Prentarinn - 01.01.1985, Side 8

Prentarinn - 01.01.1985, Side 8
Mismunur á launum karla og kvenna Erindi Guðrúnar Sigríðar Vilhjálmsdóttur á hádegisverðarfundi Framkvœmdanefnd- ar um launamál kvenna með konum á ASI þingi, þriðjudaginn 27. nóvember 1984. Inngangur Hér áður fyrr var kyn- ferði afgerandi og bein or- sök mismunar á launum karla og kvenna. Þá var leyfilegt að launa konur eft- ir öðrum og lægri töxtum en karla fyrir sömu störf. í dag eiga konur og karlar hins vegar að hafa sömu laun fyrir „jafnverðmæt og sam- bærileg störf“ eins og segir í lögum um jafnrétti kvenna og karla frá árinu 1976. En er það svo í reynd? Fyrir um það bil ári síð- an var okkur Esther Guð- mundsdóttur falið að safna tiltækum upplýsingum sem varpað gætu ljósi á stöðu kvenna í launamálum hér á landi og þá sérstaklega hvort og hve mikill launa- munur ríkti gagnvart körlum. Fyrir áramót skil- uðum við bráðabirgðaniður- stöðum til Framkvæmda- nefndarinnar og á grund- velli þeirra voru síðan unnar upplýsingar sem settar voru í lítinn blöðung og dreift hefur verið á vinnustaði og víðar. Þar sem von var á nýjum upplýsingum um launamál kvenna m. a. niðurstöðum úr könnun kjararannsókn- arnefndar, var ákveðið að bíða með að ljúka skýrslu- gerðinni. En nú er hún að komast á lokastig og verður skýrslan síðan gefin út af Framkvæmdanefndinni þeg- ar þar að kemur. Heimildir Helstu heimildir okkar hafa verið: — Fréttabréf kjararann- sóknarnefndar, sem gera vinnutíma og launum verkamanna og verka- kvenna, iðnaðarmanna, verslunar- og skrifstofu- fólks skil. — Könnun kjararannsókn- arnefndar frá sl. vetri. — Rit Framkvæmdastofn- unar ríkisins um vinnu- markaðinn fyrir árin 1980—1982 og byggð eru á vinnslu upplýsinga af launamiðum. — Efni frá Þjóðhagsstofnun um atvinnuþátttöku og meðalatvinnutekjur skv. skattframtölum. — Ymiss gögn frá launþegasamtökunum. — Jafnréttiskannanir á veg- um sveitarfélaga o. fl. Þó launamálin hafi verið aðalviðfangsefnið er erfitt að fjalla um þau án þess að gera sér einnig grein fyrir öðrum þáttum eins og at- vinnuþátttöku, vinnutíma og störfum fólks og mun ég fyrst fara nokkrum orðum um þau atriði. Atvinnuþatttaka Á undanförnum árum hefur atvinnuþátttaka kvenna farið stöðugt vax- andi og er nú svo komið að um 80% kvenna hafa ein- hverjar launatekjur en 67% kvenna á aldrinum 15—74 ára eru virkar í atvinnulíf- inu, þ. e. vinna sem svarar 14 vikum eða meira á ári. Nær atvinnuþátttakan há- marki hjá giftum konum á aldrinum 45—49 ára en hjá körlum á aldrinum 35—49 ára. Athyglisvert er, að at- vinnuþátttakan er mjög svipuð hjá giftum og ógift- um konum en hvað lands- hluta snertir er hún heldur meiri utan Reykjavíkur en í borginni. Fullt starf - hlutastörf - vinnutími Eins og við vitum eru hlutastörf mun algengari hjá konum en körlum. Árið 1982 voru 63% þeirra kvenna sem voru á vinnu- markaðinum í hlutastarfi en 37% í fullu starfi (40 vikur eða meira á ári). Var þessu öfugt farið hjá körlunum. Þá er og Ijóst að vinnu- tími kvenna í atvinnulífinu er almennt styttri eins og reyndar tölurnar um hluta- störfin bera með sér. Yfir- vinna er fátíðari hjá konum nema þeim sem vinna vaktavinnu. Á undanförn- um árum hefur meðalvinnu- tími verkakvenna í fullu starfi verið á bilinu 43-44 klst. á viku en 51-54 hjá verkamönnum. En það er ekki þar með sagt að vinnu- dagur kvenna sé styttri en karla þegar á heildina er lit- ið. Samkvæmt Jafnréttis- könnun í Reykjavík 1980— 1981 kom fram að þegar lagður var saman vinnutími fólks heima og heiman, var heildarvinnutíminn síst styttri hjá konum en körlum. Þar kom einnig fram að þáttur karla í heim- ilisstörfunum var litlu meiri þegar konurnar voru í fullu starfi eða hálfu en þegar þær voru alveg heima. 8 PRENTARINN 1.5.'85

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.