Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Síða 13

Fréttatíminn - 22.07.2011, Síða 13
Þú færð Naturfrisk engiferöl í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Gotthollt! ...og svo er hann auðvitað frábær á bragðið! Naturfrisk engiferöl er hollur og bragðgóður gosdrykkur, laus við öll óæskileg aukefni, s.s viðbættan sykur, litar- og rotvarnarefni. Naturfrisk engiferöl er frábær drykkur fyrir alla fjölskylduna sem þú verður alltaf að eiga í ísskápnum! Kynntu þér Vörðuna eða pantaðu Vörðuráðgjöf á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Betri þjónusta í Vörðunni Betri þjónusta í Vörðunni Varðan er vildarþjónusta fyrir viðskiptavini Landsbankans. Markmið þjónustunnar er að veita yfirsýn yfir fjármálin, persónulega þjónustu og fríðindi fyrir heildarviðskipti. U pphæðin sem ís-lenska ríkið tryggir er langtum lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Hér er hún 600 þúsund krónur að hámarki en í Noregi 50 milljónir, eða ríflega 83 sinnum hærri. Sýslumannsembættið á Siglufirði annast málefni skaða- og miskabóta. Hall- dór Þormar Halldórs- son, lögfræðingur emb- ættisins, segir augljósa galla á fyrirkomulaginu. „Upphaflega voru lögin sett til að hlífa þolendum í kynferðisbrotamálum við að innheimta sjálfir hjá brotamönnum sínum en nú eru það fyrst og fremst þolendur kynferðisbrota sem lenda í því.“ Upphæðin sem ríkið tryggir hefur ekkert hækkað síðan lögin voru sett og Halldór segir það löngu tímabært. „Við erum að dragast verulega aftur úr nágrannaþjóðum okkar í þessum málum. Í Noregi tryggir ríkið að hámarki 50 milljónir króna í miskabætur eða lágmarks ársframfærslu sinnum 40 ár. Í Svíþjóð tryggir ríkið að hámarki 26 milljónir eða lágmarks ársframfærslu sinnum 20 ár.“ Í alvarlegum kynferðis- brotum á Íslandi er algengt að dæmdar miskabætur séu um ein til tvær millj- ónir króna. „Það er mjög vont að stór hluti þolenda gangi með óbætt tjón,“ segir Halldór. Bæturnar skiptast aðal- lega í tvo flokka, miska- bætur og skaðabætur. Skaðabætur eru dæmdar vegna líkamstjóns og eiga meðal annars að ná yfir vinnutap og sjúkrakostnað. Hámark skaðabóta sem ríkið ábyrgist þolendum eru tvær og hálf milljón króna. Miskabætur eru yfirleitt dæmdar í kynferð- isbrotum vegna tjóns sem ekki verður metið til fjár og eru meira tilfinninga- legs eðlis. Hámark miska- bóta sem ríkið ábyrgist er 600 þúsund krónur en að lágmarki 400 þúsund. Ríkið rukkar afbrotamenn sem nemur þessum upp- hæðum en séu brotaþolum dæmdar hærri bætur þurfa þeir sjálfir að kosta inn- heimtu og ganga að brota- mönnum sínum. Að mati Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra er ekki eðlilegt að ríkið geri mun á þessum bótaflokkum. „Það er ástæða til að enduskoða löggjöfina og samræma upp- hæðina sem ríkið tryggir í miska- og skaða- bótamálum. Mér finnst ekki gefið að það eigi að vera ríkari ábyrgð gagnvart skaðabótum en miskabótum, nema síður sé.“ thora@frettatiminn.is Gölluð löggjöf Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur sýslumanns- embættisins á Siglufirði, segir löngu tímabært að hækka upp- hæðina sem ríkið ábyrgist af miskabótum. Árið 1995 voru sett lög um að ríkissjóður greiði þolendum afbrota þær bætur sem þeim hafa verið dæmdar. Hámarks miskabætur sem ríkið tryggir þolendum afbrota hafa ekki hækkað í sextán ár. viðtal 13 Helgin 22.-24. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.