Prentarinn - 01.01.1986, Side 26
Svanur Johannesson
Erum öll bóka-
gerðarmenn
Þar sem sameining iðngreina
kemur lítið eða ekkert inná þá
grein sem ég er fulltrúi fyrir, þá
mun ég snúa mér frekar að fræðslu-
málunum almennt og þá sérstak-
lega bókbandinu. Þessi mál öll eru
mjög snúin um þessar mundir
vegna hinna öru tæknibreytinga í
bókagerð og það er full þörf á því,
að hefja nú þegar gagngera endur-
skoðun á þeim öllum.
Nám bókbindara
Fram til 1980 var nám bókbind-
ara nær eingöngu miðað við hand-
band og hafði svo verið frá upphafi.
Þá var prófreglunum breytt, samin
ný námsskrá og hönnuð Vinnubók
fyrir starfsþjálfunarnema. Vinnu-
bókin var öðruvísi en hjá öðrum
bókagerðargreinum að því leyti að
fyrirtækjunum var gert að skyldu
að þjálfa nemana í ákveðinn tíma-
fjölda í hverjum verkþætti. Ekki
var leyft að fara í sveinspróf nema
staðið væri við þennan tímafjölda.
Prófverkefnunum var skipt í hand-
band 50% vægi og vélband ca. 50%
vægi. Þetta voru fulltrúar í próf-
nefnd og fræðslunefnd ásáttir með
og skrifuðu allir undir þessa breyt-
ingu.
Reynslan af þessum nýju reglum
okkar, sem hafa gilt í 5 ár, er sú, að
við virðumst hafa gert prófið of
viðamikið. Það tekur allt of langan
Itíma. Hins vegar hafa reglurnar um
Vinnubókina gefið góða raun og
hvað eftir annað hefur komið til
kasta fræðslunefndar um að fá fyrir-
tækin til að standa við tilskyldan
tímafjölda í verkþáttunum og aðal-
lega varðandi vélar. Það kemur því
úr hörðustu átt þegar sum fyrir-
tækin eru að gagnrýna aðra, eins
og bókagerðardeildina fyrir lélega
kennslu, þar sem þau hafa orðið
uppvís að því sama. Það er raunar
staðreynd, að báðir aðilarnir þurfa
að taka sig á með vélakennsluna.
Það er reynslan á þessum 5 árum.
Tæknivæðing í bókbandi
Um það leyti sem hinar nýju regl-
ur gengu í gildi 1980 varð stórt
stökk í tæknivæðingu bókbandsfyr-
irtækja hér á landi. Fjöldinn allur
af tölvustýrðum bókbandsvélum
flæddi inn í fyrirtækin. Þess vegna
hefði þá þurft að halda áfram að
vinna að uppbyggingu námsins. En
einmitt á þessum tíma er fjármagns-
streymi stöðvað til bókagerðargeir-
ans hvað varðar námsskrárgerð.
Meira að segja þær námsskrár sem
samdar höfðu verið voru ekki sam-
þykktar af Iðnfræðsluráði, nema
setningin, vegna þess að nú átti að
breyta þeim í annað form. Búa til
svokallaðar „áfangalýsingar“. Og
hingað til hefur þetta verkefni setið
á hakanum.
Nú er upplagt, að um leið og
unnið er að sameiningu bókagerð-
argreina, t. d. hæðar- og offset-
prentun, að taka þetta um leið og
vinna það á réttan hátt. Bókbandið
verður þar að koma inn í líka vegna
tæknibreytinga.
1980 var reynt að setja upp verk-
menntun bókbindara þannig, að
þeir gætu unnið við a. m. k. 3 véla-
tegundir, stillt þær og keyrt. Var þá
miðað við þær vélar sem eru til í
Iðnskólanum, þ. e. brotvél, sauma-
vél, þrískera og gyllingavél. — Síð-
an hafa bókböndin keypt sér meira
og meira af nýjum tölvustýrðum
vélum og er þá ekki nema eðlilegt
að upp komi vandamál við kennslu
nemenda. Nýjar vélar má t. d.
nefna bindagerðarvélar, upptöku-
vélar, sjálfvirkar sauma- og límvél-
ar og fullkomnar bókbandslínur,
sem svo hafa verið nefndar.
Þar sem ég býst við að skólanum
okkar sé um megn að kaupa allar
þessar nýtísku vélar, þá þyrfti nú
hið fyrsta að gera samkomulag á
milli aðila, FÍP, FBM og skólayfir-
valda um hvernig best sé að leysa
þessi mál þannig að vel fari. Þar
gæti alveg komið til greina að semja
við fyrirtækin um að þau tækju að
sér kennsluna að einhverju leyti.
Handavinna í bókbandi
Flest bókbönd hér á landi myndu
vera talin lítil á erlendan mæli-
kvarða, nema þá helst „Oddinn“.
— því er spáð að í fyrirtækjum af
þeirri stærðargráðu sem aðallega
eru hér á landi, muni handavinnan
enn um sinn halda velli. Það má því
segja að íslenskir bókbindarar séu
nokkuð heppnir hvað þetta snertir,
því ekki verður á móti mælt að
vélavinnan getur orði einhæf og
leiðinleg. Það mun því enn vera
þörf á því að inn í námsskrá bók-
bands sé gert ráð fyrir nokkurri
handavinnu þó það sé ekki í þeim
mæli sem verið hefur.
Fjöldi nema í bókagerð
Mig langar að bregða hér upp
26 - Búa þarf vel að bókagerðarskólanum og skapa
kennurum hans viðunandi starfsskilyrði