Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Síða 24

Fréttatíminn - 22.07.2011, Síða 24
Ó lafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, hætti við allt saman tvítugur. Hann féll í almennri lögfræði á fyrstu önn (faginu sem allir falla í) og ákvað að það væri ekkert að því að vinna bara venjulega vinnu („ég var alveg sáttur við að fara bara að vinna á lyftara,“ segir hann). Þetta var líka svo skelfileg einkunn, hann rétt slefaði í 3,5 og skildi nú ekki sjálfur hvernig honum hafði tekist að mis­ skilja allar spurningarnar svona herfilega. Þrír komma fimm! „Þetta voru skelfilegar sex vikur,“ segir Ólafur sem trúði því eiginlega ekki að þetta gæti verið rétt svo hann óskaði eftir próf­ skoðun. Kennarinn var vant við látinn og komst ekki í að skoða með honum prófið fyrr en eftir dúk og disk. Svo loksins þegar farið var yfir prófið kom í ljós að það hafði verið gerð villa í yfirferðinni og Ólafur var ekki fallinn, langt í frá. Oft þegar Ólafur segir þessa sögu spyr fólk hvort hann hafi ekki orðið brjálaður, eða í það minnsta reiður, en honum fannst strax mannlegt að gera mistök. „Það er enginn svo fullkominn að hann geri ekki mistök.“ Gerir fá mistök Ólafur sjálfur er engu að síður þekktur fyrir að gera afskaplega fá mistök. Verjendur sem glímt hafa við hann bera honum vel söguna. „Traustur embættismaður sem hefur alltaf skilað sinni vinnu sérstaklega vel,“ sagði einn þeirra mér en þegar við hittumst og ræddum málin var embættismaðurinn fjarri. Óli kemur ekki fyrir sem eitthvert möppu­ dýr heldur viðkunnanlegur fjölskyldumaður. Hann er soldið svona kauðskur og kannski eitthvað bóndalegur. Besti vinur hans, Magnús Guðmundsson, forstjóri Land­ mælinga, segir að hann sé traustur vinur og að það sé stutt í húmorinn: „Honum finnst rosalega gott að borða,“ segir hann flissandi því hann veit að Óli vinur hans hefur húmor fyrir sjálfum sér. Sjálfur heldur Ólafur því fram að hann hafi hlegið að áramótaskaupinu og hann setur sig soldið í stellingar þegar talið berst að slíku gríni og segir mér að honum þyki áramótaskaupið alveg „bráðnauðsynlegt fyrirbæri“. Svo reynir hann að sannfæra mig um að hann sé afskaplega lítt áhugaverð persóna, „bara venjulegur maður“. Og fórstu með veggjum þessi ár í lög­ fræðinni? „Ætli það ekki. Það eru allavega ekki til neinar sögur af mér þaðan. Ég vann mjög mikið með námi og hafði hvorki tíma fyrir Orator né kokteilboð,“ segir Óli sem var samferða köppum á borð við Svein Andra Sveinsson og Karl Axelsson (verjanda Baldurs Guðlaugssonar en það er annað af tveimur fyrstu málum sérstaks saksóknara). Ólafur vann ekki einungis mikið með há­ skólanámi (í Hagkaupum) heldur vann hann með menntaskóla (Hagkaup) og Réttar­ holtsskóla (Hagkaup, einmitt) og reyndar Breiðagerðisskóla líka. Hann var byrjaður sex ára, 1970, að selja Vísi niðri í bæ. Þannig var þetta þá, og átta ára bar hann út Tímann og Alþýðublaðið. Farinn að vinna sex ára Ólafur var kominn í sambúð strax átján ára og eignaðist dóttur á meðan hann var í námi en það samband entist ekki. Þá kynnt­ ist hann konunni sinni (þau unnu saman í Hagkaupum auðvitað og séra Pálmi Matt gifti þau í Bústaðakirkju), henni Guðnýju Þorbjörgu Ólafsdóttur („Not related,“ segir Óli og hlær), og þau eiga fjögur börn, þrjá stráka á unglingsaldri og eina litla telpu. Þau hjón reka mikið unglingaheimili og strák­ arnir flakka á milli þess að vera með æði fyrir einhverjum tölvuleikjum eða bílum eða fótbolta. Sjálfur var Óli ekki mikið í leikjum, íþróttum eða nokkru slíku þegar hann var krakki. „Það var bara vinna og skóli hjá mér. Ég var mjög efnahagslega sinnaður strax sem barn og vann mikið og vildi eignast hluti,“ útskýrir Óli en sextán ára keypti hann sér sinn fyrsta bíl, Mözdu, sem beið í plastinu eftir að hann fengi bílpróf. Tímarnir hafa auðvitað breyst og í dag hlaupa sex og átta ára krakkar ekki niður í miðbæ og berjast um bestu blaðsölustaðina. Óli var strax séður í þeirri baráttu og fann út að best væri að selja blöð fyrir framan Landakotsspítala klukkan þrjú þegar fólk kom til að heimsækja ættingja. Síðar gerði hann samning við strák sem leiddist voðalega, var bundinn hjólastól, og tók að sér að selja blöð inni á deildum spítalans. Það sprakk að vísu í andlitið á þeim þegar viðskiptafélaganum tókst að ryðjast inn á skurðstofu og gera allt vitlaust. „Þetta voru aðrir tímar,“ segir Ólafur og þótt hann brosi og hafi gaman af því að rifja þetta upp, hefur hann séð í gegnum sín eigin börn að auðvitað eiga krakkar að fá tækifæri til að njóta æskunnar líka. En þá var lífsbaráttan einfaldlega harðari og Smáíbúðahverfið, þar sem Ólafur ólst upp, hálfbyggt og margir foreldrar í basli við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það hafði áhrif á þau öll og fortíð okkar Íslendinga lá ennþá á okkur eins og mara. Móðurafi Ólafs drukknaði þegar mamma hans var rétt að verða sex ára. Hann hvarf í hafið og líkið fannst aldrei en þessi hræðilegi atburður hafði djúpstæð áhrif á ömmu hans sem flutti utan úr Elliðaey á Breiðafirði, þar sem þau bjuggu, og í Stykkishólm. Föðurafi Ólafs var þingmaður fyrir Al­ þýðuflokkinn og ráðherra fyrir stríð; mikill karakter og hann var líka sendiherra um tíma. Hann hét Haraldur Guðmundsson og lést úr krabbameini þegar Ólafur var ungur drengur („afi reykti sterkar tyrkneskar síga­ rettur og að horfa á krabbann hrifsa hann frá okkur svo snögglega fældi mig algjörlega frá því að reykja“). Ólst upp í þakklæti Ólafur er sagður af vinum sínum og starfs­ félögum vera einn af þeim sem hafa frekar heilbrigð lífsviðhorf. Hann er þó skapmaður, viðurkennir hann, og skrifar það á keppnis­ skapið sem á það til að lýsa sér í þrjósku. Hann getur ekki farið að veiða með félög­ unum öðruvísi en að koma með fisk heim og stundum hefur hann hreinlega orðið eftir í lok veiðitúrs og haldið áfram að veiða því ekki ætlar hann heim frá hálfkláruðu verki. Hann hefur fundið sér sinn eigin farveg. Í æsku var hann þykkur og mikill (eins og hann er reyndar enn í dag) og ólst upp í fimm systkina hópi. Krakkarnir hafa allir spjarað sig vel; ein systir hans er lög­ fræðingur, önnur vinnur hjá Listasafni Íslands og bróðir hans er verkfræðingur. Elsti bróðirinn er töluvert fatlaður því hann varð fyrir súrefnisskorti í fæðingu. Ólafur ólst upp við að þurfa að taka tillit til hans og lærði snemma að þakka fyrir það sem hann þó hafði („maður var ekkert að öskra eftir athygli“) en foreldrarnir bjuggu þeim ástríkt og heilbrigt heimili í Gerðunum. Þau unnu bæði hjá Tryggingastofnun þar sem hann, Haukur Haraldsson, var deildarstjóri og hún, Auður Jónsdóttir, var í afgreiðslu. Bróðir hans, sá elsti, býr enn hjá foreldrum sínum. Strax í barnæsku er Ólafur auðmjúkur og þakklátur. Á meðan jafnaldrar hans og sam­ ferðafólk fór í uppreisn í pönkinu og hékk á Hlemmi og steytti hnefa að kerfinu lærði Óli að vera sáttur við sitt. Og þó gekk hann í Réttó með Björk og Tóta pönk og öllum þeim. Hann bara átti enga samleið með villt­ ustu nemendunum og hélt sig til baka. Fangavörður og lögga Það sem markaði Ólaf enn frekar var sumarið sem hann starfaði í lögreglunni í Reykjavík þegar hann var tuttugu og tveggja ára. Sumarið entist í sex mánuði og var hluti af starfsnámi í lögfræðinni. „Þetta langa sumar fékk ég nýja lífsskoð­ un og ég vó og mat öll mín gildi upp á nýtt,“ útskýrir Ólafur. Fram að þessu hafði heimur hans kannski verið dálítið svarthvítur en varð nú grár. „Þetta var ótrúlega góður skóli. Ég hóf störf í svokallaðri boðunardeild og þar vorum við að leita að fólki til að boða til yfirheyrslu eða sekta. Við vorum einnig í að flytja fanga og það var mjög lærdómsríkt.“ Strax á fyrstu dögunum lærði Ólafur að koma vel fram við fólk hvar sem það er statt í lífinu: „Þótt maður sé að eiga við fólk sem Ekki hægt að horfa endalaust í baksýnisspegilinn Ólafur Þ. Hauksson er sérstakur saksóknari, fenginn til að rannsaka grun um refsiverða hátt- semi í aðdraganda hrunsins 2008. Hann leyfði Mikael Torfasyni að rekja úr sér garnirnar og trúði honum fyrir því þegar hann „féll“ í almennri lögfræði, seldi Vísi niðri í bæ sex ára og af hverju það fór svona lítið fyrir honum í skóla. Hann hefur alltaf verið í þyngri kantinum og hafði lítinn áhuga á íþróttum eða pönki jafnaldra sinna í Réttó. Ólafur lærði og vann og lærði og vann þar til hann varð vandvirkur embættismaður sem gerir varla mistök, að sögn kolleganna. Ólafur Þór Hauksson „Það er til hópur í samfélaginu sem fylgist þögull með mínum störfum og það er líka hópur þarna úti sem segir að ég sé ekki nógu harður og enn annar segir að ég gangi of hart fram í gæsluvarðhalds- beiðnum og slíku. Það eina sem ég get gert er að hunsa alla þessa hópa og vanda mig sem best ég get og láta lögin ráða.“ Ljósmynd/Hari er búið að mála sig algjörlega út í horn, getur maður aldrei tekið allt frá því heldur verður að koma fram af virðingu. Það lærist mjög fljótt.“ Þegar Ólafur er svo búinn að vera í löggunni í tvo mánuði er hann færður til og gerður að fangaverði í Hverfissteini svokölluðum, fang­ elsinu í Lögreglustöðinni á Hverfisgötu, og þá var sá gangur helmingi stærri en hann er í dag. Þar fékk Ólafur eldskírn og sá allt það versta sem hægt er að sjá í íslensku samfélagi. „Þarna voru vistaðir einstaklingar sem voru mjög illa farnir eða þá í mjög annarlegu ástandi. Stundum vorum við að kljást við menn sem ekki var hægt að aðstoða á sjúkrahúsum af því að þeir voru svo brjálaðir. Þeir gátu kannski ekki verið kyrrir á meðan verið var að sauma þá eða eitthvað slíkt. Þetta var ótrúlega ýkt vinnuumhverfi og maður verður að gera sér fljótt grein fyrir því að maður er að hitta fólk á þess versta tímabili og mikil­ vægt að koma samt vel fram við það.“ Þetta hefur ekkert dregið úr löngun þinni til að verða saksóknari? „Verkefnin og störfin sem ég hef unnið hafa frekar valið mig en ég þau. Einhvern veginn hef ég setið uppi með að vera krísulögfræðingur og hallað mér þar sem eldurinn er hvað heitastur.“ Enginn sótti um Þegar embætti sérstaks saksóknara var auglýst fannst Ólafi fyrst að þetta starf myndi henta ein­ hverjum öðrum betur. Hann hafði þó sótt um embætti ríkissaksóknara á sínum tíma, þegar Bogi Nilsson lét af störfum, og hafði metnað í þessa átt þótt hann fengi ekki það starf. Hann var sýslumaður á Akranesi og hafði verið þar í tíu ár (verulega farsæll og óumdeildur). Það kom svo öllum á Íslandi á óvart að enginn skyldi sækja um starf sérstaks saksóknara. Þá byrjuðu þreifingar ofan úr ráðuneyti og Ólafur endaði á fundi í dómsmálaráðuneytinu. „Fyrstu viðbrögð mín við því að enginn hefði sótt um þetta starf voru vonbrigði. Ekki fyrir mig persónulega heldur kerfið sem slíkt. Við upplifum þetta hrun öll og það er ákveðið að rannsaka það nánar og í fyrstu er enginn áhugi 24 viðtal Helgin 22.-24. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.