Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Qupperneq 52

Fréttatíminn - 22.07.2011, Qupperneq 52
Mér fannst þetta svo ótrúlegt og æðislegt ... ég var í hálf- gerðu sjokki. Cheryl Cole selur notuð föt Síðustu tvær vikur hefur enska söngkonan Cheryl Cole haldið úti uppboði á fatasíðunni Asos. com þar sem hún selur gömul föt af sjálfri sér. Á þessum stutta tíma hafa tutt- ugu kjólar selst og út úr dæminu fékk hún tæpar ellefu milljónir íslenskra króna fyrir þá. Allan ágóðann ætlar Cheryl að gefa til styrktar fá- tækum börnum í Englandi. Cheryl segist ekki hafa búist við slíkri upphæð fyrir kjólana og stefnir nú á að bæta við fleiri flíkum á uppboðið. www.glowogblikk.isPantanir: og 661 3700 Þú finnur okkur líka á facebook  mia maestro twilight-stjarna  heimsendir Bára lind Þórhallsdóttir Hollywood-leikkonan Mia Maestro, sem leikur í nýjustu Twilight-myndunum og er með- al annars þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndinni Frida Kahlo, hefur bæst í hóp Íslandsvina. Hún hefur verið með annan fót- inn hér á landi síðan Emiliana Torrini kynnti hana fyrir landi; kom fyrst hingað þegar hún var með upphitunaratriði á tónleikum Emiliönu í Háskóla- bíói í fyrra. Mia hefur ferðast um allt land en einnig haldið mikið til í Gróðurhúsi Valgeirs Sigurðssonar í Breiðholti. Þar hefur hún unnið hörðum hönd- um í upptökuverinu og lagt lokahönd á nýja plötu þar sem hún syngur og semur öll lögin sjálf. Óvíst er hvenær platan, sem er frumraun Miu Maestro, kemur út en Íslendingar ættu að vera vakandi fyrir tónlist þessarar hæfileikaríku blóma- rósar. -þká Mia tók upp plötu á Íslandi Þ egar ég heyrði að ég hefði fengið hlutverkið var ég ekki alveg að trúa þessu,“ segir Bára Lind Þórhalls- dóttir sem er fjórtán ára og leikur um þessar mundir í nýjustu sjónvarpsseríu leik- stjórans Ragnars Bragasonar, Heimsendi. „Þetta var auglýst í blaði og ég sendi inn umsókn en fékk aldrei svar. Svo var hringt í mig og mér var sagt að Sönglist, leiklistar- skólinn sem ég er í, hefði mælt með mér og að þau vildu endilega fá mig í prufu. Ég fór í hana, komst áfram og fór svo í aðra prufu og lék á móti Pétri Jóhanni og Jörundi og svo var hringt í mig og mér boðið hlutverk- ið,“ segir Bára skínandi af hamingju. „Mér fannst þetta svo ótrúlegt og æðislegt, að vera búin að fá hlutverk í sjónvarpsþætti, að ég var í hálfgerðu sjokki. Þegar ég kom svo út í bíl með mömmu eftir að hafa verið til- kynnt að ég hefði fengið hlutverkið, öskraði ég og þá fór ég fyrst að ná þessu. Ég var svo ánægð. Þetta var æðisleg tilfinning sem ekki er hægt að lýsa.“ Pétur Jóhann leikur iðjuþjálfa í nýju seríunni og Bára fer með hlutverk dóttur hans. „Hún heitir Álfheiður og er á geðspítalanum með pabba sínum sem vinnur þarna – og hana langar ekkert til að vera þarna. Hann dregur hana með sér en hún vill bara vera á þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Bára sem fullyrðir að það gerist margt spennandi á þessum geðspítala. „Álfheiður er að pukrast í kringum sjúklingana og er mjög forvitin um aðstæðurnar. Serían verður mjög spennandi en er líka fyndin á köflum. Þetta verða æðislegir þættir, bæði grín og spenna,” segir Bára Lind sem stefnir að því að vinna meira við leiklist í framtíðinni. „Ég stefni að því að verða leik- og söngkona því þetta er brautin sem ég vil vera á. Ég stefni á að fara í Listaháskólann eftir menntaskóla en hef líka verið að skoða leiklistarskóla í London.“ thorakaritas@frettatiminn.is Leikur dóttur Péturs Jóhanns í Heimsendi Öskraði þegar hún hreppti hlutverkið. Bára Lind Þórhallsdóttir, 14 ára nemandi í Álftanesskóla, fer með hlutverk í Heimsendi í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Kim kærir tvífara Fyrirsætan og raunveru- leikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian hefur stefnt Old Navy-fataverslununum og móðurfélagi þeirra, The Gap, fyrir að nota stúlku sem er nauðalík henni í fataauglýsingum sínum. Auglýsingamyndband frá Old Navy, sem skartar föngulegri dökkhærðri konu sem svipar mjög til Kim, hefur verið skoðað rúmlega 2.000.000 sinnum á YouTube. Kim telur tvífara sinn í auglýsingunum geta ruglað neytendur í ríminu auk þess sem uppátæki Old navy kasti rýrð á þau vörumerki sem hún styður með útliti sínu og persónu. Þar á meðal hennar eigin fata- og skólínu. 52 dægurmál Helgin 22.-24. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.