Fréttatíminn - 22.07.2011, Síða 39
ÍSLENSKT
HUNDANAMMI
Fæst í Bónus, Samkaup,
10-11, Fjarðarkaup og Inspired
Keflavíkurflugvelli
gott í þjálfun og í leik
VINSÆLVARA
dýrin okkar 39 Helgin 22.-24. júlí 2011
Fyrir hundinn þinn
Við höfum áratuga reynslu af ræktun hunda og höfum prófað ýmsa valkosti í fóðrun. Niðurstaða okkar
er að Pedigree sé besti og hagkvæmasti valkosturinn. Við treystum Pedigree fyrir hundunum okkar.
Sankti-Ice Forever Perfect (St. Bernharðs) vann tegundarhóp tvö og var valinn besti hundur sýningar. Heimsenda Stóri Skjálfti (Australian
Shepherd) var valinn besti hundur tegundar og vann tegundarhóp eitt. Með þeim á myndinni eru Kresten Scheel dómari frá Danmörku og
Guðný Vala Tryggvadóttir og Hjörtur Eyþórsson eigendur.
Pedigree vann
á sumarsýningu HRFÍ 2011
Guðný Vala Tryggvadóttir og
Hjörtur Eyþórsson hundaræktendur.
Pedigree® Adult Vitality er framleitt úr sérvöldum
hráefnum sem fullnægja næringarþörf hundsins
þíns í hverri máltíð.
Adult healthy vitality
mikilvæg vítamín
og steinefni
Öll næring sem hundurinn þinn þarfnast: Rétta blandan af næringarefnum
sem heldur hundinum þínum heilbrigðum og fullum af orku.
Heilbrigð húð og glansandi feldur: Rétt blanda af Omega 3 og 6 tusýrum
gagnast hundinum þannig að hann ha það gott og líti vel út.
Styrkir náttúrulegar varnir: Vítamín E, andoxunarefni og valin steinefni
stuðla að verndun náttúrulegra mótefna hundsins þíns.
Sterkar tennur og heilbrigt tannhold: Sérmótaðir stökkir bitar sem halda
tönnunum sterkum. Án viðbætts sykurs.
Vöðvabygging: Úrvalskjötprótein styrkir vöðva.
www.pedigree.is
Þróað af dýralæknum Engin tilbúin bragðefni Enginn viðbættur sykur
Pedigree hvetur alla hundeigendur til að virða lög og reglur um hundahald.
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
11
7
74
lísa Björk Hélt tombólu fyrir Heimilislausar kisur
Safnaði fyrir Kattholt
Í sólskininu á mánudaginn mátti
sjá gullfallega stúlku sitja með
fallega muni fyrir utan Melabúð-
ina. Þetta var hún Lísa Björk
Hannesdóttir, 11 ára,sem sagð-
ist hafa frétt af vanda Kattholts,
sem Kattavinafélag Íslands rek-
ur. Þar er mikill fjárhagsvandi
og óskilakettir skipta tugum.
„Ég las eða heyrði ein-
hvers staðar að það væri allt
fullt af heimilislausum kisum
í Kattholti. Ég á sjálf hund, en
mamma, pabbi og systir mín
höfðu átt kött áður en ég fædd-
ist. Mér fannst svo sorglegt að
heyra um kisurnar að ég hringdi
í ömmu og afa og bað þau að
útvega mér muni til að selja á
hlutaveltu. Þau búa í stóru húsi
fyrir eldri borgara við Granda-
veg og amma hringdi bara í alla
sem hún þekkti í húsinu og bað
þá að athuga hvort þeir ættu
ekki eitthvað í geymslunum
sem þeir vildu losna við. Það
brugðust allir mjög vel við og ég
fékk marga fallega hluti, eins
og vasa og koparkertastjaka. Á
mánudaginn sat ég fyrir utan
Melabúðina frá hálf þrjú til hálf
átta og safnaði þá rúmum 14.000
krónum en á miðvikudaginn
var ég bara í tvo tíma og safnaði
4.000 krónum.“
Að sögn Önnu Kristine
Magnúsdóttur, formanns
Kattavinafélags Íslands koma
peningarnir frá Lísu Björk sér
afar vel. Kattholt stendur illa
fjárhagslega og Kattavinafélagið
vonar að fleiri fylgi fordæmi
Lísu Bjarkar og aðstoði við að
byggja upp fallegt heimili fyrir
óskilaketti.
Fróðleikur um kisur
n Það er misskilningur að taka eigi kettlinga
frá mæðrum sínum þegar þeir eru átta
vikna. Best er að þeir fari ekki fyrir þriggja
mánaða aldur. Ástæðan
er sú að ónæmiskerfið
þarf að þroskast svo
að þeir þoli betur bólu-
setningar og sýkingar
þegar þeir eru eldri.
Einnig þarf ungviðið að læra gegnum leik
við mömmu sína og systkin hversu langt má
ganga gagnvart öðrum kisum. Þannig læra
þeir til dæmis hversu fast þeir mega bíta
og læra samskipti við aðra. Ef upp koma
hegðunarvandamál hjá köttum má mjög oft
rekja það til þess að þeir hafa verið teknir
frá mæðrum sínum of ungir.
n Nauðsynlegt er að gera ófrjósemisað-
gerðir á köttum áður en þeim er leyft að
ganga lausir úti. Þetta er mikilvægt til
að sporna við því að of margir kettlingar
fæðist, enda fá þeir aldrei allir heimili.
Ógeltir kettir leita burt frá heimilinu og eru
því líklegri til að týnast, lenda í slagsmálum
og slasast. Það er misskilningur að bíða
þurfi með ófrjósemisaðgerðir á köttum fram
að sex mánaða aldri; þær má gera þegar
þeir eru 12 vikna.
n Áður en fólk ákveður að fá sér kött á
heimilið verður það að vita að það kostar
peninga að eiga kött. Köttur er ekki leik-
fang, heldur lifandi vera sem sinna þarf af
mikilli alúð alla daga ársins. Að eiga kött
er allt að tuttugu ára skuldbinding og því
þarf fólk að vera búið að gera upp hug
sinn vandlega áður en kisa er tekin inn á
heimilið.
n Oft er betra að fá sér tvo ketti heldur en
einn, einkanlega þegar fólk er útivinnandi.
Kettirnir hafa þá félagsskap hver af öðrum
og eru oft í betra jafnvægi, auk þess sem
það er betra fyrir samvisku eigandans að
skilja þá eftir heima þegar farið er til vinnu.
n Hundar og kettir geta auðveldlega búið
saman og orðið mjög góðir vinir. Kettir geta
vanist flestum öðrum dýrum og lært að lifa
góðu lífi í fjölbreytilegum aðstæðum.
Lísa Björk Á hund sjálf en vill leggja sitt af
mörkum til þess að óskilakisum líði betur.
Mér fannst
svo sorglegt
að heyra um
kisurnar að ég
hringdi í ömmu
og afa og bað
þau að útvega
mér muni til að
selja á hluta-
veltu.