Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 17
Matarhlé -
svið og samlokur
síðan haldinn 4. september og þar var
eftirfarandi kröfugerð samþykkt.
1. Að launataxtinn verði gerður
virkari með sérstakri hækkun. I sam-
ræmi við kjarakönnun í jan. 1990, að
viðbættum umsömdum %-hækkunum
síðan, verði lægstu laun:
1. Iðnsveinar/texta-
innritarar .......kr.
2. Aðstoðarfólk .... kr.
á viku á mán.
22.600 97.858
16.300 70.579
Þeir sem hafa fyrir samning hærri laun
en að ofan greinir skulu hækka um
sömu krónutölu og grunntaxtinn
hækkar.
2. Starfsaldurshækkanir. Starfsald-
urshækkanir verði með svofelldum
hætti:
viðkomandi um 6%
viðkomandi um 7%
viðkomandi um 8%
viðkomandi um 10%
fyrirtæki hækki laun
Eftir 1 ár hækki laun
Eftir 3 ár hækki laun
Eftir 5 ár hækki laun
Eftir 7 ár hækki laun
Eftir 5 ár hjá sama
viðkomandi um 16%
Eftir 7 ár hjá sama fyrirtæki hækki laun
viðkomandi um 20%
3. Aukavinnukaup: Starfsmaður
skal fá alla aukavinnu greidda með
100% álagi á heildardagvinnulaun sín,
sem miðast við 40 klst. vinnuviku
(deilitala 40).
4. Vaktaálag: Vaktaálag hækki og
verði svo: Meðalálag 20% á tvískiptar
vaktir. Vaktavinna við dagblöð, tví-
skiptar vaktir 26%. Vaktavinnukaup,
unnin kvöldvakt 32%.
5. Júlíuppbót. Þann 1. júlí og eigi
síðar en 15. júlí ár hvert skal fastráðnu
starfsfólki, sem unnið hefur í 1 ár,
greidd júlíuppbót er nemi einum viku-
launum viðkomandi.
6. Desemberuppbót. Þann 1. des-
ember og eigi síðar en 15. desember
ár hvert skal fastráðnu starfsfólki, sem
unnið hefur 1 ár, greidd desember-
uppbót kr. 12.000.
7. Veikindi í orlofi. 8.6. „Veikist
launþegi hér innanlands það alvar-
lega, ..." Breytist og hljóði svo: Veik-
ist launþegi það alvarlega ..."
8. Veikindi barna. 6.3. „Foreldri er
heimilt að verja samtals 7 vinnudög-
um ..." Breytist og hljóði svo: For-
eldri er heimilt að verja samtals 15
vinnudögum ...
9. Sumar- og vetrarorlof. 8.2.
„Óski bókagerðarmaður með 9 ára
starfsreynslu ... " Breytist og hljóði
svo: Óski bókagerðarmaður með 6
ára starfsreynslu ...
10. Taka fæðingarorlofs, innan
marka laga um fæðingarorlof, skerðir
ekki orlofslaunagreiðslu.
11. Laun félagsmanna sem sótt hafa
námskeið á vegum Prenttæknistofn-
unar hækki um 10-20% eftir umfangi
námskeiðs. Stjórn Prenttæknistofnun-
ar metur námskeiðin og skal vera
samstaða um úrskurð í stjórninni.
12. Vinnuvikan skal vera 35 dag-
vinnustundir.
13. Samið verði um kaupmáttar-
tryggingu svo kaupmáttur umsaminna
launa rýrni ekki á samningstímanum.
Þegar að félagsfundi loknum var
óskað eftir samningafundi með at-
vinnurekendum. Fyrsti samningafund-
urinn var síðan haldinn 17. september
s.l. Þar var kröfugerðin lögð fram og
kynnt atvinnurekendum. Á þessum
fundi fengust því miður engar efnis-
legar umræður um kröfur okkar.
Andspænis okkur sátu atvinnurekend-
ur, með sinn varðhund, og sögðu: Við
ykkur verður ekki rætt fyrr en í ljós
kemur hver framvinda samningamál-
anna verður almennt. Svo sem komið
hefur fram á trúnaðarráðs- og félags-
fundum síðan, höfum við ekki viljað
mæta þessari afstöðu með sérstökum
hætti. í lok þessa fyrsta samninga-
fundar óskaði stjórn FBM mjög ein-
dregið eftir því við atvinnurekendur,
að annar fundur yrði haldinn sem
allra fyrst.
Atvinnumálin
Á liðnu starfsári hefur verið viðvar-
andi atvinnuleysi hjá félagsfólki okk-
ar. Á undanförnum vikum og mánuð-
um hafa atvinnuhorfur versnað. Er
svo komið að 27 félagar, eða um 3,1%
félagsmanna, eru á atvinnuleysisskrá
þegar þetta er skrifað. Eftir störfum
skiptist atvinnuleysið þannig: Fimm
setjarar, sex textainnritarar, þrír í ljós-
myndun og skeytingu, tveir of-
fsetprentarar, tveir hæðarprentarar,
þrír starfsþjálfunarnemar í prentsmíð
og sex úr aðstoðarstörfum. Sem sagt
12 iðnlærðir, 3 í starfsþjálfunarnámi
og 12 ófaglærðir félagsmenn.
Atvinnuleysisbótatíminn er nú að
hámarki 52 vikur af hverjum 68 og há-
marksupphæðin er kr. 10.524 á viku,
auk kr. 421 með hverju barni undir 18
ára aldri.
Starfsmenn félagsins hafa lagt sig
mjög fram um að útvega atvinnulaus-
um félögum störf. Margoft hafa kjara-
samningsákvæðin um ráðningu starfs-
fólks verið ítrekuð, bæði við einstaka
atvinnurekendur sem og samtök
þeirra. Nokkur árangur hefur náðst
með því - en engan veginn fullnægj-
andi. Því verður að sjálfsögðu áfram
haldið að krefjast ráðningar atvinnu-
lausra félaga í laus störf.
Sé litið til þeirrar þróunar er átt
hefur sér stað innan prentiðnaðarins
að undanförnu, bendir því miður
ákaflega lítið til þess að atvinnuhorfur
muni batna á næstunni. Á þessari
stundu virðist, því miður, fleira benda
til jafn slæmrar stöðu, ef ekki verri,
a.m.k. næstu mánuði.
Vinnustaðafundir
Á liðnu starfsári voru að venju haldnir
vinnustaðafundir. Samningsákvæði
okkar um þessa fundi veita okkur rétt
til að halda tvo slíka á ári hjá hverju
fyrirtæki. Til þeirra má verja einni
klst. af dagvinnutíma í hvort sinn.
PRENTARINN 1.12. '92
17