Prentarinn - 01.01.1985, Page 20

Prentarinn - 01.01.1985, Page 20
Félagsmálaskóli alþýðu 10 ára Þessar myndir eru teknar á 10 ára afmælisvöku Félagsmálaskóla alþýöu. Á efri myndinni veitir Helgi Guömundsson, formaður MFA móttöku skóflu úr hendi Óla S. Runólfssonar, formanns Nemendasambands skólans, og skal hún notuð þegar hafist veröur handa viö byggingu nýs skólahúss. „Hlutverk skólans er að mennta og þjálfafólk úr verkalýðshreyf- ingunni með það fyrir augum að efla þroska þess og hœfni til að vinna að bœttum kjörum og frelsi alþýðustéttanna“. Reglugerð staðfest afmið- stjórn ASÍ15. júní 1972. Eitt er nauö- synlegt - án tafar Eitt merkasta átak Menning- ar- og fræðslusambands al- þýðu síðan það hóf göngu sína er stofnun Félagsmála- skólans 1975. Þangað hafa sótt fræðslu og félagsskap hátt á sjöunda hundrað manns úr verkalýðsfélögum víðsvegar af landinu og skóla- starfið vaxið með hverju ári. Kennt hefur verið í önnum; l. , II. og III. önn, hálfan mánuð í senn, og liggja 35 annir að baki. Á síðasta þingi ASÍ var gerð sérstök ályktun um Fé- lagsmálaskólann. Þar er m. a. kveðið svo að orði: „Þingið felur (því) stjórn MFA í samráði við miðstjórn að leita eftir samkomulagi við Rekstrarfélag Ölfusborga um afnot af landi undir skólahúsnæði. Náist samkomulag milli þessara aðila, felur þingið stjórn MFA og miðstjórn að hefja nauðsynlegan undirbúning að bygg- ingarframkvæmdum. Stefnt skal að því, að hefja starfrækslu í nýju hús- næði á næsta kjörtímabili, enda veiði fjárhagslegur grundvöllur tryggður.“ Þegar skólastarfið hófst var því bú- inn bráðabirgðastaður í Ölfusborgum. Það hafði sér til ágætis m. a. að unnt var að nota orlofshúsin sem næturstað. Það var hins vegar öllum ljóst, að vinnubúðirnar gönrlu, sem reistar voru þegar eldri orlofshúsin voru byggð, mundu þrátt fyrir endurbætur og síðan 20 PRENTARINN 1.5.'85

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.