Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 36
w w w . i n t e r s p o r t . i s
CÉBÉ ECO
Skíða- / snjóbrettagleraugu.
FIREFLY FLOYD M JACKET
Snjóbrettajakki. Snjó- og regnheldur
með góðri öndun. Herrastærðir.
FIREFLY FIFA W JACKET
Snjóbrettajakki. Snjó- og regnheldur
með góðri öndun. Dömustærðir.
TECHNO PRO FLASH JR
Stækkanlegir skautar. Stærðir: 28-31 og 32-35.
vETRARSPO
RT
SKELLTu þÉ
R AF STAð!
FRáBæRT v
ERð!
14.990
(fullt verð 19.990)
15.990
7.990
6.990
12.990
(fullt verð 16.990)
33.490
(fullt verð 47.980)
FIREFLY BRETTI Og BINDINgAR
Firefly Rampage snjóbretti.
Stærðir: 143 - 163 cm. Firefly C20 bindingar.
FIREFLY C20
Snjóbrettaskór. Herrastærðir.
Helgin 25.-27. mars 2011
A ndinn verður að fá sitt þegar menn koma fullir af súrefni af skíðum í
Hlíðarfjalli. Leikfélag Akureyrar
er miðpunktur menningarlífsins
í bænum. María Sigurðardóttir
leikhússtjóri segir að mjög vel
hafi gengið í vetur. Sýningum er
hætt á Rocky Horror en verkið
sló öll aðsóknarmet. Þá var LA
með Pinter-sýningu, Þögla þjón-
inn. Það sem er í gangi núna og
verður fram yfir páska er gaman-
leikurinn Farsæll farsi sem frum-
sýndur var 11. mars síðastliðinn.
„Það er sýning sem hefur
vakið mikla athygli og ánægju
og gengur vonandi lengi,“ segir
leikhússtjórinn. „Leikararnir eru
bara tveir, Edda Björg Eyjólfs-
dóttir og Jóhann G. Jóhannsson,
þannig að það er bæði farsahrað-
inn og skiptingar milli karakt-
era sem eru alger galdur,“ segir
María, sem sjálf leikstýrði verk-
inu. „Það er uppselt á allar fyrstu
sýningarnar en við erum búin að
setja inn nýjar sýningar svo að
farsinn verður örugglega sýndur
fram yfir páska. Fólk getur því
komið á kvöldin og skemmt sér.
Við eigum svo eftir að fá eina
gestasýningu í vor frá Common
Nonsense sem heitir Af ástum
manns og hrærivélar og var sýnt
í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð síð-
astliðið vor. Verkið er eftir son
Akureyrar, Kristján Ingimars-
son, sem vinnur það og leikur
með Ólafíu Hrönn Jónsdóttur.
Kristján er dansleikari og hefur
sett saman margar skemmtilegar
sýningar. Hann hefur verið í Dan-
mörku en kemur annað slagið
heim og gerir eitthvað skemmti-
legt. Þau gerðu ekkert meira
með verkið eftir að það var sýnt
á Listahátíð svo að við ákváðum
að fá það norður. Þau verða hjá
okkur í kringum 20. maí með
nokkrar sýningar.
Leikfélagið rekur leiklistar-
skóla fyrir börn á aldrinum 8 til
15 ára. Mörg þeirra hafa verið
hjá okkur í þrjú ár og eru farin
að sýna fyrir almenning þar sem
verði er stillt í hóf. Þau munu
sýna Ávaxtakörfuna í Rýminu,“
segir María.
Loks nefnir hún Ævintýra-
morgna í leikhúsinu. „Þá koma
foreldrar með lítil börn og lána
okkur þau í smá vinnu. Við
sýnum þeim leikhúsið og leyf-
um þeim að leika. Það er mikil
ánægja með það.
Það er yndislegt ef við getum
glatt fólk. Við vitum að fólk hefur
minna á milli handanna en það
hefur svo gott af því að koma í
leikhús. Við erum mikil menn-
ingarþjóð, það fer ekki af okkur,
enda hefur aðsóknin hjá okkur
alls ekki minnkað.“
Við erum mikil menningarþjóð,
það fer ekki af okkur.
LeikféLAg AkureyrAr fArsæLL fArsi
Jóhann G. Jóhannsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir í hlutverkum sínum í
Farsælum farsa.
Skiptingar milli
karaktera eru
alger galdur
María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir að aðsókn í vetur
hafi verið góð. Rocky Horror sló öll aðsóknarmet og nú
gengur skemmtilegur farsi fyrir fullu húsi og verður sýndur
fram á vorið.
Eyjafjörður í tölum
Eyjafjörður er 60 kílómetra langur og um 24 kílómetra breiður við
mynni milli Gjögur táar og Sigluness. Styst er á milli stranda við
Svalbarðseyri og Dagverðareyri, 2,5 kílómetrar.