Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Side 8

Fréttatíminn - 25.03.2011, Side 8
Rúmlega 1.200 útlendingar á árlega hátíð CCP EVE Fanfest, árleg hátíð og ráð- stefna tölvuleikjafyrirtækisins CCP, fer fram þessa dagana í Laugardalshöll. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, setti há- tíðina í gær en hún stendur fram á laugardag. Aldrei fyrr hafa jafn margir miðar selst á hátíðina á erlendum vettvangi. Rúmlega þúsund spilarar EVE Online koma til landsins á hátíðina, ásamt blaðamönnum, samstarfsmönnum og samstarfsaðilum CCP. Yfir 1.200 manns koma gagngert á hátíðina erlendis frá. Þegar allt er talið munu vel yfir 1.200 manns koma hingað til lands gagngert til að mæta á Fanfest 2011. Við bætast íslenskir gestir, en búist er við að allt að 3.000 manns sæki fjölmennustu viðburði hátíðar- innar. Viðburðurinn skilar, að sögn aðstandenda hátíðarinnar, um 300 milljónum í þjóðarbúið. -jh F ræðslunefnd telur að samræma þurfi vetrarleyfi á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta skólaár. Höfuðborgarsvæðið er eitt vinnu- og tómstunda- svæði. Mörg dæmi eru um að kennari vinni í einu sveitarfélagi en búi í öðru og sé í fríi á öðrum tíma en börnin sín. Börn sækja einnig í mörgum tilfellum íþróttir og/eða tómstundir í önnur sveitarfélög en þau búa í og eru dæmi um að viðkomandi íþróttafélag eða tómstund sé í fríi á sama tíma og skólar í viðkomandi sveitarfélagi sem þarf alls ekki að samræm- ast leyfum skólabarna. Fræðslunefnd vill hvetja formenn skóla- og fræðslunefnda á höfuðborgarsvæðinu til að hittast og ræða möguleika á samræm- ingu vetrarleyfa á höfuðborgarsvæðinu.“ Svona hljómar bókun á fundi fræðslunefndar Álftaness á þriðjudaginn sem sam- þykkt var einróma. Kjartan Örn Sigurðsson, formaður fræðslunefndar Álftaness, segir í samtali við Fréttatím- ann að nú séu sjö sveitarfélög hvert í sínu horni að huga að sínum málum og honum finnst sárlega vanta samstarf á milli sveitarfélaganna í þess- um mikilvæga málaflokki. „Það þarf að búa til vettvang til að hægt sé að ræða saman. Og ég held að það sé fínt að byrja á því að reyna að sam- ræma vetrarfríin,“ segir Kjart- an og bendir til að mynda á að vetrarfríin í Hafnarfirði hafi verið mismunandi eftir skól- um. „Höfuðborgarsvæðið er eitt vinnu- og tómstundasvæði og ætti í raun að vera eitt skólasvæði. Það er til dæmis  skólamál VetrarFrí Vilja samræmt vetrarfrí á höfuð- borgarsvæðinu Fræðslunefnd Álftaness hvetur formenn skóla- og fræðslunefnda á höfuðborgarsvæðinu til að hittast. Kjartan Örn Sigurðsson, formaður fræðslu- nefndar Álftaness, vill samræmt vetrarfrí á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hvert stefnir Þjóðkirkjan? „Þjóðkirkjan okkar– hvert stefnir?“ er heiti málþings í Neskirkju í dag, föstudag, milli klukkan 12 og 14. Í til- kynningu segir að í kjölfar hrunsins haustið 2008 hafa fylgt gjaldþrot, atvinnuleysi og almennur trúnaðar- brestur. Traust til lykilstofnana hafi minnkað, m.a. til Þjóðkirkjunnar, og sé traust til hennar nú í sögulegu lágmarki. Frummælendur eru Hulda Guðmundsdóttir, fyrrverandi kirkjuþingsfulltrúi, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Ævar Kjartansson útvarpsmaður, Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi og Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna. Að loknum framsögum mun Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, bregðast stuttlega við þeim. Síðan er opið fyrir umræður eða spurningar úr sal. Fundarstjóri er sr. Sigurður Árni Þórðarson. Hægt er að kaupa kaffi, súpu og saltfisk á staðnum. -jh skrýtið að heyra sjálfstæðismenn í Reykjavík gagnrýna Besta flokkinn fyrir aðgerðir í skólamálum, aðgerðir sem sjálfstæðismenn í Garðabæ eða á Seltjarnarnesi eru sjálfir að grípa til.“ Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður skólanefndar Seltjarnarness, segir í samtali við Fréttatímann að það sé ágætt að skoða þetta mál. „Þarna takast á tvenn sjón- armið. Annars vegar finnst fólki gott að vera ekki í fríi á sama tíma og allir aðrir en hins vegar eru öll íþrótta- mót miðuð við vetrarfríin í Reykjavík sem er slæmt þar sem krakkarnir vilja keppa á mótum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hittast og fara yfir þetta,“ segir Sigrún Edda. Spurð um víðtækara samstarf sveitarfélaganna í skólamálum segir hún að henni sýnist Samtök sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu vera farin að stefna inn á þá braut. „Það er bara eðlileg þróun,“ segir Sigrún Edda. oskar@frettatiminn.is Helgin 25.-27. mars 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.