Prentarinn - 01.01.1986, Page 19

Prentarinn - 01.01.1986, Page 19
Stöðugar breytingar hafa átt sér stað í setn- ingargreininni að undanförnu. > þekkingu. Á þetta skortir í okkar kjarasamningum, úr því þarf að bæta. Niðurlag Góðir fundarmenn. Tækninýj- ungar eru spennandi og skapa að því er virðist ótæmandi möguleika í okkar starfsgreinum, en þær geta breyst í andhverfu sína sé ekki rétt á haldið. Við höfum hér skyldum að gegna. Svör okkar eru ekki bara fólgin í því að hafa menntun okkar og endurmenntun í fullkomnu lagi, þannig að bókagerðarmenn séu æv- inlega þeir sem best er treystandi til framleiðslu prentgripa. Við hljótum jafnframt og ekki síður að gera kröfur og horfa gagn- rýnum augum á þróunina. Einnig í heimi tækninnar eiga sér stað breyt- ingar breytinganna vegna. Auk þess sem þær breytingar, geta verið and- stæðar því frelsi, félags- og efna- hagslega frelsi sem við viljum og okkur er nauðsynlegt að búa við. Tækni sem ögrar afkomu og öryggi fjölda manns og tryggir einungis betri afkomu fárra verðum við að taka til skoðunar og annað hvort hafna henni ellegar aðlaga hana hagsmunum fjöldans. í þessu sam- bandi stöndum við enn og aftur frammi fyrir spurningunni um jafn- an rétt fólks og við rekum okkur aftur og aftur á þá staðreynd að sá réttur spannar ekki ýkja mikið meir en að fá að velja um það hvort þú kaupir grænar baunir frá Ora eða KÞ. Þeir sem raunverulega ráða eru handhafar fjármagnsins. Það er ranglátt og óviturlegt fyrirkomulag og bitnar að lokum á samfélaginu í heild. Jafnrétti í efnahagslegu og félagslegu tilliti er því forsenda þess að við fáum notið tækniþróunar og menntunar í bróðerni. PRENTARINN 1.6'86 19

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.