Fréttatíminn - 25.03.2011, Síða 12
Nánari upplýsingar
á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Berlín og Dresden
Borgarferð
Verð á mann í tvíbýli:
83.900 kr.Innifalið: Flug til Berlínar með sköttum og öðrum
greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á góðu
hóteli með morgunverði og íslensk fararstjórn.
13.–16. maí
Fararstjóri: Hjálmar Sveinsson
M ótmæli undafarinna vikna hafa snúist um lýðræði, mannréttindi og framtíð fátækasta lands Arabíuskagans. Upp
úr sauð þegar 52 mótmælendur voru skotnir til
bana af leyniskyttum á föstudaginn var en talið
er að árásin hafi markað upphaf nýrra tíma í
landinu.
Héðinn kom til Jemens frá Kaupmannahöfn
þar sem hann hefur búið undanfarin fimm ár
og meðal annars starfað fyrir Alþjóðasamband
Rauða krossins. Hann er menntaður í þróunar-
og friðarfræðum og var fenginn til starfa hjá
UNICEF í gegnum dönsku flóttamannahjálp-
ina. Hann hefur einnig unnið sem fréttamaður
á RÚV um árabil. Mótmælaaldan sem breiðst
hefur út um arabalöndin teygði anga sína til Je-
mens. Starf Héðins breyttist því fljótt en í upp-
Bylting í návígi
hafi var ætlunin að hann ferðaðist
um landið og miðlaði upplýsingum
um verkefni UNICEF. „Við ættum
að vera úti um landið að hitta fólk
og skrásetja hvernig verkefnum
miðar. Ég komst einu sinni til
að heimsækja norðurhéruðin en
vegna öryggisleysisins í landinu
hef ég þurft að halda mig á skrif-
stofunni hér í borginni og hef reynt
að miðla því sem ég get héðan.“
Uppreisn gegn einræði
Ástandið í Jemen er margslungið
og flókið og átökin sem hafa
breiðst út í landinu að undanförnu
eiga sér margar rætur. „Jemen er
mallandi pottur af ýmiss konar
vandamálum. Landið var sameinað
fyrir 15 árum og er að mörgu leyti
enn mjög ósamstætt. Helmingur
landsmanna er undir átján ára aldri
og hvergi í heiminum er réttur
kvenna minni. Um það bil helm-
ingur barna er vannærður og hér
er einnig gríðarlegur flóttamanna-
vandi. Þar er um að ræða bæði
Jemena, sem eru á flótta vegna
átaka í landinu, og flóttamenn
frá Austurströnd Afríku. Þá er
vopnaeign mjög almenn.“ Spennan
var því fyrirsjáanleg af ýmsum
ástæðum þegar uppreisnaraldan
náði til Jemens, lands sem á að
heita lýðræðisríki en þar hefur for-
setinn, Ali Abdullah Saleh, verið
allsráðandi í rúm þrjátíu ár.
„Í Sanaa eru tvennar tjaldbúðir,
annars vegar stuðningsmanna
forsetans og hins vegar mótmæl-
enda. Uppreisnin er kölluð bylting
unga fólksins og spennan hefur
stigmagnast undanfarnar vikur.
Aðallega er það ungt atvinnulaust
fólk sem hefur tekið þátt í mótmæl-
unum en atvinnuleysi í landinu er
um fjörutíu prósent.“
Blóðugur föstudagur
Fæsta óraði þó fyrir því hve harka-
lega stjórnvöld tækju á uppreisn-
inni. Föstudaginn 18. mars voru
52 mótmælendur drepnir, að því
er talið er af óeinkennisklæddum
skyttum úr ranni forsetans. Hann
hefur staðfastlega neitað því að
hans stjórnarhermenn hafi verið
að verki. Einnig eru uppi kenning-
ar um að andstæðingar forsetans
hafi staðið að baki morðunum og
hafi með þeim viljað steypa forset-
anum af stóli. Óumdeilanlegt þykir
að skotárásirnar hafi verið gerðar í
þeim tilgangi að fella mótmælend-
ur en ekki til dæmis til að dreifa
mannfjölda. Skotin beindust að
bringu og höfði fólks. „Myndirnar
af þessu voru skelfilegar,“ segir
Héðinn sem hefur haldið sig í hæfi-
legri fjarlægð frá háskólanum í
Sanaa þar sem tjaldbúðir mótmæl-
enda eru og mótmælin hafa farið
fram.
Í Jemen er helgarfrí á fimmtu-
dögum og föstudögum og þennan
blóðuga föstudag var Héðinn
heima við. „Það er mjög vel hugsað
um öryggi okkar hér og starfs-
fólk UNICEF fékk skilaboð um
að halda sig heima við. Það var
mjög einkennilegt andrúmsloft og
undarlega hljótt um kvöldið. Fólk
var harmi slegið.“ Að sögn Héðins
ríkti mikil sorg í borginni þegar
fórnarlömbin 52 voru jörðuð og
á þriðja hundrað þúsund manns
safnaðist saman á götum úti.
Börnum hótað
Í kjölfar árásanna var ríkisstjórnin
leyst upp og stoðirnar, sem veldi
Saleh hefur byggst á, hafa fallið ein
af annarri á undanförnum dögum.
Margir vilja meina að endalok
valdatíma forsetans séu innsigluð.
Hálfbróðir hans, sem er æðsti
maðurinn í hernum, er búinn að
snúa baki við honum. Sífellt fleiri
hermenn og herforingjar hafa
gengið til liðs við mótmælendur.
„Það er ómögulegt að segja til um
hvernig málin þróast, hvort það
verður í líkingu við Egyptaland
eða Líbíu.“
Héðinn segist finna mjög fyrir
órólegu andrúmslofti í borginni.
„Jemenskur vinur minn, sem er í
háskólanum hér hefur ekki farið í
skólann í viku. Kennsla hefur fallið
niður í barnaskólum víða. Fyrir
nokkrum dögum fréttist af upp-
reisnarmönnum í skólum að hóta
börnum og kennurum því að ef
þau tækju ekki þátt í mótmælunum
yrði skólinn brenndur.“
Engin fjölmiðlaathygli
Héðinn segir Jemen vanalega ekki
á ratsjá fjölmiðla og oft sé erfitt
að fá fréttir þaðan. „Til dæmis var
tveimur kunningjum mínum vísað
úr landi í síðustu viku, breskum og
bandarískum blaðamanni. Það var
ráðist inn til þeirra klukkan sjö að
morgni og þeir keyrðir út á flug-
völl. Fréttamenn Al-Jazeera hafa
heldur ekki fengið að vera hér og
svo mánuðum skiptir hafa blaða-
menn átt erfitt með að fá vega-
bréfsáritanir til Jemens.“
Fari allt á versta veg verður hluti
starfsfólks UNICEF sendur úr
landi, en til þess hefur þó enn ekki
komið. Héðinn segist aldrei hafa
óttast um eigið öryggi og mikil-
vægt sé að halda starfinu áfram;
nú gæti þörfin fyrir UNICEF orðið
enn brýnni. „UNICEF stuðlar að
almennri heilsugæslu, rekur her-
ferðir fyrir bólusetningu, starfar
með flóttamönnum, styrkir vatns-
verkefni, vinnur gegn vannæringu
barna, rekur skóla og leggur sér-
staka áherslu á að koma stúlkum
til náms. Verkefnin eru margþætt
enda vandinn yfrinn.“
Í vestrænum fjölmiðlum er iðu-
lega fjallað um Jemen sem gróðrar-
stíu hryðjuverkasamtaka og uppi
eru kenningar um að Saleh forseti
hafi gagngert ýkt hryðjuverkaógn-
ina sem stafar af Al-Qaida á svæð-
inu, til að viðhalda fjárhagsaðstoð
bandarískra stjórnvalda. Að mati
Héðins mætti fjölmiðlaumfjöllunin
oftar beinast að neyðinni sem ríkir
í landinu og birtist í gríðarlegu
atvinnuleysi, fátækt og almennri
vannæringu.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Ástandið í Sanaa, höfuðborg Jemens, hefur gjörbreyst á þeim
stutta tíma sem Héðinn Halldórsson, fyrrum fréttamaður
Sjónvarpsins, hefur starfað þar sem upplýsingafulltrúi UNICEF.
Hann er nú staddur í hringiðu uppreisnar unga fólksins sem
hefur unnið hluta af her landsins á sitt band og hrakið ríkis-
stjórnina frá völdum.
Héðinn fylgist með
uppreisn unga fólksins í
Sanaa úr návígi.
... vegna
öryggis-
leysisins
í landinu
hef ég
þurft að
halda mig
á skrif-
stofunni
hér í borg-
inni og hef
reynt að
miðla því
sem ég get
héðan.
12 viðtal Helgin 25.-27. mars 2011