Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Page 51

Fréttatíminn - 22.07.2011, Page 51
Tjú tjú Cocoa Puffs! ÍS LE N SK A/ SI A. IS / N AT 5 35 87 0 2/ 11  ráðstefna Markaðssetn- ing Nick Cave og Radiohead afhjúpuð „Við erum búin að staðfesta fyrstu fyrirlesarana en fleiri verða kynntir á næstunni,“ segir María Rut Reynis- dóttir, ráðstefnustjóri You are in Control, sem haldin verður í fimmta sinn nú í haust. Af fyrirlesurunum sem taka þátt í ár má helst nefna Jane Poll- ard og Iain Forsyth. „Bæði eru þau myndlistarmenn og nota menntun sína og hæfi- leika óspart við vinnu með tón- listarfólki. Þau hafa unnið með listamönnum eins og Adele, Nick Cave, Pulp, Radiohead, Depeche Mode, Gil Scott-Her- on og fleirum og eru algjörir snillingar í stafrænni markaðs- setningu. Upphaflega sner- ist ráðstefnan eingöngu um stafræna þróun í tónlistarheim- inum og þau tækifæri sem hún felur í sér en nú fjallar hún um þetta sama málefni út frá öllum skapandi greinum og er sam- starfsverkefni Íslandsstofu og skapandi greina á Íslandi.“ Ráðstefnan verður haldin í Hörpu dagana 10.-12. október. „Við erum að fara af stað með miðasölu og bjóðum upp á flott Early-Bird tilboð (20.000 kr.) og pakkatilboð með Iceland Airwaves þar sem fólk getur fengið miða á báða viðburði fyrir aðeins 25.000 krónur (takmarkað upplag).“ Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á www.youareincont- rol.is thorakaritas@frettatiminn.is Jane Pollard hefur aðstoðað Nick Cave og Radiohead við að markaðssetja sig á netinu. Hún verður með fyrirlestur í Hörpu í október.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.