Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 18

Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 18
Hreinlætisaðstöðu- húsið ... Sú venja hefur skapast að starfs- menn félagsins hafa oftar en ekki haft forgöngu um að halda þessa fundi en æskilegt er að trúnaðarmenn fari í auknum mæli fram á að vinnustaða- fundir séu haldnir. Þetta eru alla jafna góðir fundir því á þeim fá viðstaddir stjórnarmenn nokkuð glögga mynd af því sem efst er í hugum félagsmanna um málefni félagsins. Að sjálfsögðu eru allir stjórnarmenn tilbúnir til að mæta á vinnustaðafundi, komi fram ósk þar um. Hversu fjölmennir og gagnlegir sem vinnustaðafundirnir annars eru geta þeir aldrei komið í stað, oft miklu fá- mennari, almennra félagsfunda. Mjög mikilvægt er að félagsmenn geri sér grein fyrir þessu og mæti vel á aðal- og félagsfundi. Orlofssvæðin í málefnum orlofssvæða okkar má segja að áhersla hafi einkum verið lögð á tvennt á liðnu ári. I fyrsta lagi var fram haldið vinnu við tjald-, hjól- hýsa- og útivistarsvæðið í Miðdal og í öðru lagi voru verulegar endurbætur gerðar á orlofshúsi félagsins í Ölfus- borgum. í fyrrasumar var reist hreinlætishús á nýja útivistarsvæðinu í Miðdal. Mik- il þörf var orðin fyrir slíkt hús og auð- vitað er það nauðsynlegt á góðu tjald- svæði, eins og þar er nú komið. Þá voru gróðursettar um 300 stórar trjá- plöntur á svæðinu s.l. sumar. Við þá framkvæmd breyttist svipur svæðisins mikið til hins betra. Nauðsynlegt er að framhald verði á gróðursetningar- framkvæmdum í Miðdal - ekki bara á útivistarsvæðinu, heldur sem víðast um orlofslandið. Stjórn félagsins hef- ur hug á að efna til sérstakrar gróður- setningarferðar í Miðdal nú snemm- sumars. Vonandi sjá sem flestir félags- menn sér fært að koma með í verkefnið. Sökum þess hve gamla brúin yfir Ljósárnar var orðin þreytt og lúin var hún fjarlægð s.l. haust. í stað brúar- innar var þar sett ræsi. Þessi fram- kvæmd eykur öryggi vegfarenda um svæðið. Hvað ábúðarmálin varðar þá standa þau svo að núverandi ábúandi hefur leigusamning til fardaga 1994. Við skulum gera ráð fyrir því að þá auðn- ist okkur að ná jörðinni úr ábúð. í þessu efni verður okkur öllum að vera Ijóst að miklar skyldur og kvaðir fylgja því að taka jörðina úr ábúð. Þar með verðum við ábyrg fyrir því að öll umhirða, jafnt á húsum sem túnum, sé jafnan eins og best verður á kosið og félaginu til sóma. Með tilliti til umfangs þessa máls, sem og hversu nauðsynlegt er að vel takist til á allan hátt, er æskilegt að sem flestir láti það sig varða og setji fram hugmyndir um framtíðarnotkun, jafnt íbúðarhússins sem útihúsanna og túnanna. Hér með er auglýst eftir hugmyndum til birtingar og umfjöll- unar t.d. hér í blaðinu. Breytingarnar á húsinu okkar í Ölf- usborgum fólust einkum í því að byggt var við húsið. f þessari viðbyggingu er anddyri, baðherbergi og geymsla. Þar sem húsið stækkar nú töluvert er að- staðan þarna orðin allt önnur og betri en fyrr. Húsið á nú að vera í topp- standi og sérstök ástæða til að hvetja félagsmenn til að nota það til orlofs- dvalar. Orlofsmálin hjá okkur eru „eilífðar- mál“. Þar eru alltaf næg verkefni fyr- irliggjandi og alltaf má gera betur. Því hlýtur að vera æskilegt að sem flestir félagsmenn komi að þessum verkum. Erlend samskipti Samskipti okkar við erlend stéttar- systkini og félög voru í sama farvegi og undanfarin ár. FBM er aðila að þremur sambönd- um, þ.e. Nordisk Grafisk Union (NGU), Evrópusambandi bókagerð- armanna (EGF) og Alþjóðasambandi bókagerðarmanna (IGF). í gegnum árin hefur samstarf okkar verið mest við NGU. Einn fastur, ár- legur fundur er nú á þess vegum, þ.e. aðalfundurinn. Á þessum fundi eigum við þrjá fulltrúa. Þá stendur NGU, yf- irleitt á tveggja ára fresti, oftar ef ástæða þykir til, fyrir sérráðstefnu um eitthvert afmarkað mál sem efst er á baugi hverju sinni. Annar fastur liður í erlendu sam- skiptunum er að sækja þing aðildarfé- laga NGU. Algengast er að félögin haldi þing sín á þriggja ára fresti og þá er jafnan boðið einum fulltrúa frá FBM. A s.l. ári voru þing (aðalfundir) IGF og EGF. Þing sem þessi eru hald- in á þriggja ára fresti og þar eigum við einn fulltrúa. Á undanförnum misserum hefur ráðstefnum á vegum EGF fjölgað nokkuð frá fyrri tíð. Þessar ráðstefnur eru nær eingöngu tilkomnar til að fjalla um málefni sem upp eru komin vegna Evrópubandalagsins en snerta okkur einnig, oft ekki síður en félög í aðildarlöndum EB. Frá félagsmönnum heyrast stundum gagnrýnisraddir um þessi erlendu samskipti félagsins. Æskilegt er að við veltum þessum málum fyrir okkur, rétt eins og öðru er varðar störf og stefnu félagsins, og högum þeim svo sem best má verða. Á undanförnum árum hafa mjög óverulegar breytingar átt sér stað í þessum efnum. Árlega hefur stjórn félagsins afþakkað þátt- töku í fundum og ráðstefnum erlend- is. Við höfum leitast við að halda okk- ur innan þess farvegs sem þessi mál hafa verið í og reynum að velja úr og sækja þá fundi sem ætla má að við get- um haft mest gagn af. 18 PRENTARINN 1.12.’92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.