Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 7

Prentarinn - 06.04.1992, Blaðsíða 7
Vinnustaðafundur í Vörumerkingu könnuninni áhrærir má segja að þær hafi komið mönnum þægilega á óvart, þar sem um þó nokkra hækkun launa var að ræða umfram umsamdar hækk- anir. Þriðji félagsfundurinn, um lífeyris- sjóðinn okkar og lífeyrissjóðsmál, var síðan haldinn 13. febrúar s.l. Þar fluttu Bergljót Stefánsdóttir og Bene- dikt Jóhannesson framsöguerindi um dagskrármálin. Að framsöguerindum loknum sátu þau, ásamt formanni FBM, fyrir svörum. Ljóst er af þess- um fundi að brýna nauðsyn ber til að kynna starfsemi og reglur lífeyris- sjóðsins miklu betur fyrir félagsmönn- um. Mun það verða gert. Nú er reglu- gerð sjóðsins í endurskoðun og vonir standa til að ný reglugerð geti verið tilbúin í haust. Pá er fyrirhugað að halda félagsfund til kynningar á reglu- gerðinni og starfsemi Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna almennt. Fræðslumálin - Prenttæknistofnun Engin spurning er um það að félags- mönnum þarf að standa til boða fé- lagsleg fræðsla og -námskeið. Slík námskeið höfum við reynt að halda af og til. I vetur var ákveðið að bjóða upp á námskeið af þessari tegund. I fyrsta lagi var hér um að ræða fé- lagsmálanámskeið, sem hefjast átti 3. mars s.l. Námskeiðið átti að halda í húsi félagsins og kennsla að fara fram tvö kvöld í viku, í þrjár vikur. Inni- hald námskeiðsins: Fundasköp, undir- búningur funda, fundarritun og æfing- ar í ræðumennsku. Að sjálfsögðu átti námskeiðið að vera félagsmönnum að kostnaðar- lausu. Þegar umsóknarfrestur um þátttöku rann út hafði aðeins einn fé- lagsmaður sótt um og féll því nám- skeiðið niður. HINN 31. DESEMBER1991 SKULDIR OG EIGIÐ FÉ: Skýr. Skammtfmaskuldir : Ógreidd gjöld.......................................................... Skuld við Sjúkrasjóð.................................................. Skuld við Fræðslusjóð................................................ Næsta árs afborganir af langtímaskuldum......................... 13 Skammtímaskuldir............................. Langtfmaskuldir : Atvinnuleysistryggingasjóöur....................................... Stofhlánadeild landbúnaðaríns....................................... Næsta árs afborganir.................................................. Langfmaskuldir................................. 13 Skuldir alls....................................... Eigið fé : Höfuostólsreikningar: Styrktar- og tryggingasjóður....................................... 14 Orlofssjóöur.......................................................... 14 Félagssjóður.......................................................... 14 Eigiðfé............................................ 1991 1990 136.224 44.544 4.058.518 2.051.100 814.602 368.768 228.035 245.580 5.237.379 2.709.992 1.128.020 1.288.750 29 6.830 1.128.049 1.295.580 (228.035) (245.580) 900.014 1.050.000 6.137.393 3.759.992 82.596.242 71.672.309 13.067.487 14.177.466 (1.909.164) (967.367) 93.754.565 84.882.408 Skuldir og eigið fé alls.. 99.891.958 88.642.400 PRENTARINN 1.12. '92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.