Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 3

Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 3
Skerðing félagslegra réttinda Brot úr „afrekaskrá ríkisstjórnarinnar" Þrátt fyrir þaö aö núverandi ríkisstjórn hafi ekki verið við völd nema í ellefu mánuöi, þá hefur henni tekist aö vinna meiriháttar skemmdarverk á trygginga- og samhjálparkerfi því er hér hefur ver- iö byggt upp á liðnum áratugum. Jafnframt er rík- isstjórnin með áform uppi og hótanir um að ganga þarna, í ýmsum efnum, enn lengra en þegar hefur veriö gert. Þau velferðarmál sem verst hafa orðið úti, í þessum aðgerðum stjórnvalda, voru og eru flest hver sérstök baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur kostað okkur fórnir að ná mörgum þessara mála fram. Svo fáum við ríkisstjórn sem ákveður, í raun og veru öllum að óvörum, því ekki var kosið um þessi mál, að breyta hér mjög mikil- vægum málum og með því að skerða stórlega réttindi sem við höfum búið við. Hér skal sérstaklega nefna: Lög um ríkisábyrgð á laun. Þessi lög tryggðu launþegum, fram til 1. mars s.l., viðunandi réttindi, svo sem vinnulaun fyrir sex síðustu starfsmánuði, orlofslaun sem fall- ið hafa til vegna launa viðkomandi á yfirstandandi orlofsári og á næstliðnu orlofsári ef þau áttu að koma til útborgunar á síðustu sex starfsmánuðun- um. Kröfu lífeyrissjóðs vegna vangoldinna lífeyris- sjóðsiðgjalda launþega og vinnuveitenda. Auk þessara þátta tryggðu lögin ýmis fleiri atriði. Frá og með 1. mars s.l. tóku hér gildi ný lög um ábyrgðasjóð og skal hann m.a. tryggja: Vinnu- launakröfur fyrir síðustu þrjá starfsmánuði. Orlofs- laun sem áttu að koma til útborgunar á síðustu þremur starfsmánuðum. Svo sem sjá má þá er ríkisábyrgðin algerlega felld út. Hennar í stað er settur upp sérstakur „ábyrgðarsjóður". Ennþá alvarlegri hlutur er þó það hve réttindi verkafólks eru hér stórlega skert. Tímabil vinnulaunakrafna er stytt úr sex mánuðum í þrjá. Tímabil orlofslaunakrafna er stytt úr allt að 18 mánuðum í þrjá mánuði. Réttindi um ríkis- ábyrgð á lífeyrissjóðsiðgjöldin eru algerlega felld niður. Á sama tíma og atvinnuleysi stóreykst hjá okk- ur, rétt eins og í þjóðfélaginu almennt, stráir ríkis- stjórnin nú salti í sár þess fólks sem enga atvinnu fær. Þau áform ríkisstjórnarinnar, að skerða rétt til atvinnuleysisbóta og lækka framlag ríkissjóðs til atvinnuleysistryggingasjóðs, eru vítaverð. Þetta getur þó verið skiljanlegt út frá því sjónarhorni að forsætisráðherrann hefur lýst ríkisstjórninni sem ábyrgðarlausri í atvinnumálum þjóðarinnar. Þessi atriði og raunar fleiri af svipuðum toga, verða síðan til þess að nánast allir kraftar verka- lýðshreyfingarinnar fara í það að fá þessu hnekkt. Stjórnkænska ríkisstjórnarinnar beinist að því að egna „gulrót" fyrir verkalýðinn og freista þess að narra hann til að kaupa sama hlutinn aftur og aft- ur. Því miður virðist sú „kænska" ríkisstjórnarinnar ætla að takast. Staða atvinnumálanna hjá okkur er slæm um þessar mundir og svo hefur raunar verið nú um nokkurt skeið. Sviptingar hafa undanfarið átt sér stað hjá prentfyrirtækjum og ekkert lát virðist ætla að verða þar á. Hér verður félagið vissulega að grípa til allra til- tækra ráða, til að létta undir með atvinnulausum félögum. í þessa veru hefur raunar alltaf verið unnið en í slíku ástandi sem nú ríkir þarf meira að gera. Hér skal nefnt að koma upp einhverri að- stöðu fyrir félagana í félagsheimilinu, þar sem þeir gætu hist og ræðst við. Þangað mætti einnig fá hvers konar leiðbeinendur og ráðgjafa, sem nýst gætu í félagslegu og atvinnulegu tilliti. 6/4 1992 Þ.G. prentarinn ■ MÁLGAGN FÉLAGS BOKAGERÐARMANNA PRENTARINN - málgagn Félags bókageröarmanna • Útgefandi FBM Hverfisgötu 21 • Ritstjóri: Þórir Guðjónsson • Prentsmíð, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi • Letur: Times og Helvetica • PRENTARINN 1.12. '92 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.