Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.07.2011, Síða 38

Fréttatíminn - 15.07.2011, Síða 38
38 bíó Helgin 15.-17. júlí 2011 B ækurnar um Harry eru allar viðburða-ríkar og þykkar og því óhjákvæmilegt að flysja þær rækilega til þess að geta rakið þær innan þeirra tímamarka sem kvikmyndir leyfa. Miklu hefur því verið sleppt og margar skemmti- legar persónur á síðum bók- anna fengu ekki að láta ljós sitt skína í bíó. Þrátt fyrir það verður ekki annað sagt en að þessi tröllvaxni myndabálkur sé ansi vel heppnaður og þótt myndirnar séu vissulega mis- góðar eru þær allar vel yfir meðallagi. Fjórir ólíkir leikstjórar hafa komið að málum. Chris Columbus hóf leikinn með fyrstu tveimur myndunum, sem var alls ekki vitlaust þar sem hann er hálfgerður krakki og því á heimavelli í ævintýrum Harrys þegar hann er 11 og 12 ára. Eftir því sem Voldmort vex ásmeg- in færist meiri drungi yfir söguna og því var eðlilegt að Alfonso Cuarón væri skipt inn á í Fanganum í Azkaban. Mike Newell tók við keflinu í fjórðu myndinni og David Yates kláraði svo dæmið með næstu fjórum myndum. Fyrri hluti Dauðadjásn- anna leið fyrir að hún var unnin upp úr fremri hluta hnausþykkrar lokabókarinn- ar þar sem Harry, Hermione og Ron eru á vergangi og rölta í átt að mögnuðu loka- uppgjörinu. Þannig að þrátt fyrir reglulegar f lugelda- sýningar náði myndin ekki að halda fullum dampi alla leið. Allt annað er uppi á ten- ingnum í síðari hlutanum þar sem allt er gefið í botn. Þetta er stysta myndin í bálknum en engu að síður sú þéttasta og spennuhlaðnasta. Eðlilega þar sem nú mætast þeir loks- ins erkifjendurnir, Voldemort og Harry, og berjast þar til að- eins einn stendur eftir. Þrátt fyrir hasarinn passar Yates vel upp á tilfinninga- semina og inn á milli fáum við voðalega krúttleg atriði þar sem ástin, sorgin, sökn- uðurinn og dauðinn hreyfa við taugum áhorfenda. Orrustan um Hogwarts - skólann er hörkufínt sjónar- spil og í raun er hvergi dauð- an punkt að finna í myndinni. K rakkarnir sem leika þríeykið frækna hafa elst og þroskast með persónum sínum og skila sínu með sóma sem fyrr, en helsta fagnaðarefnið að þessu sinni er þó að nú fær hinn mergjaði leikari, Alan Rickman, loksins að njóta sín í túlkun sinni á Snape, sem er óumdeilanlega ein skemmti- legasta persóna bókanna. Aðrar fastapersónur klikka ekki fremur en endranær en fá ekki mikið að gera enda snýst þetta allt saman um Harry og Voldemort sem kveðja nú með miklum stæl eftir fjórtán ár af göldrum, dramatík, spennu og svaka- lega mörgum milljörðum í vasa þeirra sem að þeim standa. Aðrir miðlar: Imdb: 8,7, Rotten Tomatoes: 96%, Metacritic: 87.  Bíódómur Harry Potter and tHe deatHly Hallows: Part 2 frumsýndar Úti er magnað ævintýri Ævintýrið um galdrastrákinn Harry Potter hefur staðið yfir í fjórtán ár. Ballið byrjaði árið 1997 þegar fyrsta bók J.K. Rowling, Harry Potter og viskusteininn, sló hressilega í gegn. Strax í upphafi lá fyrir að bækurnar um baráttu Harrys við hinn illa Voldemort yrðu sjö og næstu ár biðu fjölmargir aðdáendur Harrys reglu- lega í andnauð eftir framhaldi á ævintýrinu. Síðasta bókin kom út sumarið 2007 og var slíkur doðrantur að ákveðið var að kljúfa hana í tvær bíómyndir og nú er loksins komið að leiðarlokum sem eru ansi hreint mögnuð í síðustu myndinni. Norton í Bourne 4 Viðræður standa yfir við Edward Norton um að hann taki að sér hlutverk vonda kallsins í fjórðu myndinni í Bourne-seríunni, The Bourne Legacy. Leikstjórinn Tony Gilroy er þögull sem gröfin um söguþráð myndarinnar en þó þykir ljóst að Jason Bourne verði fjarri góðu gamni og þar með Matt Damon líka. Hann gæti í besta falli birst í smáhlutverki en í þessari umferð er það Jeremy Renner sem fyllir skarð titilpersónunnar Jason Bourne. Snape er bestur Breska kvikmyndatímaritið Empire birtir á vef sínum lista yfir 25 bestu persónurnar í Harry Potter-mynd- unum. Líklega kemur það ekki mörgum á óvart að á toppi þess lista trónir Sverus Snape sem Alan Rickman leikur með tilþrifum. Ron Weasley, vinur Harrys, er í öðru sæti en Harry sjálfur í því þriðja. Hermione Granger er í fjórða sæti og Sirius Black, sem Gary Oldman gerði traust skil, er fimmti. Lestina rekur svo uglan Hedwig í tuttugasta og fimmta sætinu. Þetta er stysta myndin í bálknum en engu að síður sú þéttasta og spennu- hlaðnasta. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Harðjaxlinn Jason Statham er sjálfum sér líkur og í topp- formi í hlutverki breskrar löggu sem stendur í bölvuðu stappi í fjölþjóðasamfélagi Lundúnaborgar í spennu- myndinni Blitz. Hann er járn- grimmur gaur sem fær það verkefni að hafa hendur í hári raðmorðingja sem stundar það að drepa lögreglumenn. Blitz er sögð vera hrá og djörf mynd um tvöfalt siðgæði, utangarðsfólk og þær fórnir sem lögreglumenn færa til að halda glæpahyski frá götum Lundúna en gagnrýnendur ytra eru þó ekki á einu máli um gæði myndarinnar. Statham þykir reyndar standa fyrir sínu. Eins og við var að búast. Evil Dead endurgerð Félagarnir Sam Raimi, Rob Tapert og Bruce Camp- bell eru byrjaðir að huga að fjórðu Evil Dead-myndinni og áætlunin er að endurgera fyrstu myndina, sígilda splatterinn sem sló í gegn árið 1981. Raimi leikstýrði í þá daga og myndin var gerð fyrir lítið fé. Fede Alvarez hefur verið ráðinn til að skrifa handritið að endurgerðinni og leikstýra en stutt- myndin hans, Panic Attack, vakti athygli félaganna á honum. Evil Dead sagði frá hremmingum fimm félaga sem dvöldu í afskekktum skógarkofa þegar þeir í einhverju klúðri kölluðu fram drýsildjöfla frá forn- um menningarheimi með tilheyrandi blóðsúthellingum og limlestingum. Campell lék Ash, sem var fremstur í flokki fimmmenn- inganna, og hélt einhentur áfram baráttunni við illu öflin í framhalds- myndunum Evil Dead 2 og The Army of Darkness. Þríeykið ætlar að halda sig við gamla vinnulagið og gera fjórðu myndina fyrir smápeninga á Holly- wood-mælikvarða. Grimmur Statham  Þá mætast þeir loks, Harry og Voldemort, og sveifla töfrasprotum sínum upp á líf og dauða. Bruce Campbell var blóðugur upp að öxlum í Evil Dead. Sænski leikstjórinn Alexander Skarsgård er búinn að stimpla sig inn sem meiriháttar kyntákn í hlutverki vampírunnar Erics Northman í sjónvarpsþátt- unum True Blood. Hann er eðlilega farinn að fikra sig yfir í kvikmyndirnar og nú herma fregnir að hann muni leika víking í myndinni The Vanguard sem Warner Brothers hyggjast fram- leiða. Eric var víkingur þegar honum var breytt í blóð- sugu og Alexander hefur sýnt ágæta víkingatakta í sjónvarpsþáttunum og verður því ekki skotaskuld úr því að sveifla sverði í bíó. Lítið hefur spurst út um söguþráð The Vanguard annað en að Alexander eigi að leika annan tveggja bræðra sem eru sendir í útlegð til Ameríku en freista þess að komast aftur heim til Svíþjóðar. Undir- búningur er á frumstigi og óvíst hvernig þetta endar allt saman en hjá Warner gerir fólk sér vonir um að myndin geti orðið einhvers konar blanda af Braveheart og Gladiator. Alexander Skarsgård komst á kortið með frábærri frammistöðu í True Blood. Skarsgård í víking Jason Statham gefur ekkert eftir frekar en fyrri daginn.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.