Fréttatíminn - 15.07.2011, Qupperneq 14
Þarna kemur
saman fólk úr
geirum eins og
viðskiptum,
fjármálum,
listum, aka-
demíu og fleiri
sviðum.
Þ
etta kom mér
skemmtilega
á óvart,“ segir
Hrund Gunn-
steinsdóttir þró-
unarfræðingur
sem nýlega var valin í hóp Young
Global Leaders (YGL). „Það er
frábært að fá tækifæri til að kynn-
ast öllu þessu áhugaverða fólki.“
YGL var stofnað til að leiða saman
og virkja einstaklinga undir fer-
tugu sem þykja leiðandi á sínum
sviðum og efla þá í starfi og í
samvinnu sín á milli. Í hópnum
eru einstaklingar eins og Jimmy
Wales og Mark Zuckerberger,
stofnendur Wikipedia og Fa-
cebook. „Þarna kemur saman fólk
úr geirum eins og viðskiptum,
fjármálum, listum, akademíu og
fleiri sviðum. Þarna er til dæmis
japanskur geimvísindamaður og
mjög merkilegur mannfræðingur
sem hefur verið að vinna á Papúa
Nýju-Gíneu til að kenna hópi
frumbyggja að skrifa og reikna
svo að þeir geti varið landið sem
þeir búa á. Mannfræðingurinn
er ung kona sem hefur helgað
þessu starfi níu ár af lífi sínu. Til-
gangurinn er að frumbyggjarnir
geti skilið viðskiptasamninga
sem verið er að biðja þá að skrifa
undir og eru þeim oft mjög svo í
óhag.“
Stofnanavæðing Sameinuðu
þjóðanna
Hrund er nú stödd í New York þar
sem hún situr námskeið á veg-
um YGL en einn af stjórnendum
námskeiðsins er Mark Mullock
Brown sem var framkvæmdastjóri
Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna,
UNDP. „Hann var í einu af lykil-
hlutverkunum við breytingaferli í
byrjun þessarar aldar sem átti að
betrumbæta SÞ. Vonir stóðu til að
hægt væri að breyta SÞ þannig að
þær væru ekki eins þungar í vöfum
og meira í takt við nútímann. Það
er svo mikill hraði og breytingar
sem þessar stóru stofnanir hafa
ekki náð að halda í við. Þar fyrir
utan mætti margt betur fara í upp-
byggingu SÞ til þess að stofnunin
svari betur þörfum þeirra sem
hún á að þjóna og tíðarandanum
hverju sinni,“ segir Hrund. „Með
þessu námskeiði er hópur innan
YGL -samfélagsins að svara áhuga
margra félaga á að starfa í opin-
berri þjónustu annars vegar og
hins vegar er verið að búa til vett-
vang til þess að ræða efasemdir
sem margir hafa um að starfsvett-
vangur opinberrar þjónustu komi
til með að næra hugsjónir þeirra og
frumkvæði. Það er svo margt sem
letur og fælir fólk frá. Það getur
til dæmis verið spilling í mörgum
löndum og stundum skortir fólk
drifkraft þegar á hólminn er
komið. Í sumum löndum leggur
fólk sig í lífshættu þegar það tekur
við opinberu stjórnunarstarfi. Svo
eru aðrir sem finnst eins og litlu
sé hægt að breyta í kringum sig í
stofnanakerfinu.“ Sem dæmi má
nefna að Hrund sagði sjálf upp sem
opinber starfsmaður hjá Samein-
uðu þjóðunum með æviráðningu
– vegna stofnanavæðingar. „Mér
leið hreinlega eins og ég hefði
verið sett í frystikistu og ákvað
því að segja upp störfum.“ Hrund
blómstraði aftur á móti í starfi sínu
sem framkvæmdastjóri UNIFEM í
Kósóvó árið 2000-2001. Þar snerist
vinna hennar aðallega um að þjálfa
konur til að vinna í stjórnmálum og
í opinberri stjórnsýslu. „Við kom-
um af stað vinnu sem leiddi það af
sér að til varð jafnréttisáætlun fyrir
Kósóvó. Dvölin þarna var stórkost-
leg reynsla sem breytti mér sem
manneskju og þroskaði mig rosa-
lega mikið. Þar áttaði ég mig á því
hvað það er ótrúlega mikið grund-
vallaratriði að vera mennskur í öllu
sem maður gerir og hvað einstak-
lingurinn skiptir miklu máli. Þegar
verið er að vinna fyrir stofnanir
og stór batterí gleymist stundum
að vera mannúðlegur og kærleiks-
ríkur og vinna hlutina á forsendum
fólksins sem maður er að vinna
með í hverju landi.“
Með stofnanda Facebook
og Wikipedia í New York
Hrund Gunnsteinsdóttir þróunarfræðingur hefur verið valin í hóp Young Global Leaders og
er þar með komin í hóp efnilegustu frumkvöðla og leiðtoga heims í ekki verri félagsskap en
með stofnendum Facebook og Wikipedia, þeim Mark Zuckerberger og Jimmy Wales.
Heimildarmynd um innsæi
Auk þess að taka þátt í starfi YGL er
Hrund með ýmis verkefni á sínum
herðum. „Ég er með fyrirtækið
Krád Consulting þar sem ég vinn að
innleiðingu gagnrýninnar og skap-
andi hugsunar í fyrirtæki, stjórn-
sýslu, menntakerfi og þróunar-
verkefni. Þessi misserin erum við
Hildigunnur Sverrisdóttir arki-
tekt og Soffía Kr. Jóhannsdóttir
myndlistarkona að leggja lokahönd
á þrívítt ljóðabókverk sem kemur út
snemma í haust. Mestur tími minn
fer þó í gerð alþjóðlegrar heimildar-
myndar.“ Hrund hefur meðal ann-
ars nýverið unnið sem ráðgjafi fyrir
Landsbankann ásamt rithöfundinum
Þorvaldi Þorsteinssyni og komið
á fót Prisma, þverfaglegu diplóma-
námi sem Listaháskóli Íslands og
Háskólinn á Bifröst unnu í samstarfi
við Reykjavíkur Akademíuna.
Heimildarmyndin, sem Hrund
vinnur að í samvinnu við Kristínu
Ólafsdóttur hjá Klikk Productions,
ber titilinn Innsæi. „Myndin er
alfarið gerð á forsendum innsæis,“
segir Hrund en bætir því við að ekki
sé tímabært að láta of mikið uppi
um myndina. „Við tölum og vinnum
með fólki úr ólíkum sérgreinum
eins og taugalíffræði, stjórnmálum
og hagfræði, ýmsa hugsuði, tón-
listarfólk og listafólk svo að eitthvað
sé nefnt.
Hrund Gunnsteinsdóttir
Það er frábært að fá tækifæri
til að kynnast öllu þessu
áhugaverða fólki.
Þóra Karítas
thorakaritas
@frettatiminn.is
14 viðtal Helgin 15.-17. júlí 2011