Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Side 38

Fréttatíminn - 22.07.2011, Side 38
38 dýrin okkar Helgin 22.-24. júlí 2011 F lestir gefa dýrunum sínum einfaldlega mat sem keyptur er í gæludýraverslunum en sumir freistast til að gefa þeim matarafganga heimilisins öðru hverju. Bænaraugu hundsins við matarborðið verða stund- um til þess að gaukað er að honum smábitum og gæludýr komast stundum í innihald ruslafötunnar eða finna góðgæti á glámbekk. Það er því nauðsynlegt fyrir dýraeigendur að hafa nokkra hugmynd um hvaða mannamatur er sem eitur fyrir málleysingjana. Eftir- farandi listi er ekki tæm- andi en inniheldur það sem oftast veldur alvarlegustum eitrunum hjá dýrum um allan heim. Górilla í hjónarúminu Sumir foreldrar kvarta yfir plássleysi í hjónarúminu þegar börnin skríða upp í. Frönsku hjónin Pierre og Elaine Thivillon kvarta reyndar ekki þótt fósturdóttir þeirra sé í stærra lagi. Digit er 13 ára górilla sem var hafnað af móður sinni þegar hún var nýfædd. Thivillon-hjónin hafa alið hana upp sem sína eigin dóttur síðastliðin 13 ár og segja að mikið traust ríki á milli þeirra. Pierre og Elaine eiga dýragarðinn Saint-Martin-la-Plaine og á daginn er Digit þar innan um aðrar górillur, en á kvöldin fer hún heim til hjónanna og fær meira að segja að sofa á milli þeirra.  Dýr oG nærinG Það sem á að varast Freyja Kristinsdóttir freyja@frettatiminn.is Það er því nauð- synlegt fyrir dýra- eigendur að hafa nokkra hugmynd um hvaða manna- matur er sem eitur fyrir málleys- ingjana. Hættulegur matseðill Algeng matvara getur verið mjög háskaleg heimilisdýrum. TÓMATAr Eitraðir fyrir: Ketti Hvers vegna: Tómatplantan og grænir óþroskaðir tómatar innihalda efnið tomatine sem er eitrað fyrir ketti. Einkenni og afleiðingar eitrunar: Tomatine hefur áhrif á meltingarfæri katta og getur valdið upp- köstum og niðurgangi. Mikið magn af efninu þarf til að valda alvarlegri eitrun og þar að auki innihalda þroskaðir tómatar mjög lítið magn af tomatine þannig að ekki er ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessari eitrun. SÚKKULAÐi Eitrað fyrir: Hunda og ketti Hvers vegna: Súkkulaði inniheldur efnin koffín og theobrómín sem eru eitruð fyrir hunda. Þeim mun dekkra sem súkkulaðið er, þeim mun eitraðra er það. Hundar og kettir eiga erfitt með að vinna úr þessum efnum og því safnast þau upp í líkama þeirra og geta haft alvarleg áhrif á mikilvæg líffærakerfi svo sem taugakerfi, hjarta, öndunarfæri og fleira. Einkenni og afleið- ingar eitr- unar: Fyrstu ein- kenni eru upp- köst, hraður hjartsláttur og ósamhæfðar hreyfingar. Það er misjafnt hversu viðkvæmir hundar og kettir eru fyrir súkkulaði en 125 grömm af dökku súkkulaði geta verið lífs- hættuleg fyrir um 20 kg hund. Súkkulaði er í raun enn eitraðra köttum, en kettir borða sjaldnar súkkulaði og því er þessi eitrun mun þekktari hjá hundum. VÍnBEr oG rÚSÍnUr Eitruð fyrir: Hunda Hvers vegna: Það er ekki vitað hvaða efni það er sem er eitrað hundum, en samkvæmt einni kenningunni eru það sveppagró í vínberjum og rúsínum sem eyðileggja nýrun í þeim. Þetta virðist reyndar ekki hafa áhrif á alla hunda, en engin leið er að vita hvaða hundar eru viðkvæmir og hverjir ekki. Einkenni og afleiðingar eitrunar: Uppköst og niður- gangur, þorsti, skjálfti og magakrampar. Þeir hundar sem eru viðkvæmir fyrir vínberja- og rúsínueitrun þurfa ekki að borða nema 2,8 g af rúsínum og 19,6 g af vínberjum til að veikjast af lífshættulegri nýrnabilun. LAUKUr Eitraður fyrir: Hunda og ketti Hvers vegna: Laukur inniheldur efnið thiosúlfat og þar sem hunda og ketti vantar ensímið sem brýtur niður thiosúlfat, safnast það upp, sest á rauðu blóðkornin og hindrar súrefnisflutning. Efnið veikir einnig frumuvegginn í rauðum blóðkornum sem eiga þá á hættu að springa og valda blóðleysi (anaemiu). Einkenni og afleiðingar eitrunar: Einkenni koma yfir- leitt ekki fram fyrr en nokkrum dögum eftir neyslu, en þau eru slappleiki, fölar eða gular slímhimnur, blóð í þvagi og fleira. Blóðleysið getur orðið lífs- hættulegt, en ef dýrið fær meðferð hjá dýralækni fyrr en seinna er stundum hægt að bjarga því. AVÓKADÓ Eitrað fyrir: Fugla Hvers vegna: Avókadó-ávöxturinn, eins og hann leggur sig, inniheldur efnið persín sem drepur hjartavöðvafrumur í fuglum. Einkenni og afleiðingar eitrunar: Eitt gramm af persíni hefur alvarleg áhrif á hjartað í fugli á stærð við gára og getur leitt til dauða. Einkenni geta verið uppköst og niðurgangur, öndunarerfiðleikar og slappleiki. Aðeins 9 g af efninu valda dauða innan tveggja daga. Þ að að eitthvað sé hundleiðinlegt er orðatiltæki sem margir Íslendingar láta út úr sér, og þar er ég engin undantekning. En þegar ég rýni betur í það hvað ég er í raun að segja, þá finnst mér það alveg út í hött. Ég er nefni- lega ein af þeim sem finnst hundar alls ekkert leiðinlegir, í raun finnst mér þeir alveg yndislega skemmtilegir og gef- andi – já, jafnvel skemmtilegri en margt fólk sem á fjörur mínar hefur rekið. En hvernig stendur þá á því að við segjum svona vitleysu; hvaðan kemur þetta orðatiltæki eiginlega? Ekki er þetta komið úr ensku „dogboring“, eða dönsku „hundkedeligt“, en sá Íslend- ingur sem hafði þetta fyrst á orði hlýtur að hafa verið einstaklega neikvæður og haft allt á hornum sér, þar á meðal hunda. Þannig lít ég á málið þó að þeir séu eflaust margir sem sýna þessari ást minni á hundum engan skilning og finnst að lýsingarorðið hundleiðinlegur sé rétt í orðsins fyllstu merkingu. Í Íslenskri orðsifjabók stendur meðal annars að ef hund- er bætt framan við orð, geti það verið eins konar áherslufor- liður. Og í því samhengi eru nefnd dæmin „hundmargur“ og „hunddjarfur“, sem reyndar eru samsetningar sem ég kann- ast ekki við í daglegu tali. Það er hvergi minnst á samsetn- inguna hundleiðinlegur, en orðið hundur getur þýtt óþokki, og hundspott er skammaryrði um mann. Það virðist því vera ýmislegt neikvætt tengt orðum sem byrja á hund-. Ef ég slæ inn orðið hundleiðinlegt í leitarvél Google, koma upp 230.000 niðurstöður – sem gefur ef til vill ágætis hug- mynd um hversu mikið Íslendingar nota þetta orð í daglegu tali. Ef ég hins vegar gúgla orðið hundskemmtilegt hef ég 159 heimasíður upp úr krafsinu. Það eru þó fleiri en ég bjóst við; ég hélt að engum dytti í hug að nota orðið hundskemm- tilegt. En þetta sýnir bara að fleiri eru sama sinnis og ég og finnst orðið hundleiðinlegt vera rangyrði. Til gamans má geta þess að 7.200 niðurstöður koma upp ef ég slæ inn orðið „þrælskemmtilegt“ en ég veit ekki til þess að það sé eitthvað skemmtilegt við að vera þræll. Því hvet ég ykkur öll, næst þegar þið gerið eitthvað skemmtilegt, að orða það á eftirfarandi hátt: „Þetta var alveg hundskemmtilegt!“ Freyja og dýrin Hundleiðinlegt Freyja Kristinsdóttir freyja @frettatiminn.is Þjálfun katta Allir vita að hægt er að þjálfa hunda en flestir halda að það sé al- gjörlega vonlaust að þjálfa ketti. Það þarf reyndar aðeins meiri þolinmæði við kattaþjálfun en það er vissulega hægt. Það er meira að segja hægt að kenna þeim ýmsar kúnstir en það er að- eins hægt með jákvæðri styrkingu, það er að segja með því að verðlauna fyrir rétta hegðun. Ef kettir upplifa eitthvað neikvætt varðandi þjálfunina, svo sem skammir, missa þeir umsvifalaust áhuga á henni. Fyrir þá sem hafa áhuga á að spreyta sig við að kenna kisunum sínum að gefa fimmu, rúlla og fleira í þeim dúr, mæli ég með bókinni „Cat training in 10 minutes“ eftir Miriam Fields-Babineau. Ekki einungis til að vekja aðdáun gesta heldur er það í raun mjög ánægjulegt fyrir ketti að læra nýja hluti á jákvæðan hátt og það styrkir samband eigandans og kisunnar. Allir græða því á kattaþjálfun!  Dýr oG BæKUr kattakúnstir Með tíu mínútna þjálfun á dag er hægt að kenna kisunum ýmis brögð. Brynningartæki fyrir hunda Sumarið er tími langra göngutúra með hundana í fallegri náttúru og (vonandi) góðu veðri. Hundar hlaupa yfirleitt fram og til baka og fara því mörgum sinnum lengri vegalengd en eigandinn. Öll þessi hreyfing kallar á mikinn þorsta og því getur verið gott að taka með sér vatn fyrir hundinn. Í mörgum gælu- dýraverslunum er hægt að kaupa græju sem er í senn vatnsflaska og skál. Skálin umlykur flöskuna þegar hún er ekki í notkun og tekur því ekkert aukapláss. Einfalt og þægilegt. Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.