Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 16
Unnið að gróður-
setningu á
útivistarsvæðinu
Þá hefur verið lagt til að yfirstjórn
námsins verði í höndum sérstakrar
nefndar sem í sitji fulltrúar atvinnulífs
og skóla og séu fulltrúar atvinnulífs í
meirihluta. Verkefni slíkrar nefndar
yrðu m.a. að ákveða innihald náms-
ins, sjá um stöðuga endurskoðun þess,
ákveða hvaða fyrirtæki megi taka
nema, hafa eftirlit með kennslugæð-
um í skóla og fyrirtækjum, meta þörf
fyrir nýja menntun og hafa yfirumsjón
með sveinsprófum.
Pá hefur Prenttæknistofnun lagt
fram grófa hugmynd um innihald
námsgreinanna með tilliti til framtíð-
arþarfa iðnaðarins. Mestu breyting-
arnar verða, samkvæmt þeim, á
prentsmíðinni, en þar má segja að
byggð verði upp ný iðngrein, en
prentun og bókband frekar lagaðar að
þörfum atvinnulífsins.
Markmið prentsmíðanámsins er að
veita nemendum grundvallarþekkingu
og færni í grafískri texta- og mynd-
vinnslu með tölvutækni með sérstakri
áherslu á hönnun. Markmið prent-
námsins er að veita nemendum þekk-
ingu á prentferlinu og færni í meðferð
og notkun prentvéla og efna. Mögu-
leikar til sérhæfingar þurfa að vera
innbyggðir í prentnámið, bæði hvað
varðar prentaðferðir og afurðir.
Markmið náms í bókbandi er að veita
grundvallarþekkingu og færni í alhliða
frágangi prentgripa eftir að prentun er
lokið.
í öllum greinum verði lögð áhersla
á gæðastýringar og að menn skilji
prentferlið allt og þau vandamál sem
þar er að fást við.
Hópvinnufyrirkomulag, sem eykst
stöðugt að vægi í prentiðnaði, leggur
öllum sem vinna að framleiðslu prent-
gripa meiri ábyrgð á herðar, en venja
er til í hefðbundnu vinnsluferli. Það er
mikilvægt að nemendur verði látnir
skynja þessa ábyrgð, bæði í skóla og
fyrirtæki. Stefnan varðandi kennslu-
aðferðir byggist á því að fag gangi fyr-
ir tækni - tækniþekking sé byggð of-
aná fagþekkingu, þannig að breyting-
ar á tækni kollvarpi ekki náminu.
í stórum dráttum má fullyrða að
fyrirliggjandi tillögur geri meiri kröfur
til skóla, fyrirtækja og nemenda.
Síðstu árin hefur prentiðnaður átt
undir högg að sækja gagnvart öðrum
iðngreinum og námsmöguleikum.
Okkur vantar fleira ungt og hæfileika-
ríkt fólk til starfa, sérstaklega á þetta
við um prentun og bókband. Til þess
að prentiðnaður sé áhugaverður kost-
ur fyrir unglinga, sem eru að velja sér
lífsstarf, þurfum við að bjóða þeim
upp á atvinnu sem er þeim samboðin;
sem gerir kröfur til þeirra og leyfir
þeim að njóta hæfileika sinna, en ekki
síður verður að tryggja góða eftir-
menntunarmöguleika, skemmtilegt
starfsumhverfi, atvinnuöryggi og góð
laun. Við þurfum að gera okkur grein
fyrir því, að á hæfileikum iðnnemanna
veltur framtíð atvinnugreinarinnar. I
hverju einasta fyrirtæki þarf að leggja
meiri rækt við þessi mál, skilgreina
þarfirnar og stýra eftir því. Sókn eftir
þekkingu og færni þarf að vera hluti
af móralnum.
Látnir félagar
Frá síðasta aðalfundi hafa fimm fé-
lagsmenn látist: Hans Elías Þórodds-
son, Gunnar Sigurmundsson, Jóhanna
Einarsdóttir, Þórhallur Már Sig-
mundsson og Haukur Einarsson.
Félagaskrá
Breytingar á félagaskrá frá síðasta að-
alfundi hafa orðið sem hér segir: Sam-
þykktar inntökubeiðnir samtals 67.
Núna er skráður 991 félagsmaður í
FBM, þar af eru 60 ellilífeyrisþegar,
sem hættir eru störfum. Skiptingin er
að öðru leyti þannig: Iðnlærðir félagar
eru 588, starfsþjálfunarnemar eru 52,
ófaglærðir félagar (innskrift, aðstoð-
arfólk í bókbandi og prentun) eru 291.
Útgáfumálin - Prentarinn
Á síðasta ári voru gefin út tvö tölu-
blöð af Prentaranum. Ritstjóri blaðs-
ins ber hér að sjálfsögðu mesta ábyrgð
á og skal á engan hátt undan því vik-
ist. Viðbrögð félagsmanna við efni
blaðsins hafa undantekningarlítið ver-
ið jákvæð. Óskir hafa komið fram um
að auka útgáfutíðni Prentarans. Rit-
stjóri blaðsins hefur jafnan tekið heils-
hugar undir þær óskir en einnig bent á
þá staðreynd að til þess að svo geti
orðið verði félagsmenn að vera iðnari
við að skrifa greinar í blaðið og/eða
að ráðinn verði starfsmaður til að
sinna útgáfumálum félagsins.
Á aðalfundinum í fyrra kom fram
svohljóðandi tillaga: „Leggjum til að
Georg Páll Skúlason og Helgi Hólm
verði kjörnir í ritnefnd til að starfa
með ritstjóra að útgáfu Prentarans.“
Tillaga þessi var samþykkt. Engu að
síður skulu þau tilmæli til félagsmanna
ítrekuð að skrifa greinar í Prentarann
um hvað sem er, en þó helst málefni
er snerta fagið og félagsmálin. Útgáf-
an eykst ekki af sjálfu sér. Því er mik-
ilvægt að félagarnir sinni þessum ósk-
um og sendi blaðinu greinar.
Kjaramálin
Kjarasamningur félagsins frá 1. mars
1990 rann út hinn 15. september 1991.
Þegar í byrjun ágústmánaðar á liðnu
ári hóf stjórn félagsins umfjöllun um
væntanlega kröfugerð í komandi
samningum og eðlilega fór síðan frek-
ari umræða og undirbúningur fram í
trúnaðarmannaráði.
Síðan var samhljóða samþykkt til-
laga til félagsfundar um kröfugerðina
á fundi stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs 29. ágúst s.l. Félagsfundur var
16
PRENTARINN 1.12/92