Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 19

Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 19
í byggingu Á liðnu ári kom fram sérstök ósk frá norrænum félögum okkar, þess efnis að höfuðborgaráðstefnan yrði haldin í Reykjavík árið 1991. Ráð- stefnur þessar hafa verið haldnar í áratugi, annað hvert ár, til skiptis í höfuðborgum fjögurra Norðurland- anna. Þar höfum við jafnan átt einn fulltrúa. Að þessu sinni óskuðu sem sagt norrænu félagarnir eftir því að ráðstefnan yrði haldin hér á landi dag- ana 24.-26. október. Hlutverk okkar var fyrst og fremst að sjá um undir- búning, skipulag og framkvæmd. Stjórn félagsins ákvað að taka þetta verkefni að sér og eftir á er hægt að fullyrða að það hafi verið rétt ákvörð- un og framkvæmdin tókst í alla staði mjög vel. Dagskrá þessarar ráðstefnu var mjög ströng, enda stórmál til umfjöll- unar: um EB og EES; atvinnuleysis- mál bókagerðarmanna í norrænu höf- uðborgunum og hvað geta félögin gert til aðstoðar atvinnulausum; endur- menntun í okkar faggreinum. Sérstak- ir framsögumenn voru um hvern dag- skrárlið og síðan almennar umræður og fyrirspurnir á eftir. Þrjátíu og tveir norrænir félagar tóku þátt í ráðstefnu þessari, þar á meðal allir stjórnarmenn okkar. For- maður FBM flutti setningarávarp ráð- stefnunnar og stjórnaði henni. Eini kostnaðurinn sem félagið bar af ráð- stefnunni var vegna móttöku í félags- heimilinu og eins kvöldverðar fyrir alla þátttakendur. Öryggisnefnd Öryggisnefnd prentiðnaðarins er skip- uð eftirtöldum mönnum: Svani Jó- hannessyni og Þóri Guðjónssyni frá Félagi bókagerðarmanna, en frá Fé- lagi ísl. préntiðnaðarins eru þeir Örn Jóhannsson og Steindór Hálfdánarson í nefndinni. Nokkurt hlé varð í störfum nefndar- innar fyrri hluta ársins, en menn voru samt ekki aðgerðarlausir, því unnið var að könnun á tíðum slysum í prent- smiðjunum. Á fundi í desember 1991 skýrði formaður nefndarinnar frá því að á skömmum tíma hefðu orðið 5 slys í iðninni. Þessi slys hefðu aðalega orðið þegar verið var að þvo prentvél- arnar og menn hefðu farið í valsana. Haft var samband við Vinnueftirlit ríkisins og óskað eftir að þeir gæfu okkur skýrslur um þessi slys sem orð- ið hafa á sl. 2 árum. Ákveðið var að gefa út veggspjald og dreifa í prentsmiðjurnar í áróðurs- skyni til varnar þessari slysaöldu. I skýrslum Vinnueftirlitsins sem ná yfir tímabilið frá júní 1989 og til júlí 1991 kemur fram að af 13 slysum er í 7 tilfellum um nema og ófaglærða að ræða. Þá kemur fram að af þessum slysum eru 9 valsaslys og vél í gangi meðan verið er að hreinsa valsana. Öryggisnefndin hefur fjallað um niðurstöður þessarar könnunar og verður bent á þessi atriði á vegg- spjaldinu sem dreift verður nú í apríl. Á síðasta fundi nefndarinnar í mars s.l. var sagt frá fundi sem Vinnueftir- litið hélt nýlega og var þar sagt frá því að nú væri að hefjast Vinnuverndarár Evrópu og verður átak nefndarinnar gegn slysum einn þátturinn í því starfi sem framundan er. Sjúkrasjóðurinn Sjúkrasjóðurinn okkar hefur sem fyrr reynst traustur bakhjarl þeim félögum sem til hans hafa þurft að leita. Á síðasta ári voru sjúkradagpening- ar greiddir úr sjóðnum til 21 félags- manns. Að sjálfsögðu er það algerlega einstaklingsbundið hversu lengi hver félagi þarf á sjúkradagpeningum að halda. Fer það eftir því hversu lengi hann er frá störfum eftir að samnings- bundum greiðslum atvinnurekenda lýkur. Þannig vara sjúkradagpeninga- greiðslur frá nokkrum dögum og allt að heilu ári. Víst er að sjóðurinn veitir þeim, er fyrir langvarandi veikindum verða, mikið fjárhagslegt öryggi, enda er það hans aðalhlutverk. Þá veitti sjóðurinn, eins og reglugerð hans kveður á um, útfararstyrki vegna þeirra félaga er létust á árinu. I samræmi við annan aðaltilgang sjóðsins, þ.e. að stuðla að fyrirbyggj- andi heilsuvernd, þá voru námskeið hjá Mætti verulega niðurgreidd. Einn- ig hafa hliðstæð námskeið verið niður- greidd hjá líkamsræktarstöðvum á Akureyri, fyrir félagsmenn þar bú- setta. Ánægjulegt er til þess að vita að margir félagsmenn hafa nýtt sér þessa fyrirgreiðslu. Þá hafa nokkrir félagar, er gengist hafa undir hjartaaðgerðir, fengið styrk til að standa straum af kostnaði vegna endurhæfingar. Einnig hefur sjóðurinn greitt 50% af hlut fé- lagsmanns í sjúkranuddi, enda sé í það farið að tilvísun læknis. Alls fengu 46 félagar styrk af þess- um toga á liðnu starfsári. Fræðslusjóður bókagerðar- manna Á liðnu ári markaðist starf fræðslu- sjóðsins einkum af tvennu. I fyrsta lagi styrkveitingum til náms, lengri og skemmri utanferða og í öðru lagi að- stoð og styrkveitingu til Prenttækni- stofnunar. Hvað varðar styrkveitingu til náms erlendis, skiptust þær svo: 24 félagar fóru á námskeið hjá Heidelberg, 6 á námskeið hjá Anitec, 2 félagar fóru til Dainippon Screen. Öll þessi námskeið stóðu fóra til fimm daga. Þá veitti sjóðurinn 7 styrki til félagsmanna vegna lengra náms. í fyrra veitti fræðslusjóðurinn styrk PRENTARINN 1.12. '92 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.