í margar vikur eftir að fá leyfi til að fara inn Ísraels megin en ísraelski herinn dró mig endalaust á svari. Að lokum tók ég því ákvörðun um að fara landleiðina Egyptalands megin. Ég gerði það í þrjóskukasti upp á von og óvon um hvort ég kæmist inn á Gaza- svæðið.“ Til að það geti gengið upp þarf að vera búið að koma nafninu sínu á lista hjá landamæralögreglunni Egyptalands megin og ganga frá málunum gagn- vart Hamas-stjórninni Palestínu megin. „Þetta breyttist í mikið ævintýri. Ferða- lagið tók mig tvo daga hvora leið og ég fór í fylgd með bedúínum, hirðingja- flokki á Sínaí-skaganum, sem reyndust mér vel. Ég fór með þeim frá Rauða- hafinu og gegnum eyðimörkina.“ En Anna Pála hafði verið vöruð við að fara í gegnum Egyptaland á þessum tíma. „Ég fékk að heyra sögur um mansal og glæpi á Sínaí-skaganum og hættuástand vegna pólitísks óstöðugleika en svo fékk ég þær upplýsingar á áreiðanlegri ferða- skrifstofu að mikið til væri þetta áróður frá Ísrael því þeir vilja ekki að fólk fari til Egyptalands. Ég ákvað því að beita öllum varúðarráðstöfunum og ferðast eingöngu í dagsbirtu til að vera viss um að þetta væri allt í lagi,“ segir Anna Pála sem kom á óvart hversu mikið mál það var að fara Egyptalands megin inn á Gaza-svæðið þrátt fyrir að Egyptar hafi í kjölfar byltingarinnar ákveðið að opna landamærin að Gaza. „Aðgangurinn er takmarkaður og af því að ég ákvað með svona stuttum fyrirvara að fara Egypta- lands megin var þetta svolítill frum-  Palestína skiPulögð og kerfisbunDin kúgun Komst til Gaza eftir krókaleiðum Anna Pála Sverrisdóttir lögfræðingur komst eftir langa mæðu inn á Gaza-svæðið í Palestínu síðast- liðinn miðvikudag. Hún segir það ekki áreynslulaust að komast inn á svæðið þrátt fyrir að Egyptar hafi opnað landamærin sín megin. Þóra Karítas Árnadóttir náði tali af henni í lok ferðarinnar. skógur að komast í gegnum. Þrátt fyrir milljón ljón á veginum hafðist þetta á viljastyrknum,“ segir Anna Pála sem vissi ekki við hverju hún átti að búast þegar hún mætti loks á Gaza-svæðið. „Þetta er eitt fjölmennasta landsvæði í heiminum og margt mjög fallegt. Þarna er til dæmis mjög sjarmerandi strönd þar sem fólk þyrpist saman á kvöldin og nútímalegar byggingar, fínir veitingastaðir, hótel og kaffihús. Á móti kemur að það er mikil fátækt á mörgum stöðum, líklega helst í flótta- mannabúðunum fyrir fólk sem vill og á rétt á að snúa aftur til heimkynna sinna á þann stað sem foreldrar þess, afar og ömmur flúðu frá árið 1948. Hérna finnur maður líka rosalega mik- ið fyrir árásarstríði Ísraela 2008-2009. Þá varð mikil eyðilegging og hér eru hrikaleg ör á sálinni á fólki. Svo bætir það ekki aðstæðurnar að Hamas-sam- tökin, sem vissulega náðu löglegu kjöri til þingsins, eru búin að taka sér alltof mikið vald og í raun er algjört lögreglu- ríki á Gaza.“ Anna Pála þurfti að þiggja aðstoð frá Hamas til að komast út úr Gaza. „Það var í gegnum mann sem þekkti mann í Hamas-samtökunum. Ég beið því í VIP-stofunni hjá Hamas við landamærin á leiðinni út. Þarna voru stórkarlar úr Hamas að hittast til að drekka kaffi og ég sat í sófa á kant- inum, í fínni loftkældri stofu þar sem ég horfði á fréttirnar í sjónvarpinu.“ Anna Pála segist lengi hafa haft áhuga á pólitíkinni á þessu svæði, mannréttindum og kvenfrelsi. Hún tekur við starfi lögfræðings á sviði al- þjóða- og öryggismála í utanríkisráðu- neytinu í haust. Þóra Karítas thorakaritas@frettatiminn.is Áratugalangt hernám Árið 1967 hófst eitthvert lengsta hernám okkar tíma en síðan þá hafa Gaza-svæð- ið og Vesturbakkinn verið undir ísraelsku hernámi. Í ályktun númer 242 þetta sama ár fyrirskipaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að Ísraelsher skyldi draga sig til baka frá svæðunum. Með hernáminu á Gaza- og Vesturbakkanum náðu Ísraelar yfirráðum yfir öllu landi hinnar sögulegu Palestínu, en þegar árið 1949 höfðu þeir lagt undir sig um 78% hennar – í trássi við samþykkt Allsherjar- þings SÞ sem gerði ráð fyrir nokkurn veginn jafnri skiptingu landsins í tvö ríki gyðinga og araba. Anna Pála með með for- ystukonu kvennamiðstöðvar í flóttamannabúðum í Nablus á Vesturbakkanum. „Það er mismunandi eftir landshlutum hver staða kvenfrelsis er – Nablus er á fremur íhaldssömu svæði.“ Brúarflokkar Vegagerðarinnar hafa unnið hörðum höndum alla vikuna við smíði bráða- birgðabrúar yfir Múlakvísl. Trégólf er komið á brúna sem og vegrið. Stefnt er að því að hleypa vatni undir brúna aðfaranótt laugardags. Mikil dægursveifla er í vatnsmagni árinnar. Því er hægast um við að hleypa vatninu undir hana þegar minnst er í ánni, undir morgun, að því er fram kemur í frétt innanríkisráðuneytisins. Unnið er af krafti við vegtengingu brúarinn- ar að vestanverðu og koma þar upp garði með grjótvörn við brúarendann. Verið er að ýta upp efni úr ánni að austanverðu, efni sem fljótið ber með sér, en það mun nýtast í varnargarðana og vegagerðina. Byggður verður varnargarður að austanverðu til að verja vegtenginguna við brúna þar. Miðað við þennan framgang má búast við að hægt verði að hleypa umferð á bráðabrigða- brúna heldur fyrr en um miðja næstu viku eins og áætlað var. „Fljótið ræður þó miklu um hvernig gengur að koma upp varnargarði að austanverðu og tengja brúna þeim megin,“ segir enn fremur.  Múlakvísl brúarflokkar vinna hörðuM hönDuM Vatni hleypt undir bráðabirgða- brúna aðfaranótt laugardags 8 fréttir Helgin 15.-17. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.