Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Side 48

Fréttatíminn - 22.07.2011, Side 48
48 tíska Helgin 22.-24. júlí 2011 forte Multidophilus Forte er breiðvirk probiotic blanda  sem inniheldur 10 Milljarða virkra gerla. Mælt er með einu hylki á dag til að viðhalda góðri þarmaflóru. „Probiocap®” Multidophilus forte er framleitt með nýrri aðferð sem tryggir líftíma gerlana og virkni þeirra. Ný og öflug blanda af meltingargerlum Multi doPhilus Fæst í heilsubúðum, apótekum og flestum matvöruverslunum. Nú situr Heinz Á TOPPNUM Svínvinsæla metsölubókin To Kill A Mockingbird skaust aftur upp á metsölulistann í Bretlandi í vikunni og hefur hún selst meira á síðustu tíu dögum en hún gerði allt síð- asta ár. Ástæðuna má rekja til Beck- ham-hjónanna því að sögn Davids er nýjasta barn þeirra, dóttirin sem fæddist 11. júlí, skírð eftir höf- undi bókarinnar, Harper Lee, sem sé einmitt uppáhaldshöf- undur Victoriu. Hún fullyrðir að þetta sé bæði ástríðufull og áhrifa- mikil bók sem skilji mikið eftir sig. Það eina sem ruglar aðeins þetta dæmi er sú staðreynd að árið 2005 sagð- ist Victoria aldrei hafa lesið bækur og myndi aldrei gera; hún hefði ekki tíma til að lesa bækur og eyddi frekar tímanum í að hlusta á tónlist, versla og lesa tímarit. Gömul metsölubók skýst á toppinn, þökk sé Beckham-hjónunum  yfirhöfn fyrir bæði kyn Tímalaus klassík r ykfrakkinn hefur verið vinsæl yfirhöfn í gegnum tíðina en er þó einstaklega áberandi núna í sumar. Frægar stjörnur láta mynda sig í slíkum flíkum og eiga gjarna fleiri en eina. Frakkinn passar við nærri allt og hentar fyrir bæði kynin. -kp Breska sjónvarps- stjarnan og tísku- frömuðurinn Alexa Chung er alltaf snemma í tískunni og klæddist þessari kápu í vor. Áhrifamesta fyrirsæta heims, Anja Rubik; að sjálfsögðu í nýjustu tísku á Times Square. Breski XFactor- kynnirinn Dermot O’Leary sást í Glas- gow í júnímánuði. Hönnuðurinn Stella McCartney klædd- ist síðum rykfrakka í London í lok júní. Gwen hannar föt fyrir börn Söngkonan og hönnuður- inn Gwen Stefani hefur stjórnað fatamerkinu L.A.M.B. í rúm sjö ár og vegna vaxandi vinsælda hefur hún ákveðið að hefja framleiðslu á barna- fatnaði. Barnalínan mun nefnast Harajuku Mini og segir söngkonan þetta vera langþráðan draum. Fatnaðurinn á að koma í búðir í tveimur hollum; fyrst í nóvember og svo í janúar á næsta ári. Verð- lagið verður lágt og mun hver flík ekki kosta meira en 29 dollara. Innblástur Harajuki Mini-línunnar ku koma frá annarri línu sem Gwen hefur lengi haldið úti og er hönnuð fyrir fullorðna, Harajuku. Sú lína inniheldur aðeins flíkur með japönskum innblæstri líkt og nýja barnalínan. 20 ára 20% afsláttur af öllum vörum fimmtudag til laugardags. 2 0 % a f s l á t t u r k r i n g l u n n i | s m á r a l i n d | l æ k j a r g ö t u | l e i f s s t ö ð 5 8 8 7 2 3 0 5 6 5 9 6 8 0 5 1 1 1 0 0 3 4 2 5 0 8 0 0 Ný ve rsl un í L æ kja rg öt u 2

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.