Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 25.03.2011, Qupperneq 10
www.kolors.is Fyrir hverja selda tösku er plantað tré Framleiddar eftir Fair Trade stefnunni Umhverfisvænar tískutöskur Frábær fermingargjöf Búnar til úr sælgætisbréfum, dagblöðum, gosdósaflipum o.fl. Akureyri HRÍM hönnunarhús Vestmannaeyjum PÓLEY Laugavegi EMAMI E n d u r s ö l u a ð i l a r Líf í árvekni Mindful Living Sálfræðistofa Björgvins Ingimarssonar www.salfraedingur.is Skráning í síma 571 2681 eða bjorgvin@salfraedingur.is Sex vikna námskeið í einfaldari og streituminni lífsstíl Lausnir við streitu, krónískum verkjum, vefjagigt, síþreytu, ofþyngd og kvíða Miðvikudaga 20.00 – 21.45 13. apríl – 18. maí H úsafriðunarnefnd hefur samþykkt að undirbúa friðun tveggja gamalla húsa á Kópavogstúni, gamla Kópa- vogsbæjarins og Kópavogshæl- isins. Skipulagsnefnd Kópa- vogsbæjar ákvað á síðasta ári, að því er fram kemur á vef bæjarins, að óska eftir því að húsin yrðu friðuð. Það kemur í hlut menntamálaráðherra að friða húsin að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar. Vonast er til að af því verði fljótlega. Gamli Kópavogsbærinn er elsta steinhús bæjarins. Hann var reistur á árunum 1902 til 1904 og Kópavogshælið var reist á árunum 1925 til 1926. Guðjón Samúelsson húsa- meistari teiknaði síðarnefnda húsið. Þar var fyrst hæli fyrir berklasjúklinga en síðar holdsveikisjúklinga, eins og fram hefur komið í umfjöllun Fréttatímans að undanförnu. Á sjötta áratugnum var hælið gert að vistheimili fyrir þroskahefta og rekið sem slíkt allt til ársins 1975. Um tíma fór þar fram kennsla fyrir þroskaþjálfanema en húsið hefur staðið ónotað frá árinu 1985. „Bæði húsin eru í mik- illi niðurníðslu og þarfnast mikilla viðgerða. Ýmsar hug- myndir hafa verið ræddar um mögulega starfsemi, til dæmis mætti koma þar fyrir minja- safni eða aðstöðu fyrir lista- menn. Ekkert hefur þó verið ákveðið enn sem komið er,“ segir enn fremur á vefnum en þar kemur fram að með friðun sé bærinn að tryggja að húsin standi um ókomna tíð. Nokkrar arkitektastofur hafa, í samstarfi við Þorleif Friðriksson sagnfræðing, lagt fram hugmyndir um að koma upp einstöku safni á Kópavogstúni þar sem rakin yrði híbýlasaga heillar þjóðar og fyrrgreind tvö hús yrðu miðpunktar svæðisins. -jh  friðun Minjasafn eða aðstaða fyrir listaMenn Kópavogshæli og gamli Kópavogsbærinn friðuð Það kemur í hlut menntamálaráðherra að friða húsin að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar. Bæði húsin í mikilli niðurníðslu. Gamli Kópavogsbærinn, elsta hús Kópavogs. Lj ós m yn d/ H ar i Pálmi tapaði gegn Svavari Svavar Halldórsson, fréttamaður á RÚV, var á þriðjudaginn sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af kröfum afhafnamannsins Pálma Haraldssonar sem krafðist þriggja milljóna króna miskabóta vegna þess sem hann taldi ærumeiðandi fréttaflutn- ing Svavars. Í niðurlagi dómsorðsins kom fram að þótt Svavari hefði getað skjátlast að einhverju leyti um mat sitt á heimildum væri ósannað að fréttin hefði verið flutt í „vondri trú“. Því var Svavar sýkn- aður. Pálmi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir að dómur var kveðinn upp þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með dóminn og að honum yrði áfrýjað til Hæstaréttar. -óhþ Vilja að TM borgi málaferli í New York Lárus Welding, fyrr- verandi forstjóri Glitnis, Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverandi stjórnar- formaður bankans, og Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarmaður, hafa stefnt Tryggingamiðstöðinni vegna þess sem þeir telja brot á stjórnendatryggingu sem þeir telja að Glitnir hafi keypt af TM á meðan þremenningarnir störfuðu fyrir bankann. Þeir krefjast þess að tryggingafélagið greiði kostnað þeirra við málaferli skilanefndar Glitnis gegn þeim þremur, Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni, Pálma Haraldssyni, Ingibjörgu Pálmadóttur og Hannesi Smárasyni. Tryggingamiðstöðin neitar að greiða kostnað þeirra sem hleypur á tugum milljóna hjá hverjum fyrir sig. -óhþ s amkvæmt fornum hefðum, sem eiga rætur sínar rekja til þess tíma þegar Sveini Björnssyni var fylgt til skips, er eitt af skylduverkum hand- hafa forsetavalds að fylgja forseta Íslands út á flugvöll þegar hann fer úr landi og jafnframt taka á móti honum. Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætis- ráðuneytinu, staðfesti þetta í samtali við Fréttatímann en gat ekki gefið neinar upp- lýsingar um það hvernig þessari hefði væri framfylgt. Hann sagðist þó telja ólík- legt að allir þrír handhafarnir ferðuðust út á flugvöll með forsetanum enn þann dag í dag líkt og raunin var á árum áður. Líkleg- ast taldi hann að forseti Alþingis sæi um þessa hlið starfans en forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar sinntu þessu lítið. Fréttatíminn ákvað að kanna hversu oft handhafarnir, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir, hefðu verið fylgdarkonur forsetans á síðasta ári. Óhætt er að segja að þessar upplýsing- ar liggi ekki á lausu. Send var fyrirspurn til allra handhafanna þriggja með þremur spurningum sem lutu að ferðum þeirra, sem handhafar forsetavalds, með forseta út á flugvöll. Ekkert svar hefur borist frá handhöfunum og ekki hefur reynst unnt að ná þeim í síma. Ásta Ragnheiður hefur til að mynda ekki séð ástæðu til að svara skilaboðum sem hafa verið lögð fyrir hana á hverjum degi í þessari viku. Eins og greint var frá í Fréttatímanum í síðustu viku staðfestu handhafar forseta- valds 29 lög á síðasta ári í fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar en hver handhafi fyrir sig fær um tuttugu þúsund krónur á dag fyrir að sinna sínu hlutverki. Laun handhafanna lækkuðu ekki þegar for- seti Íslands bað um launalækkun á síð- asta ári. Eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um þann mismun sóttu handhafarnir um launalækkun til samræmis við forsetann. Ekki verður annað sé en að helstu hlut- verk handhafanna séu annars vegar að staðfesta lög og hins vegar að fylgja for- setanum til og frá flugvelli. Vert er að hafa í huga að handhafarnir skrifuðu undir mörg lög suma dagana. Forsetinn fór í þrettán utanlandsferðir á síðasta ári og því má gera ráð fyrir að einhver hand- hafanna hafi þurft að skottast Reykjanes- brautina 26 sinnum til að fylgja forsetan- um til og frá flugvelli. oskar@frettatiminn.is  HandHafar forsetavalds ferðalög Leynd hvílir yfir fylgd- arkonum forsetans Ómögulegt virðist vera að fá upplýsingar um það hversu oft handhafar forsetavalds hafa fylgt forset- anum út á flugvöll á undanförnum tveimur árum líkt og venjan ku vera. ... því má gera ráð fyrir að einhver handhafanna hafi þurft að skottast Reykjanes- brautina 26 sinnum til að fylgja forset- anum til og frá flugvelli. Jafnframt fékk forsetaembættið fyrirspurn í nokkrum liðum. Í svari frá Örnólfi Thorssyni forsetaritara kom fram að vert væri þó að vekja athygli á því að fyrirspurnin væri nokkuð viðamikil og varðaði þætti sem embættið hefði ekki haldið skrá um. Embættið myndi svara spurningum en þyrfti tíma til að taka svörin saman. Spurningar til forsetaembættisins: 1. Hversu oft fylgdu handhafar forsetavalds forseta Íslands út á flugvöll á árunum 2009 og 2010, sundurliðað eftir árum og einstökum ferðum? 2. Hversu oft fylgdu handhafar forsetavalds forseta Íslands af flugvelli á árunum 2009 og 2010, sundurliðað eftir árum og einstökum ferðum? 3. Hvaða handhafar forsetavalds komu við sögu í tveimur fyrstu liðunum hér að ofan, sundurliðað eftir árum og einstökum ferðum? Spurningar sem voru lagðar fyrir handhafana þrjá: 1. Hversu oft fylgdir þú forseta Íslands út á flugvöll á síðasta ári? 2. Varstu á eigin bíl? 3. Varstu líka til að taka á móti honum við heimkomu? Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, svarar með þögninni einni saman. Lj ós m yn d/ H ar i 10 fréttir Helgin 25.-27. mars 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.