Prentarinn - 01.01.1986, Qupperneq 7

Prentarinn - 01.01.1986, Qupperneq 7
Setjarar, lærðir og leikir Réttritun er oft flókin og liggur ekki ljós fyrir öllum. Pað sama á við um formfegurð en þetta tvennt samtvinnast oft. Það er hinsvegar okkar fag að hafa þessa hluti á hreinu. Og allt lærist með reynslunni ef ekki fyrr. Mest áberandi er gæsalappa- setning sem oft er röng, ekki síst í fyrirsögnum, en svona eru þær réttar í íslenskri réttritun: „Gæsalappir“ en ekki svona „gæsalappir,,. Ég veit að stundum þarf að skera tilvitnunarmerkin til og ber þá að gæta samræmis í heildarmynd. Auðvitað væri hægt að skrifa meira í þessu sambandi og nefna dæmi, en ég kýs að gera það ekki. Hér fylgir til gamans (og fróðleiks) athugun mín á tilvitn- unarmerkjasetningu í nokkum öðrum tungumálum: í dönsku „svona“ og einnig «svona» og líka »svona«. í þýsku „svona“ og einnig »svona« og læt ég þá fylgja með að í þýsku er komma í beinni ræðu utan gæsalappa en punktur innan. „Svona“, og „svona.“ „f ensku „svona”. í breskri ensku eru algengari einfaldar ‘svona’ en tvöfaldar “svona” í amerískri ensku. Og síðast í frönsku «svona» og einnig, en sjaldan, “ svona ”, en athugið að alltaf er bil á milli orðs og greinarmerkja í frönsku þ. e. annarra en kommu og punkts. Ég fór að kanna þetta mál vegna ruglings sem mér virtist algengur í þessari merkjasetn- ingu og er þetta niðurstaðan, eftir að hafa flett bókum til sönnunar, réttritunarbókum og öðrum gömlum og nýjum bók- um. Ég rökstyð þetta ekki frek- ar en endurtek: Það er okkar fag að hafa þessa hluti rétta. Með virðingu Pálína E. Jónsdóttir setjari Islensk bókagerð Stenst íslensk bókagerð sam- anburð við það besta, sem gert er í þessari grein erlendis? Eitt- hvað á þessa leið mætti spyrja, þegar hafin er umræða um gæði íslenskrar bókagerðar. Ljóst er að bylting hefur orðið á undanförnum árum á tækja- búnaði íslenskra prentsmiðja. Framleiðsluvélar eru bæði stærri og afkastameiri en fyrir fáum árum og svo eru tölvurn- ar nú nýttar í ríkum mæli við bókagerðina. Með þessari auknu tækni og þá einkum sjálfvirkni við vinnslu er hætta á að faglegur metnaður og sjálft handverkið lúti í lægra haldi fyrir kröfunni um mikil afköst í prentsmiðjunni. Varla teldist slíkt óeðlilegt við harðn- andi samkeppni á bókamark- aði. Ég fæ þó ekki séð að þetta hafi sett mörk sín á íslenska bókagerð. íslenskir prentarar hafa nýtt hina nýju tækni til að bæta vinnsluna á allan hátt og eru í velflestum tilvikum sam- keppnisfærir við erlenda keppi- nauta sína. Þessi samanburður kemur m. a. skýrt fram þegar erlendir prentsmiðjueigendur gera tilboð í bókagerð fyrir ís- lensk forlög. Til að kynna kröf- ur forlaganna um gæði og til viðmiðunar í tilboðsgerð eru þessum aðilum sýndar bækur unnar í íslenskum prentsmiðj- um. Viðbrögð erlendra prent- ara eru jafnan á þann veg, að eigi þeir að teljast sam- keppnishæfir í verði þurfi þeir Ieyfi foriagsins til að slaka á gæðum. Hefur í þessu sam- bandi einkum verið minnst á gerð bókbands og pappír. Vitn- isburðurinn er því skýr og ís- lenskum bókagerðarmönnum í hag. Auðvitað heldur vitn- eskjan um strangar kröfur inn- lendra forlaga og ógn erlendrar samkeppni bókagerðarmönn- um vakandi. Hitt er þó mikil- vægara að íslenskir bókagerð- armenn hafa faglegan metnað — vilja að verkið lofi meistar- ann. Krisján Jóhannsson 7

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.