Prentarinn - 01.01.1986, Síða 14

Prentarinn - 01.01.1986, Síða 14
Brýn þörf á endurmenntun í grafiskum greinum Haustráðstefna Nordisk Grafisk Union fjallaði að þessu sinni um graf- iska menntun á Norðurlöndum. Hún var haldin í Helsingborg í Svíþjóð dag- ana 6, —12. október 1985. Þátttakend- ur voru um 40 talsins auk túlka. Af hálfu FBM sóttu ráðstefnuna Svanur Jóhannesson, Baldur H. Aspar og Ól- afur Björnsson. Sigríður Stefánsdóttir var túlkur. Fluttir voru fyrirlestrar um námsfyrirkomulagið í hverju landi og finnskur fyrirlesari flutti erindi um framtíðarhorfur og menntun bóka- gerðarmanna. Þá var farið í heimsókn í grafiska skólann í Thomsensgötu í Kaupmannahöfn. / Grafisk tækni er svipuð á Norður- löndunum, í meginatriðum. Uppbygg- ing námsins er hins vegar ólík. Þannig erum við t. d. með svipað skipulag og Danir, þ.e. skólinn er í önnum, en farið er út á vinnumarkaðinn á milli. Hjá Svíum og Norðmönnum er hins vegar verið í skóla samfellt í tvö ár og síðan farið út á vinnumarkað. Að því leyti voru menn sammála um, að danska kerfið kæmi langbest út. í Danmörku eru 7 grafiskir skólar og er þeim komið fyrir á landfræði- legan hátt. Allar greinarnar eru kenndar í Kaupmannahöfn, en annars er það mismunandi hvað margar grein- ar eru kenndar í hverjum skóla. Það er ríkið sem fjármagnar námið, en skól- unum er stjórnað af fulltrúum félag- anna ásamt hinu opinbera. Fagfélögin hafa afgerandi áhrif á innihald náms- ins. Skólarnir eru svo vel búnir ný- tískulegum tækjum, að þeir eiga í eng- Orvar Monni, Finnlandi flutti erindi um kröfur framtíðarinnar til grafiskrar menntunar. um erfiðleikum með endurmenntun- ina. í Svíþjóð er fyrirkomulagið þannig, að það eru hin einstöku bæjarfélög, sem sjá um fjárveitingar til grafisku skólanna á einhverjum stað. Það virk- ar þannig t.d., að ef ekki er talin þörf á prenturum á hverjum stað, þá eru eng- ar prentvélar keyptar í þann skóla. Það eru 12 grafiskir skólar í Svíþjóð, dreifðir um landið. í Finnlandi er samið um menntun- ina í kjarasamningum. Þar eru 6 skólar og 2 fyrirtæki, sem eru með skóla fyrir sig. í einum skólanum er menntaskóla- nám í prentformagerð og síðan er fram- haldsbraut með stúdentsnámi. Þar er bókbandsnámið eingöngu meistara- nám. í Noregi er sérstakur sjóður sem fjármagnar menntunina í 3 grafiskum skólum. Gjöldin í sjóðina koma aðal- lega frá atvinnurekendum, en aðeins táknræn lítil upphæð er frá sveinafé- lögunum. Þar er bókbandsnámið í brennidepli og hafa þeir bætt við þriðju brautinni, sem inniheldur um- búðagerð og frágang. í kjarasamningi prentara í Fær- eyjum 1. maí 1985, náðist það sam- komulag við atvinnurekendur, að þeir stofni sameiginlegan endurmenntunar- sjóð. Framlag frá hvorum aðila er 150.000 Dkr. Á sjóðurinn að taka til starfa 1. maí 1986. Orvar Monni frá Finnlandi, sem m.a. hefur kennt við grafiskan háskóla þar í landi, sagði vegna hinna öru tæknibreytinga, að áður hefðu breyt- ingarnar tekið 20—30 ár, en núna breyttist tæknin svo ört, að menntunin dygði ekki nema í 3—5, í mesta lagi 10 ár, síðan væri tæknin komin fram úr okkur. Starfsævi okkar er 30-40 ár. Þessvegna væri brýn þörf á endur- menntun. Monni taldi að 95% af bókagerðarmönnum vantaði menntun í þeirri tækni sem við hefðum í dag. Síðan var almenn umræða um stöð- 14 PRENTARINN 1.6. '86

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.