Prentarinn - 01.01.1986, Qupperneq 11
stöðlunin. Svo langt erum við ekki
komin og einmitt þess vegna er svo
heillandi að vinna að þróun flexó-
prentunar, segir Allan Nilsson.
Markaður
Kostir flexóprentunarinnar fram
yfir aðrar prentaðferðir hafa ætíð ver-
ið hversu auðvelt er að prenta á ójafn-
an og grófan flöt með góðum árangri.
Af þessum sökum hefur aðferðinni
lengi verið beitt til að prenta m. a. á
bylgjupappa. Hugsanlega er þetta ein
af ástæðum þess, að kröftunum hefur
einkum verið beint að því, að þróa
flexóprentunina fyrir umbúðamarkað-
inn. Þar virðist vaxtarbroddurinn í
dag. Nú þegar er flexóprentun beitt
við hvers kyns umbúðagerð. Pappír,
karton, plastfilmur, álþynnur lagplast
(lamenering) o. s. frv. Auk umbúða
eru merkimiðar áhugavert markaðs-
svið. Skv. upplýsingum, sem N-E
hefur aflað sér, eru í dag um 70
af hundraði sveigjanlegu umbúðaefn-
anna prentuð með djúpprentun og af-
gangurinn með flexó. Margir álíta, að í
náinni framtíð verði hlutfallið 50/50.
Svíþjóð aftarlega á merinni
í flexóprentun er Svíþjóð aftarlega
miðað við mörg önnur lönd. Sam-
kvæmt skoðun Allen Ejeblad erum við
algjört þróunarland á þessu sviði.
Sama á við um grannríki okkar Finn-
land og Noreg, en allt öðru máli gegn-
ir um Danmörku. Engin fullnægjandi
skýring er til á því hvers vegna þróunin
hefur verið svona miklu örari í Dan-
mörku en á hinum Norðurlöndunum.
Því er haldið fram, að þetta standi í
sambandi við tæknimenningu og fyrir-
tækjamenningu. Engar hnitmiðaðri
skýringar hafa fengist. Önnur lönd
sem langt eru á veg komin í flexó-
prentun, eru USA, Stóra-Bretland,
Vestur-Þýskaland og Sviss. Hins vegar
eru Frakkar einnig eftirbátar.
Tíu atriði í fjögurra
lita „flexó“prentun
Fyrirmyndin þarf aö henta flexóprentun, má vera
skeyting, teikning, litskyggna, Ijósmynd o. s. frv.
* Fyrirmyndin er greind í fjóra liti, gult, rautt, blátt og svart.
Filman/negatífin eru netuð þannig að netpunktarnir eru
minnkaðir sem svarar þeirri netpunktaleit sem vænst er
að prentun lokinni.
* Eftir þessum fjórum netuðu negatífu/filmum eru gerð
gúmmí- eða plastmyndamót. Þá er netunin á negatífun-
um komin yfir á myndamót.
* Litmótin fjögur eru sett yfir á 4 myndamótavalsa í sér-
stökum vélum.
* Myndamótavalsarnir eru settir hver í sitt prentverk, einn
fyrir hvern lit, í prentvél og stilltir að efninu.
* Hvert prentverk hefur sitt litabað með þunnfljótandi
prentlit á leysiefna- eða vatnsgrunni.
* Seigla litanna er ákveðin og helst síðan jöfn með sjálf-
virkum búnaði upplagið á enda.
* Litavals tekur upp litinn og flytur hann að rastavalsi með
örsmáum, dreifðum bollum. Afgangslitur skefst burt. Sá
litur sem bollarnir rúma litar mótið á mótavalsinum. Rúm-
mál bollanna er ákveðið og því flyst jafnmikill litur alla
prentunina.
* Hin lituðu myndamót snerta svo til skiptis efnisbrautina,
lengjuna, sem fer gegnum pressuna og prentverkin
fjögur. Prentmyndin er síðan stillt saman.
* Fjögurralita mynd er þá tilbúin til flexóprentunar.
PRENTARINN 1.6.86
11