Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 10

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 10
Þórleifur V. Friðriksson hjá Guðjónó. Hvenœr hófstu œfingar í Mœtti? Ég hóf æfingar í september á s.l. ári og byrjaði á grunn- námskeiði, sem stóð í sex vikur. Eftir það hélt ég áfram af krafti og æfði þar til í apríl. Var einhver sér- stök ástæða fyrir því að þú valdir Mátt? Nei, ekki beint. En ég frétti að sjúkrasjóður FBM niðurgreiddi hluta og að afsláttur fengist út á félagsaðild- ina. Mér fannst sjálfsagt að nýta mér það og finnst sjúkrasjóðurinn þjóna sínum tilgangi með þessu. Hefur þú stundað œfingar áður? Ekki í þessum hefðbundnu líkams- ræktarstöðvum. Ég hef verið mikið fyrir útiveru í gegnum árin og stundað badminton af og til á veturna. Það hefur ekki gefið mér nægilega mikið, ekki nógu mikinn svita. Hvernig líkar þér stöðin? Að stórum hluta líkar mér stöðin vel. Það er reyndar farið að sjá á sum- um tækjum, og sum tækin finnst mér taka of mikið pláss miðað við notkun þeirra. Upphitunarsalurinn er góður og hefur batnað mikið með tímanum. Bætt hefur verið við hlaupabrautum, sem reyndist nauðsynlegt sökum fjölda á annatímum. Mér finnst að fylgjast þurfi meira með hvaða tæki eru á boðstólnum hverju sinni. Bún- ingsaðstaða er ágæt, nuddpotturinn og síðast en ekki síst gufubaðið. Það mætti reyndar bæta þrifin á sturtuklefunum. Einnig er vert að nefna öryggisatriði á staðnum sem áhersla er lögð á. Það er ekki hægt að komast inn í búningsklefa án þess að hafa þar til gert kort sem veitir þér aðgang. Það takmarkar þjófn- að úr skápum þó að það hafi gerst. Hvað œfiðrðu lengi í senn og hvað oft? Ég æfði þrisvar til fjórum sinnum í viku og þá að meðaltali tvo og hálfan tíma. Ég fékk stundum kvörtun heimafyrir út af því. Þegar ég byrjaði fékk ég ráðlegging- ar sérfræðings um að ég þyrfti að bæta þolið, svo ég dvaldi lengstum í þrek- salnum og tók líka ákveðinn hring í tækjasalnum. Síðan endaði ég á löng- um og góðum teygjum. Þegar grunnnámskeiðið byrjaði var maður settur í hinar og þessar mæling- ar til að kanna ástand líkamans og greinilegt var að við flestir, sem til- heyrum faginu vorum allir þollitlir, þetta er kyrrsetustarf að mestu. Eftir mælingarnar var viðtal við næringar- fræðing og í tvö skipti á tímabilinu var fyrirlestur um næringarfræði og breytt mataræði. Þar var mikil áhersla lögð á að minnka neyslu svokallaðs ruslfæðis og að auka neyslu kolvetnisríkrar fæðu. Hvernig fannst þér félagsskapurinn? Alveg frábær, þarna hefur maður hitt marga gamla félaga, jafnvel síðan úr gagnfræðaskóla og úr Iðnskólan- um. Þarna hittir maður fólkið! Náðirðu settu marki? Já það tel ég. Ég léttist um nokkur kíló sem ég hafði í raun ekki endilega sett mér sem takmark. Ég ætlaði fyrst og fremst að auka þolið og ég fór út virkilega ánægður með árangurinn. Ég hef reynt að halda mér við með ýms- um hætti síðan og ætla mér að byrja að æfa aftur þegar fer að kólna útivið. Þetta hefur smitað dálítið út frá sér hér í fyrirtækinu og í kunningjahópn- um, enda mikil alda heilsuræktar í gangi. Eitthvað að lokum? Já ég vildi gjarnan hvetja alla fé- lagsmenn til að nýta sér það sem Sjúkrasjóður býður uppá og prófa að minnsta kosti grunnnámskeiðið og sjá hvar menn standa. Því það verður hver og einn að hugsa um heilsuna sína sjálfur og standa vörð um. Því ef þú gerir það ekki, þá gerir enginn það. Menn hafa allt að vinna, engu að tapa. Sigrún Jóhannesdóttir, setjari í Prent- þjónustunni. Hvenœr byrjaðir þú að œfa í Mœtti? Eg byrjaði aftur í vor og er búin að vera í þrjá mánuði núna. Eg fór fyrst fyrir tveimur árum og hef flakkað á milli stöðva, en er nú komin aftur í Mátt. Fórstu á eitthvað ákveðið námskeið? Nei, en ég fór í ýmsar mælingar og fékk ráðleggingar hjá ráðgjöfum stöðvarinnar áður en ég byrjaði að æfa. Hvers vegna valdir þú Mátt? Ég kann best við mig þar, lengi var ég hjá Jónínu og Ágústu, en heyrði marga mæla með Mætti. Svo hefur af- slátturinn líka sitt að segja. Hvernig líka þér aðstœður í stöð- inni? Vel, mér finnst öll aðstaða mjög góð og hreinlega til fyrirmyndar. Þarna er góð búningsaðstaða, heitur pottur og gufubað. Hvað œfirðu oft í viku? Eg fer að minnsta kosti þrisvar í viku og helst fjórum sinnum. Ég æfi klukkutíma í senn og er í pallapuði. Hvernig er félagsskapurinn? Mjög fínn, ég fór t.d. í fjallgöngu- ferð núna í sumar. Við fórum 44 sam- an og gengum „Laugaveginn". í Palla- puðinu er síðan ákveðinn kjarni sem 10 PRENTARINN 3.12.'92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.