Prentarinn - 01.01.1986, Qupperneq 21

Prentarinn - 01.01.1986, Qupperneq 21
Skipulag menntunar í bokageröargreinum Vegna örrar þróunar er mikil- vægt að þessi undirstaða sé traust. í kjarnanum, sem allir á náms- brautinni verða að læra, eiga einnig að vera þau tæknilegu atriði sem nauðsynleg eru sem undirstaða fyrir framhaldið og leggja sérstaka áherslu á þá þætti sem breytast ekki hratt. Dæmi um slíkt í prentundir- búningnum er leturgerðin sjálf, hönnun prentgripa og fleira í þeim dúr. Innskriftaraðferðir, sem bundnar eru tölvutækninni, eru líklegar til að breytast og því ekki ástæða til að eyða meiri tíma í slíkt en hægt er að komast af með. Starfsþjálfun Um leið og nemandi er búinn að læra undirstöðuna þá á leiðin að liggja út í fyrirtækin til að afla starfsreynslu og ná upp þeim vinnu- hraða sem þar er krafist. í>að er mikill misskilningur hjá stjórnendum fyrirtækja að krefjast þess af skólanum að fá þaðan ein- staklinga sem náð hafa fullum vinnuhraða. Til þess að framkvæma slíkt þyrfti skólinn að reka bóka- gerðardeild sem að stærð samsvar- Sveinn Sigurösson, framkvæmdastjóri FÍP Með tilliti til: Þarfa einstaklingsins Þarfa atvinnulífsins Þarfa beggja í framtíðinni aði 40—60 manna prentfyrirtæki með tilheyrandi verkefnastreymi. Slíkt er varla skynsamlegt og því verða fyrirtækin að axla ákveðinn hluta af starfinu og ábyrgðinni við þjálfun nýliða. Námslok - Sérhæfing Síðasti hluti námsins á að vera frábrugðinn kjarnanum hvað varð- ar valfrelsi. Nemandinn hefur sjálf- ur áhuga á einu fremur en öðru innan ramma brautarinnar og stjórnendur fyrirtækja þurfa að leysa ákveðin vandamál í sambandi við mönnun verkanna. Valið á því að geta stjórnast af þessu tvennu. Á öllum brautum þarf að vera möguleiki fyrir nemendur að kynn- ast einhverri listgrein til dæmis hljómlist, málun, söng, bókmennt- um og fleiru í þeim dúr. Námi á síðan að ljúka með lokaprófi eða sveinsprófi áður en haldið er til starfa á ný í fyrirtækjunum. Framhaldsnám Margir stofna til eigin atvinnu- rekstrar. Skortir þá oftast þjálfun í stjórnun og rekstri þó fagþekking sé í nokkuð góðu lagi. Það er því brýn nauðsyn að til sé þekkingar- miðlun sem beinist að þessum þátt- um. Slíkt leiðir af sér blómlegra atvinnulíf. ^roiiíL aainsejms. ^ a^n re.ttkr txL ^rumLuoáis. ~ JÍtmtnoLu/ “ SLtlojTnenn “'íoijlarSú' - " bjo^tarSij' -<&rtau|ar - StjomendjLLr ■ " ol nnJkj'tj endLuJ ~ «}j Imenrumjar ~ 'Q &ro' i'Inr. æ---------(1JJ4 Wqar oíj maL. ^—^n)Cnmsqnrjnnqpr^. Js V’ njr UfcLmsofanxjjCL - bontL unar verður að vera frjálst öllum sem hafa og geta komið með skyn- samlegar tillögur um nýjungar sem eiga erindi inn í menntunina. Til þess að meta tillögur og skrifa áfangalýsingar þarf stofnun sem stýrir slíkri vinnu. Við skólana eða utan þeirra þarf síðan að útbúa nauðsynleg námsgögn eða velja er- lend fyrir áfangann. Ef kennsla í ensku væri nauðsynleg þá má nota kennslugögn á því máli án þýð- ingar. Slíkt myndi opna víðan heim þekkingar og auðvelda öll erlend samskipti og endurmenntun. Endurnyjun námsefnis Streymi nýjunga á bókagerðar- sviðinu hefur verið ört á undanförn- um árum og ekki er líklegt að þar sé komið að neinum leiðarlokum. Þróunin þarf því að vera samgróin menntakerfinu. (Mynd 3.) Frumkvæði til breytinga og þró- Hinn grafiski skóli framtíðarinnar (Mynd 4.) Látum okkur dreyma. Vestur í gömlu íslendingabyggðun- um í Minnesota er til verkmennta- skóli sem skipuleggur námsstarf sinna nemenda á þann hátt að hver 21

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.