Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 12

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 12
„Ég hef aldrei látið Jón Ágústsson í viðtali við Magnús Einar Sigurðsson Fáir forystumenn bókagerðarmanna hafa notið slíkra vin- sælda og virðingar í samtökum okkar sem Jón Ágústsson prentari nýtur. Jón hefur verið farsæll foringi og lagt ótrú- lega mikið að mörkum í réttindabaráttu bókagerðarmanna um áratugaskeið. Auk þess hefur Jóni tekist betur en öðrum að sameina bestu krafta félagsins til starfa, óháð því hvar menn hafa staðið í flokki. Styrkur hans felst í því að hafa þorað á öllum stundum að láta hagsmuni félagsins ráða og þá hafa stefnur, flokkar og eigin hagsmunir fengið að víkja. I því spjalli sem hér fer á eftir segir Jón lítillega frá lífs- hlaupi sínu, en spjallið fór fram nokkru eftir að Jón lét af störfum sem forstöðumaður Lífeyrissjóðsins. Þú elst upp í Kleppsholtinu? Jú, en ég er fæddur á Rauðarárstíg 1. Heyrðir þú aldrei talað um Nonna- hús? Þegar talað var um Nonnahús á Akureyri stakk ég því að strákunum í Odda að þeir ættu að beita sér fyrir því að þetta hús á Rauðarárstígnum yrði varðveitt þar sem ég væri fæddur í því, og svo mætti kalla það Nonna- hús í Reykjavík til mótvægis við Nonnahús á Akureyri, en það varð ekki úr, enda í gamni mælt. Við flutt- um svo í Kleppsholtið þegar ég var níu ára. Á Rauðarárstígnum var pabbi bara með hesta, en hann hafði atvinnu af flutningum á hestvögnum. Þetta var fyrir bílaöldina og mest var flutt á hestvögnum á þessum tíma. Við fluttum í Kleppsholtið um vor- ið 1926, en ég var þá farinn í sveitina að Kjaransstöðum í Biskupstungum, til fullorðinna hjóna, sem urðu fyrir þeirri sorg að missa einkadóttur sína, 17 eða 18 ára, daginn eftir að ég kom til þeirra. Þetta voru ágætishjón og ég var hjá þeim í fjögur sumur. Þegar ég kom í bæinn um haustið vissi ég ekki hvar ég átti heima, en ég var svo heppinn að hitta stráka sem ég þekkti og þeir vissu af tilviljun að mamma var stödd í bænum, þarna rétt hjá í Rauðarárholtinu, þar sem nú er Prentsmiðja GuðjónÓ, svo þetta blessaðist. Pabbi hafði land og nokkurn bú- skap í Kleppsholtinu, kýr og rollur. Smátt og smátt dró úr þessum búskap því alltaf var verið að þrengja að því landi sem hann hafði til umráða. Maður var snemma látinn hjálpa til við vinnu. Eg man eftir því að þegar ég var sex ára var verið að byggja hús í Stífludal í Þingvallasveit. Faðir minn hafði vinnu við að flytja byggingarefni þangað síðasta spölinn, því bílar kom- ust ekki alla leið. Hann var með fjóra eða fimma hestvagna í þessum flutn- ingum. Þá var ég látinn hjálpa til. Ég sat á aftasta vagninum og hafði eftirlit með því ef eitthvað dytti af. Á sumrin var maður svo í sveit, en mín fyrsta launaða vinna var hjá Sláturfélagi Suðurlands og þá var ég 14 ára gamall. Launin í sveitinni voru hins vegar kartöflur, kjötmeti og rófur. Petta er í kreppunni 1930-37? Jú, jú og lítil sem engin vinna sem maður hafði á Eyrinni, í fiski, kolum og salti. Reyndar hafði ég vísa vinnu á haustin á þessum árum hjá Sláturfé- lagi Suðurlands. Ég var þar í fimm eða sex haust í sláturtíðinni. Þetta voru erfiðir tímar og mikið basl á fólki al- mennt. Atvinnuleysi búið að vera við- loðandi lengi og atvinnubótavinnan var þá í gangi og ég fékk vinnu í henni viku og viku yfir veturinn og það mest vegna þess að ég hafði aðgang að hesti og vagni, en pabbi hafði atvinnu Við vélsetningu í Odda á Grettisgötunni. F.v. Ellert Ág. Magnússon, Jón Már Þorvaldsson, Jón Ágústsson. 12 PRENTARINN 3.12/92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.