Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 22.07.2011, Qupperneq 8
Ég er í fullu fjöri, líkam- lega 30 árum yngri en árin segja til um. Þ að eru tvær bakteríur í lífi mínu sem ég hef aldrei losnað við, blaða-mennskan sem ég stundaði í tuttugu ár og ferðamálin. Þar eru aldrei tveir dagar eins,“ segir Guðni Þórðarson, Guðni í Sunnu, einn helsti frumkvöðull íslenskra ferðamála sem lætur ekki deigan síga. Þegar Nýsköpunarmiðstöð Íslands horfði til nýjunga í ferðamálum á sviði heilsu og menningar var leitað í reynslubanka Guðna. „Ég tók það að mér og stofnaði fyrirtæki þar um sem er í skjóli Nýsköpunarmiðstöðvar,“ segir Guðni en ferðaskrifstofa hans, Heilsu- lind, er til húsa á fjórðu hæð Íslandsbanka við Lækjargötu þar sem fimm nýsköpunar- fyrirtæki er að finna. „Meiningin var að finna nýjungar og það er það sem við erum að gera,“ segir Guðni. Byrjað var með heilsutengda helgardvöl fyrir Íslendinga í Reykholti í Borgarfirði; föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Það hefur verið vel sótt og vinsælt. Þar hefur Gunnar Eyjólfsson leikari m.a. verið með Qi gong og fleiri heilsutengda þætti, jóga, lífsorkuleikfimi, göngur og skemmtiatriði. Þessu hefur síðan lokið með kvöldvöku.“ Guðni segir að enn fremur sé í undir- búningi að fá eldri borgara í Noregi í fimm daga Íslandsferðir þar sem dvalið verður í Reykholti og skoðaðar söguslóðir norsku landnemanna og ýmislegt fleira. „Auk þess höfum við fengið umboð fyrir eitt glæsilegasta heilsuhótel Evrópu, sem er í Litháen, og erum að byrja með ferðir Íslendinga þangað í haust,“ segir Guðni. Hótelið er tengt heilsubótarmiðstöð og heilsuhæli og er í borginni Druskininkai. „Á menningarsviðinu erum við með óperu- ferðir; t.d. til Ítalíu núna 20. júlí, m.a. á Puccini-óperuhátíðina, eins frægasta óperu- höfundar veraldar.“ Þar eru tvær óperusýn- ingar innifaldar, La Boheme og Turandot, sem fluttar eru í stóru útileikhúsi. Það sem tengist heilsuferðum Íslendinga innanlands er í nafni Heilsulindar en Sunnu- ferðir sjá um ferðirnar til útlanda. Auk Litháen-ferðanna bjóðast ferðir á fjarlægar slóðir í haust, annars vegar ferð á ævintýra- slóðir í Nepal, Tíbet og Kína, og hins vegar sautján daga ferð um Kína undir fararstjórn Ólafs Egilssonar, fyrrverandi sendiherra í Kína. Þá verður í boði jóga-lækningaferð til Indlands, jólaferð til Taílands og Qi gong- og jógaferðir til Kanaríeyja og fleira. Guðni stofnaði ferðaskrifstofuna Sunnu, sem hann er kenndur við, árið 1959 og varð fyrstur til að skipuleggja ferðir Íslendinga til sólarlanda og stóð síðan fyrir umfangs- miklum ferðaskrifstofurekstri. „Þetta er rétt að byrja,“ segir Guðni og segist hafa vottorð sérfræðings um að líkamlega sé hann þrjátíu árum yngri en árin segja til um. „Ég er því í fullu fjöri.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Heilsutengd helgardvöl Íslendinga í Reykholti, Norðmenn hingað á söguslóðir og heilsuhótel í Litháen eru meðal nýrra verkefna Guðna Þórðarsonar, Guðna í Sunnu. Enn í fullu fjöri í ferðabransanum  Ferðalög NýsköpuNarmiðstöð leitaði í reyNslubaNkaNN  DaNs ísleNskt verk sýNt víða um heim 20 ára 20% afsláttur af öllum vörum fimmtudag til laugardags. 2 0 % a f s l á t t u r k r i n g l u n n i | s m á r a l i n d | l æ k j a r g ö t u | l e i f s s t ö ð 5 8 8 7 2 3 0 5 6 5 9 6 8 0 5 1 1 1 0 0 3 4 2 5 0 8 0 0 Ný ve rsl un í L æ kja rg öt u 2 Guðni Þórðarson er enn á fullu í ferðabransanum. Hann hóf afskipti af ferðamálum á sjötta áratug liðinnar aldar en lætur ekki deigan síga: „Þetta er rétt að byrja.“ Ljósmynd/Hari „Þetta er ákveðinn gæðastimpill fyrir þá sem trúa á þess konar híarkí og með þessu fær verkið góða athygli hjá alþjóðlegu fag- fólki og færi á sýningum víða um heim,“ segir danshöfundurinn Margrét Sara Guðjónsdóttir en verk hennar, Soft Target, hef- ur verið valið á „Tanz in August“ sem er stærsta danshátíð í Evr- ópu og er haldin árlega í Berlín. Verkið var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival í fyrra og tilnefnt til menningarverðlauna DV sama ár. „Við sýndum það í Listsafni Reykjavíkur en ég stefni á að vera með sýnishorn úr nýju verki á danshátíðinni í Reykjavík í haust,“ segir Margrét sem eftir- lætur Johönnu Chemnitz að dansa í verkinu. Um tíma dansaði Margrét sjálf í eigin verkum, og þá ósjaldan með Ernu Ómars- dóttur. „Ég er hætt að dansa í eigin verkum,“ segir Margrét sem hefur dansað með stórum hópum um alla Evrópu að undan- förnu. „Þegar ég vel mér verk til að dansa í miða ég við að verkin séu krefjandi, ný og spennandi. Því miður eru þær sýningar sem ég dansa í of stórar til að flytja heim til Íslands en ég passa alltaf upp á að koma einu sinni á ári til Íslands í staðinn og sýna mín eigin verk.“ Selur verk á stærstu danshátíð Evrópu Verkið Soft Target eftir danshöfundinn Margréti Söru Guðjónsdóttur hefur verið valið á stærstu danshátíð í Evrópu. Danshöfundurinn Margrét Sara Guðjónsdóttir hefur selt verk sitt á danshátíðina Soft Target sem er haldin árlega í Berlín. Þrjú ár fyrir nauðgun Guðmundur Helgi Sigurðsson, sem er 23 ára, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann er jafn- framt dæmdur til að greiða konunni sem hann nauðgaði 1,5 milljónir króna. Hann var fundinn sekur um að hafa í apríl síðastliðnum nauðgað konu sem hann þekkti og að neyða félaga þeirra til að taka þátt í nauðguninni. Dómurinn taldi ljóst að Guðmundur Helgi hefði þvingað félaga sinn og konuna til kynmaka í krafti ótta þeirra við hann. Lést í kjölfar bif- hjólaslyss á Skaga Karlmaður sem slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi við bæinn Víkur á Skaga 12. júlí, lést á gjörgæsludeild Landspítalans á þriðjudagsmorgun. Hann hét Árni S. Karlsson og var búsettur á bænum ásamt systkinum sínum. Hann féll af léttu bifhjóli, kom niður í grjót við bæjar- lækinn og hlaut alvarlega höfuðáverka. Árni var ókvæntur og barnlaus. Síbrotamaður stöðvaður Lögreglan stöðvaði karlmann á fertugsaldri við akstur á Bústaðavegi á þriðjudagskvöldið. Maðurinn var í annarlegu ástandi og reyndist auk þess próflaus. Hann var því handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Hann var jafnframt grunaður um nokkur innbrot og sá grunur reyndist á rökum reistur. Maðurinn var, að lok- inni yfirheyrslu, færður í héraðsdóm og þaðan í fangelsi. Hann hefur hafið afplánun vegna annarra mála en um er að ræða eftirstöðvar fangelsisvistar. 8 fréttir Helgin 22.-24. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.