Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Page 36

Fréttatíminn - 25.03.2011, Page 36
w w w . i n t e r s p o r t . i s CÉBÉ ECO Skíða- / snjóbrettagleraugu. FIREFLY FLOYD M JACKET Snjóbrettajakki. Snjó- og regnheldur með góðri öndun. Herrastærðir. FIREFLY FIFA W JACKET Snjóbrettajakki. Snjó- og regnheldur með góðri öndun. Dömustærðir. TECHNO PRO FLASH JR Stækkanlegir skautar. Stærðir: 28-31 og 32-35. vETRARSPO RT SKELLTu þÉ R AF STAð! FRáBæRT v ERð! 14.990 (fullt verð 19.990) 15.990 7.990 6.990 12.990 (fullt verð 16.990) 33.490 (fullt verð 47.980) FIREFLY BRETTI Og BINDINgAR Firefly Rampage snjóbretti. Stærðir: 143 - 163 cm. Firefly C20 bindingar. FIREFLY C20 Snjóbrettaskór. Herrastærðir. Helgin 25.-27. mars 2011 A ndinn verður að fá sitt þegar menn koma fullir af súrefni af skíðum í Hlíðarfjalli. Leikfélag Akureyrar er miðpunktur menningarlífsins í bænum. María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir að mjög vel hafi gengið í vetur. Sýningum er hætt á Rocky Horror en verkið sló öll aðsóknarmet. Þá var LA með Pinter-sýningu, Þögla þjón- inn. Það sem er í gangi núna og verður fram yfir páska er gaman- leikurinn Farsæll farsi sem frum- sýndur var 11. mars síðastliðinn. „Það er sýning sem hefur vakið mikla athygli og ánægju og gengur vonandi lengi,“ segir leikhússtjórinn. „Leikararnir eru bara tveir, Edda Björg Eyjólfs- dóttir og Jóhann G. Jóhannsson, þannig að það er bæði farsahrað- inn og skiptingar milli karakt- era sem eru alger galdur,“ segir María, sem sjálf leikstýrði verk- inu. „Það er uppselt á allar fyrstu sýningarnar en við erum búin að setja inn nýjar sýningar svo að farsinn verður örugglega sýndur fram yfir páska. Fólk getur því komið á kvöldin og skemmt sér. Við eigum svo eftir að fá eina gestasýningu í vor frá Common Nonsense sem heitir Af ástum manns og hrærivélar og var sýnt í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð síð- astliðið vor. Verkið er eftir son Akureyrar, Kristján Ingimars- son, sem vinnur það og leikur með Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Kristján er dansleikari og hefur sett saman margar skemmtilegar sýningar. Hann hefur verið í Dan- mörku en kemur annað slagið heim og gerir eitthvað skemmti- legt. Þau gerðu ekkert meira með verkið eftir að það var sýnt á Listahátíð svo að við ákváðum að fá það norður. Þau verða hjá okkur í kringum 20. maí með nokkrar sýningar. Leikfélagið rekur leiklistar- skóla fyrir börn á aldrinum 8 til 15 ára. Mörg þeirra hafa verið hjá okkur í þrjú ár og eru farin að sýna fyrir almenning þar sem verði er stillt í hóf. Þau munu sýna Ávaxtakörfuna í Rýminu,“ segir María. Loks nefnir hún Ævintýra- morgna í leikhúsinu. „Þá koma foreldrar með lítil börn og lána okkur þau í smá vinnu. Við sýnum þeim leikhúsið og leyf- um þeim að leika. Það er mikil ánægja með það. Það er yndislegt ef við getum glatt fólk. Við vitum að fólk hefur minna á milli handanna en það hefur svo gott af því að koma í leikhús. Við erum mikil menn- ingarþjóð, það fer ekki af okkur, enda hefur aðsóknin hjá okkur alls ekki minnkað.“ Við erum mikil menningarþjóð, það fer ekki af okkur.  LeikféLAg AkureyrAr fArsæLL fArsi Jóhann G. Jóhannsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir í hlutverkum sínum í Farsælum farsa. Skiptingar milli karaktera eru alger galdur María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir að aðsókn í vetur hafi verið góð. Rocky Horror sló öll aðsóknarmet og nú gengur skemmtilegur farsi fyrir fullu húsi og verður sýndur fram á vorið. Eyjafjörður í tölum Eyjafjörður er 60 kílómetra langur og um 24 kílómetra breiður við mynni milli Gjögur táar og Sigluness. Styst er á milli stranda við Svalbarðseyri og Dagverðareyri, 2,5 kílómetrar.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.