Prentarinn - 01.01.1986, Síða 30

Prentarinn - 01.01.1986, Síða 30
JAN BOHMAN Æk AKE HALLBERG ÍJ I stuttu . . . Félag áhugamanna um verkalýðssögu I 7. tbl. Vinnunnar 1985 segir Tryggvi Þór Aöalsteinsson frá fundi norrænna sagnfræðinga, sem haldinn verður á íslandi 23.-26. júní n. k. M. F. A. undirbýr ráð- stefnu þessa í samvinnu við Sagn- fræðistofnun háskólans. Þátttakendur koma frá öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Grænlandi og Færeyjum. Ráð- stefnan er haldin í samvinnu við Sögusöfn verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndum og „félög áhuga- manna um sögu verkalýðshreyfing- arinnar, sem starfa í tengslum við söfnin." Þegar hér var komið frásögn um þetta ágæta framtak M. F. A., sem jafnframt veitir Sögusafni verka- lýðshreyfingarinnar á íslandi for- stöðu, kom mér til hugar hvílíka nauðsyn ber til að stofna hér á landi Félag áhugamanna um verkalýðssögu. Mér er kunnugt um að slík félög hafa unnið ómetanlegt starf í þágu sögusafnanna á Norð- urlöndum o. v. Ég held að nota ætti rástefnu þá, sem haldin verður hér í sumar sem tilefni þess að stofna Félag áhuga- manna um íslenzka verkalýðssögu og notfæra sér þau tengsl og upp- lýsingar, sem unnt er að fá á slíkri samkomu. Félag bókagerðarmanna á lengstu samfelldu sögu íslenzkra verkalýðsfélaga geymda í fundar- gerðum, skjölum og gögnum auk ritaðrar sögu í Prentaranum, Bók- bindaranum, afmælisritum og víðar. Það væri því eðlilegt að FBM leitaði eftir samstarfi við MFA um að hrinda í framkvæmd stofnun „Félags áhugamanna um sögu ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar" og gerði það nú á vordögum, svo full- trúar þess ættu kost á að sitja ráð- stefnu um sögu verkalýðshreyfing- ar á Norðurlöndum á komandi sumri. S. Ö Bókasafnsfréttir Nýkomnar fagbækur: 1. Grafisk Design e. Áke Hallberg og Jan Bohman. 2. Klart för tryck e. Áke Hallberg. Báðar bækurnar eru útgefnar 1985 af Spektra, Halmstad, Sví- þjóð. Með annari bókinni er videospóla 45 mín. VHS til útlána. KLARTFÖR TRYCK ÁKE HALLBERG Grafisk grandkunskap för alla som sysslar med trycksaker. En bok om Manus, Original, Typografi, Bildhantering, Reproduktion ochTryckmetoder. Fárdigstallande av original, Gnuggteknik, Korrekturlasning Omfángsberákning, Fárglára och Grafiskt mini-lexikon GRAFISK DESIGN DET SYNUGA SPRAKET En bok om bokstávernas och typografins utveckling, om den moderna grafiska formgivningens förutsáttningar, uttrycks- medel, teknik och arbetsmetodik. »< ‘c 3. Kjemiske produkter i grafiske avdelinger i Norske aviser. útg. 1984 - Gjöf frá Aftenpostens Grafiske Klubb. 4. Válj rátt kemikalieskydds- handske! - Snabbvalslista - Handbók. Útg. febr. 1985. Gjöf frá Arbetarskyddsfonden, Svíþjóð. 5. Riktlinjer för val av kemikalie- skyddshandskar. Útg. nóv. 1985 af Föreningen Teknisk Företagshálsovárd í Svíþjóð. 6. Arbetarskyddsfondens sam- manfattningar. Skrá yfir 790 rannsóknarskýrslur, sem sjóður- inn hefur gefið út á árunum 1976-84. Viðbótarskrár - útg. 1985. Nr. 836-895. - Gjöf frá sjóðnum. FÍP með auknu lífsmarki, og margt á döfinni Mikill kraftur hefur færst í samtök atvinnurekenda í bókagerð, Félag íslenska prentiðnaðarins. Félagið hefur ráðið Svein Sigurðsson til framkvæmdarstjórnarstarfa og Guð- rúnu Jónsdóttur til ritarastarfa. Ráðn- ingum þessum hefur fylgt töluverður fjörkippur og til marks um það er m. a. útgáfa 84 síðna blaðs, sem heitir „Hin svarta list". Blað þetta er hið glæsilegasta, enda prentað í fjór- um litum og minnir á þann hátt á rit eins og Nýtt líf, Samúel og fleiri. Þá PRENTARINN 1 6.’86

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.