Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 22.07.2011, Blaðsíða 25
innan úr kerfinu á þeirri rannsókn. Mér fannst því vera skylda mín að svara kallinu og sendi inn umsókn.“ Eitthvað gengu þau hjón þó um gólf og veltu þessu fyrir sér. Guðný var þá í námi (í vetur tók hún við starfi launagjaldkera hjá Hagkaupum) og nýtt starf þýddi gífurlega vinnu fyrir Ólaf, mikið álag og akstur til Reykjavíkur á hverjum morgni. Svo ekki sé minnst á faglega áhættu því efnahagsbrot eru ofboðslega erfiður málaflokkur. Hér á landi höfum við oft eytt miklu í mál sem lítið kemur út úr, eins og Málverkafölsunarmálið og Baugsmálið. „Þótt það ætti auðvitað ekki að vera þannig þá stendur maður soldið og fellur með mál- unum,“ segir Ólafur sem hefur nú þegar klárað tvö mál fyrir héraðsdómi (búið er að áfrýja báðum til Hæstaréttar). Öðru lauk með sakfellingu yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrr- verandi ráðuneytisstjóra, og í hinu málinu, Exeter-málinu svokallaða, var sýknað. Þrjóskur og vandvirkur Síðan Ólafur tók við starfi sérstaks saksókn- ara hefur álagið verið mikið og einstaka sinnum er hann skammaður í Bónus fyrir að ganga ekki nógu hart fram en nær allir klappa honum á bakið. Hann segist samt vanda sig við að láta stemninguna í samfé- laginu ekki hafa áhrif á sig. „Við erum til dæmis enn að ræða Guð- mundar- og Geirfinnsmálið,“ segir Ólafur en það er honum umhugsunarefni að hans störf verði að standast skoðun í dag og eftir þrjátíu ár. „Það er til hópur í samfélaginu sem fylgist þögull með mínum störfum og það er líka hópur þarna úti sem segir að ég sé ekki nógu harður og enn annar segir að ég gangi of hart fram í gæsluvarðhaldsbeiðnum og slíku. Það eina sem ég get gert er að hunsa alla þessa hópa og vanda mig sem best ég get og láta lögin ráða.“ En þú ert þrjóskur, samanber veiðimaður- inn Ólafur, og má því ekki búast við að þú gefist bara alls ekki upp? „Ég verð að ná árangri og það má kalla það þrjósku. Það er samt ekki hægt að setja sama- semmerki á milli ákærufjölda og árangurs. Fyrir mér er mikilvægast að sinna þessu starfi eins vel og ég get, af mikilli vandvirkni, og að mál fái afgreiðslu hjá embættinu. Sum mál eiga auðvitað ekkert að fara fyrir dóm. Ef maður er ekki með líkindi fyrir sakfellingu verður maður bara að snúa sér að næsta máli. Svo einfalt er það.“ Það er samt varla hægt að segja að hin meintu brot hafi orsakað hrunið hérna, er það? „Þarna koma saman mjög margir þættir. Hin meintu brot sem við erum með til rann- sóknar réðu kannski ekki úrslitum hvað sjálft hrunið varðar. En hverju breytir það? Röð atvika, mistaka jafnvel, og meintra brota varð til þess að bankakerfið hrundi. Í fyrstu héldum við að meint brot hefðu átt sér stað í aðdraganda hrunsins en það hefur komið á óvart hversu langt þetta teygir sig aftur.“ Að setja sig í spor annarra Áður en Ólafur varð sýslumaður á Akranesi hafði hann verið sýslumaður í Hólmavík í tvö ár en öll árin þar á undan starfaði hann hjá sýslumannsembættinu í Hafnarfirði (sem fram til 1992 var allur kraginn í kringum Reykjavík). Þar lærði hann mikilvægi þess að vera vandvirkur. Hann kom nálægt nær öllum málaflokkum, hvort sem um var að ræða skilnaði, ofbeldismál, efnahagsbrot eða uppboð á eignum. Uppboðin höfðu mikil áhrif á hann og hann kom að mörgum slíkum snemma á níunda áratugnum. „Margt er svipað nú og þá,“ segir Ólafur en þá var mikið til af hálfbyggðum eignum sem lífeyrissjóðir og bankar voru að leysa til sín. „Stundum var þetta mjög erfitt og tók á því síðasta uppboð fer fram á eigninni sjálfri. Það er mikil sorg á slíkum degi sem oftast markar lok á búsetu viðkomandi í húsinu. Þá skiptir öllu máli að sá sem stýrir uppboðinu geri ekki mistök því þau geta fylgt þeim sem eiga í hlut til lífstíðar.“ Þegar hann talar um þetta finnur maður strax að Ólafur getur sett sig í spor annarra. Samt skuldar hann bara rétt um tíu milljónir í sínu húsi og hefur aldrei farið fram úr sér í fjárfestingum. Hann var fullur efasemda í garð hlutabréfamarkaðarins í góðærinu og honum var í fersku minni þegar verð á bréfum í deCODE hrundi við skráningu á markað. En varstu glaður eins og allir þegar við keyptum Magasin du Nord og vorum að eignast heiminn? „Jújú,“ viðurkennir Ólafur og brosir. „Vorum við ekki öll bara dálítið ánægð með það? Og maður hélt að loksins værum við Ís- lendingar að meika það en þá vissi ég lítið um hvað stóð að baki þessum viðskiptum öllum saman.“ Af hverju játar ekkert af þessu fólki sem þú ert að yfirheyra? Iðrast enginn? „Sko, þetta fólk sem við höfum yfirheyrt er líka snortið af því sem hefur gerst,“ svarar Ólafur og maður áttar sig á því að heimur hans er ekki svarthvítur. „Mörgu af því fólki sem við tölum við líður ekkert ofsalega vel. Skortur á játningum tengist því að við erum með til meðferðar brotaflokk sem ekki hefur mikið reynt á hér á landi. Í líkamsárásarmál- um eða einföldum þjófnaðarmálum, þar sem mikið er um játningar, eru svo mörg fordæmi að menn sjá alveg hvorum megin þeir munu lenda. Í þessum málarekstri er meiri óvissa og því er tekið til kröftuglegra varna og menn verjast. Margir þessara aðila hafa efni á því að tjalda til góðrar varnar.“ Lítum fram á veginn Ólafur segist vera hálfnaður, kannski. Hann stendur í miðri á og ætlar að halda áfram að berja hana. Í dag er hann í sumarfríi en kemur samt við á skrifstofunni. Hann var með fjölskyldunni í Stykkishólmi um síðustu helgi ásamt Magnúsi vini sínum og hans fjöl- skyldu. Þar sleit hann raftengið á fellihýsinu sínu (sem hann keypti notað) og þarf að gera við það fyrir helgina. Hann vonast til að verða búinn með þetta verkefni sem sérstakur saksóknari 2014. „Við ætlum ekki að hafa embætti sérstaks saksóknara mannað með hundrað manns til frambúðar,“ segir Ólafur og lítur á þetta sem verkefni til að gera upp þessa fortíð. „Eins og í öllu sorgarferli þurfum við að ná sátt við það sem gerðist. Efnahagshrunið hér á landi skýrist að einhverjum hluta af refsiverðri háttsemi. Munurinn á svona málum fyrir og eftir hrun er að nú er skýrara hver liggur kýldur úti í vegkanti. Það er almenningur. Afleiðingarnar eru skýrar.“ Ólafur er samt bjartsýnn og segir að við Íslendingar megum líka þakka fyrir hvað við höfum það í raun gott (hér kemur uppeldið sterkt inn). „Lífskjör okkar almennt eru býsna góð og við megum ekki missa sjónar á því hvað við búum í góðu samfélagi þótt við eigum kannski erfitt með að sætta okkur við hvað gerðist í þessu hruni.“ Ólafur tekur dæmi af áströlsku fréttateymi sem kom hingað til lands eftir hrun og tók meðal annars viðtal við hann. Þeir voru mjög áhugasamir um hrunið á Íslandi og bjuggust við að hér væri allt í volæði. Eitthvað brengl- aðist viðmið þeirra á leiðinni því fréttateymið ákvað að nota ferðina og gera frétt um Kongó í leiðinni. Þar lá mannskapurinn í moldar- kofum til að verða ekki fyrir byssukúlum. Þeim þótti því frekar spaugilegt að hlusta á umkvartanir Íslendinga sem höfðu þrátt fyrir hrun allt til alls. „Við erum að gera upp þessi mál og við eigum að halda því áfram en ég held engu að síður að það sé kominn tími á að við lítum fram á veginn í stað þess að horfa endalaust í baksýnisspegilinn,“ segir Ólafur. Mikael Torfason ritstjorn@frettatiminn.is Við upplifum þetta hrun öll og það er ákveðið að rann- saka það nánar og það er í fyrstu enginn áhugi innan úr kerfinu á þeirri rannsókn. Mér fannst því vera skylda mín að svara kallinu og sendi inn umsókn. viðtal 25 Helgin 22.-24. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.