Fréttatíminn - 15.07.2011, Síða 42
Ætli við
verðum nú
ekki jafn
gigtveikir og
gauðslegir
þegar þar
að kemur?
42 dægurmál Helgin 15.-17. júlí 2011
V aldimar er vel þekktur í bókaheimin-um enda vandfundin önnur eins fróð-leiksnáma um íslenskar bækur, skáld
og kveðskap en hann hefur safnað bókum af
miklum móð síðan hann var fimmtán ára. Í
safni hans leynast ýmsar gersemar og ein-
hverjir vilja meina að hann eigi dýrmætasta
bókasafn landsins í einkaeigu en sjálfur
gefur grúskarinn lítið fyrir slíkar kenningar.
„Nei, það held ég nú ekki. En það er
furðulega saman sett og skringilega. Ég hef
kannski aldrei keypt mjög dýrar bækur en
svona verið snuðrandi meirihluta ævinnar.
Ég er með ágætar bækur í skjóðunni núna
sem ég er að gogga í. Um skáldskaparlistina
eftir Aristóteles og Um vináttuna eftir Mar-
cus Tullius Cicero.“
Valdimar sagðist daginn fyrir afmælið
ekki sjá ástæðu til að gera neitt sérstakt í til-
efni dagsins.
„Það er enginn fiðringur. Ég ætla bara að
ganga um bæinn í góða veðrinu og ekkert
að taka neinar dýfur. Ég held kannski upp á
þetta einhvern tíma seinna.“
Valdimar er fastur póstur í útvarpsþætti
Torfa Geirmundssonar rakara, Fegurð og
heilsa, á Útvarpi Sögu. Því liggur beint við
að spyrja hann hvort menn eins og þeir Torfi
þurfi nokkuð að óttast aldurinn með alla þá
visku sem Torfi býr yfir um hárliti, krem og
bætiefni. „Um háralit kvenna og fleira? Ætli
við verðum nú ekki jafn gigtveikir og gauðs-
legir þegar þar að kemur? Hlýðum ekki þess-
um reglum sem við predikum og höldum að
við séum yfir það hafnir.“
Valdimar ólst upp í Mýrdalnum í Skafta-
fellssýslu en flutti til borgarinnar veturinn
1986. „Það mætti núna segja söguna Brýrnar
í Skaftafellssýslu en ekki Madisonsýslu eða
Mögnuð streymir Múlakvísl,“ segir Valdimar
glettinn.
Afmælisdagurinn tók óvænta stefnu hjá
Valdimar þar sem vinir hans héldu honum
hóf á Hressó á miðvikudag og þá frétti hann
fyrst af afmælisritinu Mýrdælu sem skáld-
bróðir hans Kristian Guttesen ritstýrði. Í
kverinu eru meðal annars ljóð eftir Valdimar
sjálfan, Sigurð Pálsson og Gyrði Elíasson,
auk þess sem Bjarni Bernharður á þar
ljóð og þrjár smásögur sem allar fjalla um
Valdimar.
toti@frettatiminn.is
Valdimar Tómasson Gyrðir yrkir um bókasafnarann
Norpandi við nætur-
klúbb á nælonskyrtu
Ljóðelski bókasafnarinn Valdimar Tómasson varð fertugur á miðvikudaginn. Hann sá ekki ástæðu
til að gera sér sérstakan dagamun og ætlaði bara að ganga um bæinn. Hann var grunlaus um að
félagar hans og vinir höfðu tekið saman lítið kver, Mýrdælu, honum til heiðurs en þar má meðal
annars finna ljóð eftir Gyrði Elíasson um Valdimar.
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
VEIÐIKORTIÐ FÆST Á N1
SUMAR
LEIKUR
ATLANTSOLÍU
Á HVERJUM DEGI TIL
1. ÁGÚST Í SUMAR FÆR
EINN DÆLULYKILSHAFI
ÁFYLLINGUNA
ENDURGREIDDA.
SUMARHÚSIÐ
& GARÐURINN
NÝTT BLAÐ KOMIÐ Í VERSLANIR
Tryggðu þér eintak!
Áskrift í síma 578 4800
og á www.rit.is
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
„Þetta verður nokkurs
konar listatorg þar sem
hóparnir koma saman og
sýna afrakstur sumarvinn-
unnar,“ segir Inga Maren
Rúnarsdóttir, verkefna-
stjóri Listhópa Hins húss-
ins, en uppskeruhátíðin
Vængjasláttur verður
haldin í Listasafni Reykja-
víkur miðvikudaginn
20. júlí milli kl. 17 og 19.
„Þarna verða lifandi atriði
og stemning í tvo klukku-
tíma og fólk getur gengið
á milli hópanna og skoðað
afraksturinn. Þetta er ungt
listafólk sem er að feta sín
fyrstu skref. Það stefnir á
nám í listum og er að byrja
að sérhæfa sig,“ segir Inga.
Milli kl. 12 og 14 í dag,
föstudag, fer svo fram
síðasta Föstudagsfiðrildi
Listhópa Hins hússins í
miðbænum þar sem hreyfi-
myndir í búðargluggum,
leiklist og dans eru meðal
þess sem kemur við sögu.
-þká
lisTasafn reykjaVíkur VænGjasláTTur
Uppskeruhátíð ungs listafólks
Frá uppákomu DansVeitunnar, eins af
listahópum Hins hússins.
Valdimar kann best við sig umkringdur bókum. Hann er tíður gestur í fornbókaverslun Braga Kristjónssonar við Klapparstíg þar
sem hann miðlar af fróðleik sínum. „Ég hef verið svona aðstoðarmaður þar stundum. Í útkallsstöðu. Enda uni ég mér best innan
um bækur og bókarit. Það er mitt umhverfi.“
Tvö tilbrigði um V.T.
Norpandi við næturklúbb á nælonskyrtu
læðist oft með ljóðin birtu
lipurt kringum skáldin virtu
Norpandi við næturklúbb á nælonskyrtu
með loðhúfuna lítilsvirtu
læðist inn í súlnabirtu
Gyrðir Elíasson
HELGARBLAÐ
Ókeypis alla föstudaga