Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 8

Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 8
[• Myndir frá námskeiöum í öðru lagi var ákveðið að halda trúnaðarmannanámskeið dagana 30. mars til 3. apríl í Ölfusborgum. Á þessu námskeiði átti að taka fyrir öll helstu atriðin sem trúnaðarmaður á vinnustað þarf að kunna góð skil á, svo sem: Trúnaðarmaðurinn á vinnu- stað, starf hans og staða; kjarasamn- ingurinn okkar og helstu lagaleg rétt- indi; vinnuvernd, aðbúnaður, öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum. Við höfum samningsbundinn rétt til þessara námskeiða og trúnaðarmaður- inn heldur sínum launum á námskeið- inu. Að venju kæmi það svo í hlut fé- lagsins að sjá þátttakendum fyrir fæði og húsnæði á staðnum, námskeiðið væri þeim því algerlega að kostnaðar- lausu. Þrátt fyrir að öllum trúnaðarmönn- um væri sent sérstakt bréf um nám- skeiðið varð reyndin sú að þegar frest- ur til þátttökutilkynningar rann út, hafði aðeins einn trúnaðarmaður sótt um og féll því þetta námskeið niður, að þessu sinni. Það ber að harma það að félagarnir skuli ekki hafa séð sér fært að taka þátt í þessum námskeiðum. Það tekst vonandi betur til næst. Það er klárt mál að uppá slík námskeið verður boðið síðar. Til athugunar verður að halda trún- aðarmannanámskeiðið í Reykjavík í stað Ölfusborga, í þeirri von að fleiri sjái sér fært að vera með. Samningur FÍP og FBM um Prent- tæknistofnun var undirritaður 6. maí 1991 af formönnum félaganna, þeim Erni Jóhannssyni og Þóri Guðjóns- syni, en viðstaddir voru einnig stjórn- armenn stofnunarinnar, sem þá héldu sinn fyrsta stjórnarfund. í stjórn eru frá FIP Guðmundur Kristjánsson og Þorgeir Baldursson, en frá FBM Ól- afur Björnsson og Þórir Guðjónsson. Á þeim fundi var ákveðið að ganga til viðræðna við Guðbrand Magnússon um að hann tæki að sér framkvæmda- SJÓÐSTREYMI ÁRIÐ1991 Handbært fé frá rekstri : Félagsgjöld.............................................................................. 14.269.314 Fjármunatekjur...................................................................... 1.197.648 Aðrar tekjur.............................................................................. 6.251.626 21.718.588 Rekstrargjöld............................................................................ 18.932.791 Fjármagnsgjöld............................................................................... 46.947 18.979.738 Handbært fé frá rekstri................................................. 2,738.850 Fjárfestingarhreyfingar : Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum............................................. (5.911.891) Fjárfesting í hlutabréfum................................................................... (2.097.495) Fjárfestingarhreyfingar.................................................. (8.009.386) Fjármögnunarhreyfingar : Aukning á skuld við sjóði.............................................................. 2.453.252 Afborganir af skuldabréfaeign............................................................. 87.034 Afborganir af langtímaskuldum.................................................... (306.871) Ónnur fjármögnun................................................................. .......(92.230) Fjármögnunarhreyfingar................................................ 2.141.185 Lækkun á handhæru fé..............................................................................(3.129.351) Handhært fé i ársbyrjun.....................................................................4.361,221 Handbært fé í árslok........................................................................1.231.870 Breyting.................................................................................. (3.129.351) 8 PRENTARINN 1.12/92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.