Fréttatíminn - 22.07.2011, Page 10
M
aðurinn hefur
tvisvar sinnum
verið dæmdur
fyrir hrottalegar
nauðganir og af-
plánaði fangelsisdóma fyrir bæði
málin. Hann var dæmdur til að
greiða Sunnu eina milljón króna í
miskabætur en hinni konunni 900
þúsund. Dómarnir féllu árin 2005
og 2007. Konurnar hafa einungis
fengið greiddar 600 þúsund krónur
af miskabótunum, eða þá hámarks-
upphæð sem ríkið ábyrgist. Þolendur
þurfa sjálfir að innheimta restina af
miskabótum en því fylgir umtalsverð-
ur lögfræðikostnaður sem stundum
er hærri en eftirstöðvar bótanna.
Nauðgarinn flutti úr landi eftir
afplánun og þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir Fréttatímans til að hafa uppi
á honum reynist það ómögulegt.
Hann er skráður erlendis í Þjóðskrá
en hefur ekki tilgreint í hvaða landi.
Ættingjar hans, sem blaðamaður
ræddi við, vilja ekki veita upplýsingar
um hvar hann heldur sig. Það er því
enginn hægðarleikur að innheimta
miskabæturnar sem hann skuldar.
Sunna segist vilja fá frið frá
málinu. „En kerfið verður hluti af
ofbeldinu þegar ég þarf að fara þá
niðurlægjandi leið að ganga á eftir
miskabótunum. Með þessu finnst
mér stjórnvöld ekki taka stöðu með
þolendum. Eðlilegast væri að ríkið
ábyrgðist að fullu dæmdar miskabæt-
ur,“ segir Sunna sem hefði viljað að
málinu væri löngu lokið.
„En því er ekki lokið. Ég vil ekki
að það séu einhver skjöl á lögfræði-
skrifstofu úti í bæ sem tengja mig við
hann. Mér finnst það óþægilegt og
hanga yfir mér eins og stór niður-
teljari sem á fimm ár eftir í núll.“
Sunna bendir á að réttur hennar
til miskabóta frá brotamanninum
fyrnist eftir fimm ár. „Þetta ærir mig
stundum. Fyrir mér snýst málið ekk-
ert um peninga. Mér er alveg sama
um peningana og í hvaða vasa þeir
fara. Hvort þeir fara til lögfræðinga
Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir er
ein fjölmargra þolenda kynferðisaf-
brota sem ekki hafa fengið greiddar
þær miskabætur sem henni voru
dæmdar.
Maður byrlaði henni og annarri konu
svefnlyf og nauðgaði þeim.
Hann sat inni fyrir bæði málin en stakk
af úr landi frá óuppgerðum bótum.
Sunna þarf sjálf að greiða lög-
fræðingum til að innheimta
miskabæturnar.
Þóra Tómasdóttir ræddi við Sunnu.
Vill að
réttlætinu
verði fullnægt
Lj
ós
m
yn
d
H
ar
i
10 viðtal Helgin 22.-24. júlí 2011