Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 21

Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 21
Úrslit stjórnarkjörs 1992 Samkvæmt lögum félagsins lýkur, við næsta aðalfund, kjörtímabili Svans Jóhannessonar, Arnfinns Jensen og Þorkels Sv. Hilmarssonar í aðalstjórn og Arnkels B. Guðmundssonar í varastjórn. í febrúar var send út auglýsing um framboðsfrest þar sem óskað var eftir tillögum um þrjá menn í aðalstjórn og þrjá menn í varastjórn. Sam- kvæmt auglýsingunni bar að skila tillögum til skrifstofu félagsins fyrir kl. 17.00 mánudaginn 24. febrúar 1992. Að liðnum framboðsfresti höfðu þrír listar borist til félagsins þar sem stungið var upp á: Til aðalstjórnar Þorkeli Sv. Hilmarssyni, Georgi Páli Skúlasyni, Svani Jóhannessyni, Ólafi Björnssyni, Margréti Rósu Sig- urðardóttur, Anfinn Jensen og Hirti Þorkels Reynarssyni. Venju samkvæmt voru kjörseðlar sendir til trúnaðarmanna út í fyrir- tækjunum og skyldi þeim skilaðl inn til félagsins eigi síðar en kl. 17.00 þriðjudaginn 17. mars, en þá um kvöldið fór fram talning atkvæðanna. Alls greiddu 692 félagsmenn atkvæði, þar af voru 25 seðlar auðir og einn ógildur. Þetta er heldur betri kosningaþáttaka en tíðkast hefur hjá okkur, en vissulega má segja að æskilegra væri að þátttakan reyndist enn betri. Kjöri til aðalstjórnar náðu: Svanur Jóhannesson með 495 atkv., Georg Páll Skúlason með 354 atkv. og Margrét Rósa Sigurðardóttir með 306 atkv. Til varastjórnar náðu kjöri: Sigrún Leifsdóttir með 436 atkv., María Kristinsdóttir með 362 atkv. og Guðjón B. Sverrisson með 322 atkv. Nýkjörnum stjórnarmönnum er óskað til hamingju með kjörið og þeim einnig óskað velfarnaðar í þeim ábyrgðarmiklu störfum sem þeir hafa verið kjörnir til. Við þessa kosningu hverfa Anfinn Jensen og Þorkell Sv. Hilmarsson úr aðalstjórn. Þeim eru færðar bestu þakkir fyrir góð og vönduð störf í félagsins þágu og þess vænst að við megum leita til þeirra í framtíðinni þó þeir séu ekki í stjórninni. Úr varastjórn hverfur Arnkell B. Guð- mundsson. Honum eru jafnframt færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf fyrir félagið. Þ.G. PRENTARINN 1.12. '92 Svanur Georg Páll Margrét Rósa Anfinn Þorkell

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.