Prentarinn - 01.01.1986, Qupperneq 28

Prentarinn - 01.01.1986, Qupperneq 28
Æskulýðsráðstefna NGU í Finnlandi Ferskt yfir- bragð æskulýðs- ráðstefnu - þrátt fyrir veruleg þjóðfélagsleg vandamál Dagana 22.-25. ágúst sl. var haldin í Karis í Finnlandi æskulýðsráðstefna á vegum Nordisk Grafisk Union (NGU). Segja má að þessi ráðstefna hafi verið haldin í framhaldi af æsku- lýðsnámsstefnu er haldin var, að frum- kvæði NGU í Finnlandi 1982. Á árunum 1983 og 1984 var af hálfu NGU og aðildarfélaganna lögð tölu- verð vinna í upplýsingaöflun um (ein- stök mál sem sérstaklega snúa að ungu fólki) aðstöðu, starfsemi og möguleika þá er ungt fólk býr við í einstökum félögum og löndum. Að sjálfsögðu er það oftast svo að það sem ríkjandi er hjá svo stórum hópi ungs fólks í bóka- gerðargreinum er í grófum dráttum það sama og hjá jafnöldrum í öðrum þjóðfélagshópum. Aðal viðfangefni ráðstefnunnar voru: Hvaða áhrif hefur tækniþróunin — á lífið — á vinnuna - á heimilið og félagsleg staða ungs fólks í félögunum. Auðvaldið hefur undirtökin Það er ekki svo langt síðan tölvu- tæknin hóf innreið sína fyrir alvöru í atvinnugreinar og hið daglega líf. Þó eru áhrifin þegar orðin mikil og þau eiga enn eftir að aukast og halda áfram að breyta og hafa í för með sér um- turnun á lífsháttum okkar. Hvernig og hver þessi áhrif verða er allt undir því komið hverjir og hvaða sjónarmið ráða ferðinni í þessari tækniþróun. Eins og staðan er í dag er úlitið hreint ekki glæsilegt. Auðvaldið hefur und- irtökin í öllum grundvallaratriðum, af- koma og líf verkafólks er því miður aukaatriði. Þannig hafa áhrifin af tölvutækninni verið neikvæð í meg- in atriðum fyrir verkafólk hingað til, hvort heldur litið er til lífsins, vinnu- staðarins ellegar heimilisins. Þetta seg- ir okkur einfaldlega að aðrir hagsmun- ir en hagsmunir verkafólks hafa ráðið ferðinni. Þetta segir okkur jafnframt að verkalýðshreyfingin verður nú að sýna meiri styrk en hún hefur gert um langan tíma og breyta valdahlutföllum í þjóðfélaginu. Koma á þjóðfélagsjafn- rétti. Eins og málum hefur verið háttað að undanförnu þá er það staðreynd að verkalýðshreyfingin hefur gleymt sér í þessum málum. Áhrifin hafa í mörg- um tilvikum orðið geigvænleg, en þó ekki nógu almennt til þess að verka- lýðshreyfingin hafi vaknað af „þyrni- rósarsvefninum“. Fólk lifir sem í draumi Ef ekki verður snúið við blaði erum við dæmd til þess að tapa. Við óbreytt valdahlutföll í þjóðfélaginu er augljóst að áhrif örtölvutækninnar verða geig- vænleg fyrir verkafólk. Atvinnuleysi verður landlægt og efnahagslegt og fé- lagslegt sjálfstæði okkar er fyrir bí. í fáum orðum sagt: við verðum áhorf- endur, líf okkar verður án tilgangs, hreinasta helvíti og það þrátt fyrir að öllum óþrifalegu störfunum hafi verið útrýmt. Málið snýst sem sagt um stéttabar- áttu fyrst og fremst. Þar sem það blasir við að borgarastéttin hefur náð langt inní raðir verkalýðshreyfingarinnar; henni hefur tekist að gera stóran hluta hennar afskiptan. Borgarastéttin hefur haft betur í áróðursstríðinu. Fólk lifir sem í draumi og byrgir sig inni og lætur mata sig af sendiboðum auðvaldsins. Þannig er það staðreynd að verka- lýðshreyfingin er ekki í stakk búin til raunhæfrar baráttu um svo háleitt markmið að breyta þjóðfélagi ein- staklingshyggjunnar í þjóðfélag fjöld- ans. Fyrst verður hún að treysta innviðina. Það gerir hún best með því að leggja rækt við unga fólkið. Ef við viðurkennum ekki fyrir okkur sjálfum að staðan er bágborin og að við verð- um að auka styrk og meðvitund verka- lýðshreyfingarinnar útfrá þessum mála- flokk er ljóst að illa fer. Ætíð þegar slegið hefur í brýnu á milli réttar verkafólks og „eignarrétt- arins“ hafa lögin verið gegn verka- fólki. Réttur verkalýðsins nær einung- is að þeim mörkum sem auðvaldið set- ur hverju sinni. í tölvutækninni er að finna mikla fjármuni og stóra gróða- möguleika. þess vegna mun auðvaldið engu sleppa án þess að verkafólk þröngvi því til þess. Stórfellt atvinnuleysi í flestum aðildarfélögum NGU er stófellt atvinnuleysi og hjá öðrum fé- lögum er það yfirvofandi. Þetta þýðir óyfirstíganleg félagsleg vandamál, sem orsaka að lífið verður óbærilegt. Ef við ætlum því að eiga okkur bjarta framtíð er augljóst að verka- lýðshreyfingin verður að hafa skjót viðbrögð. 28 PRENTARINN 1.6.'86

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.