Prentarinn - 01.01.1986, Blaðsíða 25
Ársæll Ellertsson
„Ráðinn verði sérstakur
starfsmaður..
Sú umræða sem hófst með ráð-
stefnu hinn 18. janúar s. 1. verður
vonandi skref til heilla fyrir prent-
iðnaðinn. Því hefur verið haldið
fram að iðnfræðslumál og samein-
ing iðngreina séu í reynd þeir þættir
sem koma til með að ráða mestu
um framtíð þeirra sem vinna við
framleiðslu prentgripa þegar litið er
til atvinnuöryggis og verndunar iðn-
réttinda. Það er því afar brýnt að
allt nám endurspegli þarfir prent-
iðnaðarins, hvort sem um er að
ræða hefbundið nám, námskeið eða
endurmenntun milli iðngreina.
Sameining iðngreinanna er viður-
kenning á þörfum prentiðnaðarins
en um leið trygging á atvinnuöryggi
og iðnréttindum sem annars væru í
hættu.
Hvernig geta FBM og FÍP
haft áhrif
En hvernig geta FBM og FÍP haft
áhrif á þróun mála og náð fram
markmiðum sínum? Það eru sjálf-
sagt ótal leiðir að þessu marki. Sú
vænlegasta er að starfa náið með
fulltrúum sínum í fræðslunefndum
iðngreinanna.
í erindisbréfi fræðslunefnda er
gert ráð fyrir samráði við viðkom-
andi aðila vinnumarkaðarins er
varðar gerð námsskráa og náms-
gagna en eftirfarandi starfsþættir
falla undir fræðslunefndir eftir nán-
ari fyrirmælum Iðnfræðsluráðs
hverju sinni: Námsreglur, náms-
skrárgerð, sveinspróf, millipróf,
löggilding til nematöku, námseftir-
lit, mat á námi, meistaraskóli, áætl-
anagerð og umsagnaraðild fyrir
stjórnvöld um mál er varða iðn-
greinina. Enn hefur ekkert form-
legt samstarf verið milli fræðslu-
nefnda FBM og FÍP. Hvernig væri
að hefja slíkt samstarf? T. d. með
því að ráðinn yrði starfsmaður sem
PRENTARINN 1.6.-86
sinnti eingöngu fræðslu- og iðnrétt-
indamálum og væri daglegur tengi-
liður milli stjórna FBM, FÍP og
fræðslunefndanna.
. . . gæfi engan aukinn
rétt
Hinn 19. ágúst 1982 lögðu
fræðslunefndir í prentun og offset-
prentun til, að þessar tvær iðngrein-
ar yrðu sameinaðar í eina iðngrein,
en tóku jafnframt fram að slík sam-
eining gæfi engan aukinn rétt til
þeirra sem lokið hafa námi í annarri
hvorri iðngreininni. í bréfi frá Iðn-
fræðsluráði til FBM, þar sem óskað
er eftir umsögn félagsins um bréf
fræðslunefndanna er bent á að
fyrirvari fræðslunefndanna um að
sameining gefi ekki aukinn rétt,
brjóti í bága við hefðir sem gilda
þegar iðngreinar eru sameinaðar,
því hefð er um það að allir þeir sem
geta sannað vinnu sína í störfum er
snerta hina nýju iðngrein fái rétt-
indi eftir reglum réttindaveitinga-
nefndar.
Til frekari skýringa um þetta atr-
iði vísa ég til greinar sem birtist í
Prentaranum 2. tbl. 1983.
Af þessari tilraun til sameiningar
má læra margt, en fyrst og fremst
það að ekki er nóg að senda bréf
þar sem lögð er til t. d. sameining
iðngreina samkvæmt heimild 7.
greinar í II. kafla í reglugerð um
iðnfræðslu.
Nauðsynlegt er að fyrir liggi ná-
kvæm útlistun á hvernig standa eigi
að væntanlegri sameiningu, bæði
hvað varðar vægi þeirra iðngreina
sem sameina á í hinni nýju iðn-
grein. Einnig þarf að liggja fyrir
samræmt námsefni, drög að sveins-
prófi og síðast en ekki síst hvernig
standa á að málefnum þeirra er
hafa aðeins réttindi til að vinna við
hluta af verkþáttum sem hin nýja
iðngrein nær yfir. Þá verður að hafa
það í huga að væntanleg sameining
iðngreina er ekki aðeins á Reykja-
víkursvæðinu, heldur nær til lands-
ins alls. Því verður að gera þá kröfu
að prentiðnaðarfólki á landsbyggð-
inni verði gert kleift að afla sér
þeirrar menntunar sem boðið verð-
ur upp á.
Móta verður skýra stefnu í
fræðslu- og sameiningarmálum.
Vonandi verður ráðstefnan hinn
18. janúar s. 1. skref í rétta átt.
— Sameina ber hæðaprentun og offsetprentun í eina
iðngrein „Prentun"