Fréttatíminn - 15.07.2011, Side 32
1 Queen Victoria Market í Melbourne www.qvm.au
Markaður, verslanir, veitingastaðir.
Rekur meðal annars matreiðsluskóla
fyrir fullorðna, unglinga og börn,
tekur á móti hópum skólabarna í
fræðslu og smökkun.
2Ferry Plaza Farmers Market í San Franciscowww.ferrybuildingmarketplace.
com
Ferjustöð breytt í markað 2002/2003.
Snyrtilegt eins og Kringla; slátr-
arar, fiskkaupmenn, ostabúðir, eld-
húsáhöld, grænmetissalar, kaffi- og
tebúðir, kaffihús, veitingastaðir.
Stendur fyrir námskeiðum í pulsu-
gerð, ostagerð o.s.frv. Leigt út fyrir
prívatsamkvæmi. Vikulega eru haldnir
stórir bændamarkaðir á svæðinu
fyrir utan (sem snýr að borginni, ekki
sjónum).
3Zingerman’s Delicatessen í Ann Arbor, Michiganwww.zingermansdeli.com
Allt rekið undir einu nafni; bakarí,
rjómabú (ostar), deli, veitingastaðir,
catering-þjónusta og stór markaður.
Smökkun (olíur, te, ostar, hvaðeina),
ítalskir dagar, bændadagar. Útgáfa á
fréttabréfum og þétt heimasíða. Í Ann
Arbor búa 115 þúsund manns og 325
þúsund í sýslunni allri.
4English Market í Cork á Ír-landiwww.corkenglishmarket.ie
Fallegur, endurnýjaður eftir bruna.
Hefðbundinn matarmarkaður með
nokkrum slátrurum, nokkrum
bökurum o.s.frv. Íbúar Cork eru um
275 þúsund – stór-Cork 380 þúsund
(rétt rúmlega Reykjavík + 1 klst.).
Áhersla lögð á hollustu og menntun á
heimsíðu.
5Kauppatori í HelsinkiKauptorg á hafnarbakka í Helsinki. Eitt helsta túristastopp
borgarinnar. Opið alla daga á sumrin
en lokað á sunnudögum á vetrum.
Finnskur matur í forgrunni en einnig
túristavarningur, skinnhúfur o.s.frv. Í
Helsinki býr um hálf miljón manns.
6Östermalms Saluhall í Stokk-hólmiwww.saluhallen.com
Innandyra 130 ára gourmet-markaður
með verslunum og veitingastöðum.
Eins og alls staðar í Svíaríki mætti
éta af gólfunum. Snyrtimennska sem
gerir mann óttasleginn.
7Borough Market í Londonwww.boroughmarket.orgOpið fimmtudag til laugardags.
Mjög stór matarmarkaður (13 bakarí
og 18 slátrarar) – engin föt og ekkert
dót. Matarkynningar, fyrirlestrar og
kennsla.
8Mercato Coperto í Modenawww.mercatoalbinelli.itStór og fjölbreyttur markaður
í tæplega 200 þúsund manna borg
í 680 þúsund manna sýslu. Liggur í
hjarta matarframleiðslu fremur en
sælkera-eldamennsku, rúral frekar
en metró. 30 þúsund manns renna í
gegnum markaðinn í viku hverri.
9French Market í New Orleanswww.frenchmarket.org200 ára markaður á árbakka
Mississippi. Matarmarkaður, bænda-
markaður, flóamarkaður, verslanir og
veitingahús.
10Pike
Place Market í
Seattle
www.pikeplacemarket.org
Í raun hverfi frekar en markaður.
Matarmarkaðurinn er þó kjarninn
en í byggingum í kring eru veitinga-
staðir, verslanir, barir og tónleikasalir
– meira að segja íbúðir. Þarna er í
stuttu máli: Allt. Og alls kyns upp-
ákomur. Kennslu- og tilraunaeldhús.
Stór fiskmarkaður.
11The Forks Market í Winnipegwww.theforks.com
Einn í Íslendingabyggðum. Hluti af
komplexi með leikjagarði, Imax-bíói
og hverju einu. Til stendur að setja
þarna upp mannréttindasafn Kanada.
Markaðurinn sjálfur er ef til vill líkari
Kringlu en hefðbundnum markaði.
12Sidney Fish Market í Ástralíuwww.sidneyfishmarket.
com.au
Markaður, veitingastaðir, matreiðslu-
skóli og fræðsla fyrir ferðamenn og
aðra. Eins og LÍÚ hafi skipulagt þetta.
Með allra stærstu fiskmörkuðum í
heimi og örugglega sá aðgengilegasti
fyrir almenning. Fræðslustofnun.
13Feskekörka í Gautaborgwww.feskekörka.seFiskmarkaður með
veitingastöðum, catering-þjónustu,
veislusölum og túrista-kynningum.
Meira að segja vín- og ostasmökkun.
14Mercat de la Boqueria í Barcelonawww.boqueria.info
Iðandi og ilmandi. Glæsilegir básar
með nosturslegri framsetningu. Enda-
laust úrval. Hægt að halda úti þar sem
sælkerar eru fleiri en 250 þúsund.
15Mercado de San Miguel í Madridwww.mercadodesanmiguel.
se
Í skugga bróður síns í Barcelona en
magnaður engu að síður.
16Marché des Enfants Rouges í ParísGamall en tiltölulega lítill
markaður í Mýrinni (4. hverfi) með
veitingastöðum af öllum sortum.
17Rue Montorgueil í Paríswww.lequartiermontorgu-eil.com
Ekki eiginlegur markaður heldur
gata með gourmet-búðum á báðar
hendur. Liggur upp frá Les Halles og
mótaðist þegar þar var markaður. Nú
þegar markaðurinn er horfinn eru
fiskmangarar, ostabúðir, slátrarar,
bakarar, blómasalar, restaurantar,
sælkerabúðir o.fl. eftir.
MatartíMinn Ferðahandbók Fyrir Munn og Maga
Heimsins bes tu matarmarkaðir
Helgin 15.-17. júlí 2011
Þó að margt sé gott í Reykjavík er líka margt sem
vantar. Það sem er mest æpandi er markaðurinn
sem hvergi finnst. Vel heppnaðir matar- og
flóamarkaðir eru víðast miðpunktur bæj-
arlífsins og helsta aðdráttaraflið fyrir
túrhesta. Hér er yfirlit yfir marga
gamla og gróna en líka aðra sem
eru nýir og þegar orðnir að
hjarta viðkomandi bæjar.
1
12
40
39
35
36
37
38
30%
afsláttur
PLÓMUR ASKJA
750 G
KR./PK.
279
399
sól og sumar
í Nóatúni