Fréttatíminn - 22.07.2011, Qupperneq 6
S abit Veselaj er verslunarstjóri Europris úti á Granda. Hann er fæddur og uppal
inn í Kosovo en kom hingað sem
flóttamaður árið 1999, þá 27 ára
gamall. Sabit talar góða íslensku
og telur sig hafa aðlagast íslensku
samfélagi vel. Sabit brautskráðist
frá viðskiptafræðideild Háskóla
Íslands nú í sumar með meistara
gráðu í markaðsfræði og alþjóða
viðskiptum (MSc). Í lokaverkefni
sínu fjallaði hann um aðlögun
pólskra innflytjenda að íslenskum
vinnumarkaði en Sabit segir að
rannsókn hans hafi leitt í ljós að ís
lenskukunnáttan sé lykill að sam
skiptum og samneyti við Íslend
inga. „Samkvæmt niðurstöðunum
voru 59% Pólverjanna að læra ís
lensku og flestir þeirra nefndu að
það væri til þess að aðlagast betur
íslensku samfélagi,“ segir Sabit
í stuttri kaffipásu í Europris og
bætir við að það hafi helst komið
honum á óvart í rannsókninni
hversu léleg íslenskukunnátta
pólskra innflytjenda var. Sabit
segist ekki hafa rannsakað orsök
þessa en getur sér þess til að fyrir
hrunið hafi Pólverjar gengið beint
í vinnu hér án þess að þurfa að
læra tungumálið. „Þegar pólskir
innflytjendur komu til Íslands var
nóg að gera. Þeir fóru því beint úr
fluginu í vinnu og það gæti verið
eitt af því sem hindraði þá í að
þurfa að læra tungumálið.“ Sabit
telur að átak þurfi bæði hjá inn
flytjendum og íslenskum stjórn
völdum til að breyta þessari þróun.
„Innflytjendur þurfa að leggja sig
meira fram um að vilja læra tungu
málið. Í viðtölunum sem ég tók var
stundum nefnt að það væri dýrt
að læra íslensku og að námskeiðin
væru oft eftir vinnu þegar fólk er
þreytt og finnst erfitt að einbeita
sér að því að læra. Þessu þyrftu ís
lensk stjórnvöld að breyta og bjóða
jafnvel innflytjendum upp á að
sækja íslenskunámskeið á vinnu
tíma.“
Sabit segir það einnig hafa sýnt
sig í rannsókninni að konur hafa
betri íslenskukunnáttu en karlar
og virðast aðlagast íslensku sam
félagi betur en karlarnir. „Rann
sóknir á innflytjendahópum í
Kanada hafa sýnt hið gagnstæða,
þ.e. að konur séu oft lengur að að
lagast nýju samfélagi vegna þess
að þær eru meira inni á heimilum
sínum en ekki úti á vinnumark
aðnum, en raunin virðist ekki vera
sú með pólskar konur sem flytja til
Íslands. Pólskar konur sem koma
hingað virðast líka betur mennt
aðar en karlarnir. Fleiri konur
en karlar eru með háskólanám
að baki. Þær virðast einnig með
vitaðri um gagnsemi þess að læra
íslenskuna og þurfa líklega að nota
hana meira í vinnunni.“
Sabit segir að tungumálið hafi
verið fyrsta hindrunin sem hann
mætti þegar hann flutti hingað
til lands. „Íslenskan er erfitt mál.
Það er alveg satt og ég er enn að
berjast við málfræðina og beyg
ingar. En þegar ég flutti kom ég
með fjölskyldu minni svo að það
var ekki erfitt að byrja nýtt líf hér.
Við fengum góðan stuðning frá
Íslendingum og Rauða krossinum
– þannig að það var ekki eins og
fyrir bróður minn sem kom einn
fyrir fimm árum,“ segir Sabit að
lokum. „Hann fékk ekki stuðning
frá neinum og þurfti að finna út úr
öllu sjálfur. Það skiptir mjög miklu
máli að fá þennan stuðning þegar
komið er til landsins.“
Þóra Karítas
thorakaritas@frettatiminn.is
VINNUMARKAÐUR AÐlögUN INNFlYTJENDA
Íslenskan lykillinn
að markaðnum
Sabit Veselaj er verslunarstjóri í Europris. Hann er fæddur og uppalinn í Kosovo en
kom hingað sem flóttamaður árið 1999, þá 27 ára.
lJóSMYNDUN AlþJóÐlEgT NáMSKEIÐ
Mary Ellen Mark
kennir á Íslandi
Ljósmyndarinn heimsþekkti, Mary Ellen Mark, og
eiginmaður hennar og kvikmyndaleikstjórinn Martin
Bell standa fyrir námskeiði í Myndlistarskólanum
í Reykjavík í JLhúsinu í næstu viku. 23 nemendur
flykkjast því til landsins hvaðanæva úr heiminum, ým
ist til að njóta leiðsagnar Mary Ellen í ljósmyndun eða
Bell í heimildarmyndagerð. Hjónin Einar Falur Ing
ólfsson og Ingibjörg Sigurðardóttir eru meðal skipu
leggjenda námskeiðsins en lokasýning þátttakenda
verður í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 8. ágúst. þt
Mary Ellen Mark frá því hún var að vinna að sýningunni
Undrabörn, um börn í Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóla.
Helgin 22.-24. júlí 2011