Prentarinn - 01.01.1985, Page 11

Prentarinn - 01.01.1985, Page 11
Ef til atvinnuleysis kemur - Missi maöur vinnu, t. d. vegna samdráttar í starfsgreininni, á hann rétt á bótum frá atvinnu- leysistryggingasjóði. Til þess aö öðlast bætur verða menn að láta skrá sig vikulega hjá vinnumiðlun og reiknast bætur frá þeim degi sem menn láta skrá sig fyrst. Mikilvægt er því að menn láti skrá sig strax og þeir verða atvin'nulausir. - Nauðsynlegt er að skrá sig viku- lega. Geri menn það ekki missa þeir bætur fyrir vikuna sem liðin er frá síðustu bótum. Það má því aldrei líða meir en vika milli skráninga. - Leggja þarf fram vottorð um starfstíma sl. 12 mánuði. Vott- orðið þarf að greina frá hversu margar dagvinnustundir hafa verið unnar á tímabilinu. Séu dagvinnustundirnar 1700 eða fleiri fá menn fullar bætur, en hlutfallslega minna séu dag- vinnustundirnar færri en 1700. - Koma þarf fram á vottorðinu að viðkomandi hafi glatað vinnunni Félagsmenn eru hvattir til þess að fylgjast vel með því að atvinnurek- endur geri skil á gjöldum til félags- ins og lífeyrissjóðsins. Réttindi hvers og eins byggjast m. a. á því að gerð séu skil á þess- um gjöldum. vegna samdráttar eða annarra frambærilegra orsaka. Segi menn sjálfir upp störfum glata þeir bótarétti fyrstu 30 dagana. - Gleymið ekki að skrá skilmerki- lega börn sem eru undir 17 ára aldri. Verði vanskil getur það hugsan- lega orsakað missi lántökuréttar úr lífeyrissjóði og að bótaréttur úr sjúkrasjóði falli niður. Stöndum sameiginlegan vörð um að atvinnurekendur standi við gerða samninga. Til athugunar í einni lotu— Fljótt skal það ganga, tíminn kostar peninga, þú hlýtur að skilja það. ____ Er þetta raunin á þínum vinnustað ef svo er, þá er kominn tími til að breyta því. PRENTARINN 1.5.85 11

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.