Prentarinn - 01.01.1986, Qupperneq 15

Prentarinn - 01.01.1986, Qupperneq 15
Grafiski skólinn í Kaupmannahöfn heimsóttur. una í löndunum og var það sameigin- legt álit manna, að kennara vantaði nauðsynlega endurmenntun í nútíma grafiskri tækni. Löndin voru með ýmsar tillögur í menntunarmálum og var óskað eftir tillögum frá hverju landi fyrir sig. Þessar tillögur komu frá íslensku full- trúunum: 1. Við verðum að hafa gott verklegt og fræðilegt grunnnám. Gæti verið betra en nú er, t.d. með meira alm. grunnnámi þeirra sem sækja um bókagerðarskólann. 2. Útbúnaður skólans og námsskrár verða að hæfa betur þeim kröfum, sem vinnumarkaðurinn gerir til fag- lærðra. 3. Að námið á Norðurlöndunum sé meira samræmt. 4. Námsskrár séu í stöðugri endur- skoðun, bæði í grunnnámi og end- urmenntun. 5. Stöðug endurmenntun sé í gangi og fari hún fram í vinnutíma. 6. Námið sé byggt upp á einingakerfi (sbr. Monni). 7. Öllu þessu námi sé stjórnað af aðil- um vinnumarkaðarins og hinu opin- bera. 8. Æskilegt væri, ef það er mögulegt, að koma á fót samnorrænum graf- iskum skóla. Þátttakendurnir notuðu einn daginn til þess að heimsækja Kaupmannahöfn í boði dönsku félaganna. Snæddur var hádegisverður í Grafisk Forbundshus við Lygten 16, en síðan var skoðaður Grafiski skólinn við Thomsensgötu. Þar var margt sem vakti athygli manna, m.a. hvað hinar ýmsu deildir eru tæknivæddar, svo sem bókbands- deildin og sáldprentunardeildin (silki- prentun). Danmörk er eina landið þar sem sáldprentun hefur sjálfstætt full- mótað nám. Á heimleiðinni var notað tækifærið og skoðað Louisianalistasafnið í Humlebæk. Einn daginn kom stjórn NGU í heimsókn og hélt fund með ráðstefnu- gestum. Gerði hún þar grein fyrir starfsemi NGU og sat fyrir svörum. Áke Rosenquist formaður NGU sagði þá m.a., að menntunin væri einn mikilvægasti þátturinn í okkar starfi, ásamt vinnuverndinni. Það væri mjög mikilvægt, að við gætum endurnýjað menntunina. Það kom fram, að þeir hjá stjórn NGU væru að ræða um að kalla saman norræna skólaráðstefnu. Að síðustu samþykkti ráðstefnan að beina eftirfarandi til stjórnar NGU: Að vinna að því, að grafiskar náms- skrár á Norðurlöndum verði sam- ræmdar, bæði í grunnnámi og framhaldsmenntun. Að reynt verði að byggja upp kerfi, sem gætir að tæknilegri þróun, með það í huga, að endurskoða námsskrárnar reglulega. Að vinna að því, ef það er mögulegt, að koma á samnorrænum grafisk- um skóla með bestu fáanlegri nú- tímatækni. Svanur Jóhannesson Baldur H. Aspar Ólafur Björnsson Allir þátttakendur samankomnir. I

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.