Prentarinn - 01.01.1985, Page 7

Prentarinn - 01.01.1985, Page 7
Vinnuvernd Aðvörun vegna rakatækja Það hefur komið í Ijós að raka- tæki geta verið hættuleg heilsu manna. Þetta er sérstaklega at- hyglisvert fyrir prentiðnaðarfólk vegna þess að þau eru töluvert notuð í bókagerð. Það er vegna þess að rakastigið í loftinu verður að vera mátulegt við meðhöndlun pappírs við hinar ýmsu aðstæður, t. d. við brotvélarog offsetprentvél- ar. Þetta uppgötvaðist líka fyrst í prentsmiðju I Englandi 1969. Það sem skeður er að tækin geta mengað andrúmsloftið með sýkl- um, ef þau eru ekki nægilega oft hreinsuð. Veikin sem stafar af þessu er nefnd rakatækjasótt á ís- lensku og nú nýlega birtist grein (Læknablaðið; 70:176-8) um ís- lenska rannsókn á þessu sviði eftir Hreinsið rakatækin vel Davíð Gíslason, Vífilstaðaspítala og Vilhjálm Rafnsson, Vinnueftir- liti. Einkenni veikinnarert. d. þreyta, höfuðverkur, bein- og vöðvaverkir, hár hiti, hrollur og þyngsli fyrir brjósti eða áköf mæði. Einkennin eru mest áberandi eftirfrí eða helg- ar og getur þetta því líkst svokall- aðri mánudagsveiki. Það er fyllsta ástæða til að vara fólk við þessari hættu, sem getur stafað frá rakatækjunum. Best er að fara nákvæmlega eftir leiðbein- ingum sem fylgja þeim um þrif og viðhald. Sagt er að það sé nauð- synlegt að þrífa þau vikulega eða oftar til að fyrirbyggja að örveru- gróður myndist í þeim. Slys á vinnustað Það skeði fyrir nokkru að bók- bindari sem var að hreinsa binda- gerðarvél fékk lím í augað. Hann gat ekki náð því strax í burtu og reyndi því að skola það burt með vatni. Það var keypt til þess gert áhald í næsta apóteki, sem hann gat notað í þetta skipti. Þetta áhald var þannig, að það skolaði alltaf með sama vatninu og mengaði því vatnið smásaman. Þetta var hann ekki ánægður með og lét hann skrifstofu FBM vita. Það var hringt í öll apótek borgarinnar og nið- urstaðan var sú að hvergi fékkst viðunandi áhald. En í einu þeirra, PRENTARINN 1.5.'85 Ingólfsapóteki, Hafnarstræti 5, var það væntanlegt og þar hefur það fengist fram að þessu. Hér birtast myndir af slysavaldin- um og skoltækinu, sem alltaf skolar með hreinu vatni og Viðari Þor- steinssyni bókbindara að prófa tækið.

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.