Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 4
Rannsóknarnefndin tekur á sig mynd Það kemur alltaf svona skriða þegar verið er að fjalla um þessi mál í fjölmiðlum A uðvitað vill maður fá að vita hverjir hafa verið að skoða sjúkraskrána manns og þá fyrst og fremst til þess að geta fullvissað sig um að það séu ekki einhverjir að snuðra í viðkvæmum einkamál- um í annarlegum tilgangi,“ segir maður sem í síðustu viku fór fram á það við Landspítala – háskólasjúkrahús að hann yrði upplýstur um hverjir hefðu farið inn í sjúkraskrá hans. Erindi mannsins var svarað fljótlega og í svari spítalans kom fram að óvenjumargar slíkar beiðnir hefðu borist síðustu daga og því myndi það taka spítalann einhvern tíma að bregðast við erindinu. „Já, það varð nokkur aukning í síðustu viku. Það kemur alltaf svona skriða þegar verið er að fjalla um þessi mál í fjölmiðlum,“ segir Niels Chr. Nielsen, aðstoðarfram- kvæmdastjóri lækninga við Landspítalann. Morgunblaðið fjallaði um flettingar í upp- lýsingakerfum banka, fjármálastofnana og í rafrænum sjúkraskrám síðastliðinn föstu- dag. Í umfölluninni var áréttað að fólk ætti rétt á að fá að vita hver skoðaði sjúkraskrár þess. „Það er fjallað af og til um þetta og fólk vill fá þessar upplýsingar,“ segir Niels og bendir á að öll umferð um sjúkraskrár sé skráð sjálfkrafa og því liggi upplýsingarnar fyrir jafnóðum. „Tölvubúnaðurinn er að- gangsstýrður og í hvert skipti sem einhver fer inn í þessar sjúkraskrár er hann skráður inn.“ Niels segir að í síðustu viku hafi „einhverj- ir tugir“ sent spítalanum beiðni um upp- lýsingar um hverjir hafi skoðað sjúkraskrár þeirra. „Þetta er ekkert stórmál en það tekur okkur smá tíma að svara öllum.“ Eftirlitsnefnd með rafrænni sjúkraskrá á Landspítalanum athugar reglulega umferð um sjúkraskrár. Í apríl á þessu ári gerði nefndin athugasemd við upplettingu níu starfsmanna. Við nánari athugun kom í ljós að í þremur tilfellum var um eðlilegan aðgang að ræða en sex starfsmenn voru áminntir fyrir innlit í sjúkraskrár. Nefndin kannaði sérstaklega aðgang að sjúkra- skýrslum þriggja þjóðþekktra einstaklinga, auk þess sem brugðist var við ábendingum sjúklinga sem höfðu grun um að skrár þeirra hefðu verið skoðaðar án þess að raun- verulegt tilefni gæfist til. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Áhyggjur af viðkvæm- um upplýsingum Fjölmargir hafa undanfarið óskað eftir því að Landspítalinn upplýsi þá um hverjir hafi skoðað sjúkraskrár þeirra. Aðstoðarframkvæmdastjóri lækninga við spítalann segir slíkar beiðnir af og til koma í skriðum í takt við umfjöllun fjöl- miðla um sjúkraskrár. Ekkert stórmál en tekur einhvern tíma að svara öllum.  persónuvernd Fjöldi Fólks ForvitnAst um AðgAng Að sjúkrAskrám Í kjölfar frétta í vor af áminn- ingum sex starfsmanna Landspítalans vegna óeðlilegs aðgangs að sjúkraskýrslum hafði Pressan eftir „þjóð- þekktum rithöfundi“, sem vildi ekki koma fram undir nafni, að hann hefði fullvissu fyrir því að hluti starfsfólks spítalans stundaði „persónunjósnir af allra lágkúrulegustu tegund.“ „Hjúkrunarfræðingur, sem ég þekki vel, hefur sagt mér að þegar frægt fólk hafi veikst hafi næstum verið biðröð í tölvurnar til að svala for- vitninni. Þessi hjúkrunarfræð- ingur nefndi sem dæmi að þegar Davíð Oddsson veiktist hafi allt farið á annan endann innan spítalans. Ég hélt að gerðar hefðu verið alvöru ráðstafanir til að fyrirbyggja persónunjósnir af þessu tagi en það er greinilega langt í land,“ sagði viðmælandi Press- unnar í apríl. Hann hafði þá sjálfur þurft að gangast undir læknismeðferð á Landspítal- anum og sagði það ógeðfellda tilhugsun að óviðkomandi ein- staklingar skoðuðu gögn um hann í rafrænu sjúkraskránni. toti@frettatiminn.is Biðröð þegar Davíð veiktist Samkvæmt frétt Press- unnar beið fólk í röðum eftir að komast í sjúkra- skýrslu Davíðs Oddssonar. Eftirlitsnefnd með rafrænni sjúkraskrá á Landspítalanum athugar reglulega umferð um sjúkraskrár. veður FöstudAgur lAugArdAgur sunnudAgur Veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is ÚRkOmulauSt á lanDinu Og nOkkuð SólRíkt, einkum nORðan- Og auStan- til. Hægt HlýnanDi, en Víða HafgOla. HöfuðBORgaRSVæðið: SkýjAð VERðuR Að mEStu, En ÞuRRt. BjaRtViðRi Og Hlýtt nORðan Og auStantil, Sunnan Og VeStantil feR að Rigna unDiR kVölDið. VeStantil VeRðuR StRekkingS S-átt um nóttina. HöfuðBORgaRSVæðið: SkýjAð og HLý SA- goLA. Smá Rigning um kVöLdið. talSVeRð Rigning um Sunnan- Og VeStanVeRt lanDið, en nORðauStantil VeRðuR nOkkuð BjaRt Og Útlit fyRiR alVöRu SumaRHlýinDi ! HöfuðBORgaRSVæðið: Rigning mEiRA og minnA mESt ALLAn dAginn. Hlýnar mjög fyrir norðan og austan Veðrabreyting er greinilega í aðsigi. Lægðir gerast nú nærgöngulli úr suðvestri og bera með sér hlýtt loft og vætu upp að Suður- og Vesturlandi. Í dag verður aðgerðarlítið veður og þurrt um land allt. Bjart fyrir norðan og austan. á laugardag þykknar upp sunnanlands og vestan og fer að rigna undir kvöldið. Hins vegar verður bjart og hlýtt víðast norðan- og austanlands. á sunnudag er útlit fyrir langþráða rigningu sunnan- og vestanlands. Sérlega hlýtt verður yfir landinu og nái sólin að skína norðaustanlands ætti hitinn að fara yfir 20 stigin þar. 14 16 13 15 15 13 17 19 20 14 13 14 21 18 13 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Róbert Spanó laga- prófessor hefur þegar rætt við hugsanlega nefndarmenn í rann- sóknarnefnd sem kaþólski biskupinn fól honum að skipa. Ætlunin er að rannsóknarnefndin verði fullmönnuð um miðjan ágúst og taki til starfa 1. september. Róbert tekur ekki sæti í nefndinni sjálfur en hann setur nefndinni starfsreglur. Róbert hefur þegar lagt drög að reglunum. Hlutverk rannsóknarnefndarinnar verður að rannsaka þær ásakanir sem fram hafa komið um kynferðislegt ofbeldi og áreitni af hálfu vígðra þjóna kirkjunnar og starfsmanna stofnana kirkjunnar, meðal annars Landakotsskóla. –þt dagvöruverslun eykst Velta í dagvöruverslun jókst um 3,3% á föstu verðlagi í júní miðað við sama mánuð í fyrra og um 6,7% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árs- tíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruversl- ana í júní um 2,2% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hefur hækkað um 3,3% á síðastliðnum 12 mánuðum. Fataverslun dróst saman um 6,5% í júní, miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi, og um 7,1% á breyti- legu verðlagi á sama tímabili. Verð á fötum var 0,6% lægra en í sama mánuði fyrir ári. Sala áfengis jókst um 1,2% í júní, miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi, og um 3,0% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í júní 1,4% frá sama mánuði í fyrra. Útför Sævars Ciesielski Útför Sævars Ciesielski, sem lést af slysförum í kaupmanna- höfn í síðustu viku, verður gerð frá dómkirkjunni þriðjudaginn 2. ágúst. Séra örn Bárður jónsson, sóknarprestur í neskirkju, hefur verið beðinn að annast útförina. minningarat- höfn um Sævar var haldin í Vor Frelsers kirke við Prinsessugötu í kristjánshöfn í kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Sævar lætur eftir sig fimm börn á aldrinum 12-36 ára. 3,3% Aukning á VELtu Í dAgVöRuVERSLun Júní 2011 Rannsóknarsetur Verslunarinnar 4 fréttir Helgin 22.-24. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.